Skessuhorn


Skessuhorn - 28.10.2020, Blaðsíða 29

Skessuhorn - 28.10.2020, Blaðsíða 29
 15 Starfsemi Brákarhlíðar er skipt upp í tvö meginsvið; hjúkrun-arsvið og þjónustusvið. Undir hjúkrunarsvið fellur öll fagleg um- önnun, samskipti við lækna, vistun- armatsnefnd, umsjón með lyfjamál- um og starfsmannamál í aðhlynn- ingu. Þjónustusvið heldur utan um starfsmannamál og innkaup í eld- húsi, ræstingu, húsvörslu, iðju- og vinnustofu og annað tilfallandi. Í Brákarhlíð eru fimm heimili sem hvert ber sitt nafn, þau eru Tjörn, Dalur, Hvammur, Efri-Lækur og Neðri-Lækur. Hvammur og Dalur eru í nýbyggingunni sem tekin var í notkun árið 2012. Á báðum heimilunum eru 13 herbergi sem eru nær eingöngu hjúkrunarrými. Þar er eldhús og opið rými með sjónvarpi í setustofu. Bæði heimilin eru jafn stór með eins skipulagi. Þriðja hemilið í nýju byggingunni er Tjörn sem er á neðstu hæð. Þar eru níu herbergi auk tækjarýma. Á öllum heimilum í nýbyggingunni eru herbergin jafn stór, 36 fermetrar, með jafn stóru eldhúsi. Í eldri álmu Brákarhlíðar eru tvö heimili, Efri-Lækur og Neðri-Lækur. Þar eru nær eingöngu dvalarrými. Öll herbergin voru gerð upp og stækkuð svo þau eru svipuð að stærð og herbergin í nýju byggingunni. Eins og á hinum heimilunum er einnig eldhús og setuaðstaða á Efri-Læk og Neðri-Læk. Starfsfólk á heimilum Brákarhlíðar sinnir öllum íbúum á sínu heimili auk þess að sjá um öll almenn verk heimilisins að undanskildum ræstingum. Ýmis verkefni eru í gangi auk hefðbundins heimilislífs. „Við erum með samning við sjúkraþjálfara sem halda utan um reglubundna þjálfun auk starfsmanna heimilisins. Verkefnið „Væntumþykja í verki“ var sett á fyrir frumkvæði sjúkraþjálfaranna Hildar Aðalbjargar Ingadóttur og Halldóru Jónasdóttur. Er þar að finna æfingar fyrir heimilismenn sem aðstandendur og aðrir geta haldið utan um með sínum ástvin. Æfingarnar eru þannig upp settar að mismunandi æfingar eru settar saman út frá heilsufari og getu hvers og eins. Dagdvöl er alla jafna starfrækt á heimilinu virka daga þó sú starfsemi liggi niðri nú í augnablikinu sökum heimsfaraldurs. Er þar að um að ræða rými fyrir fimm einstaklinga,“ segir Björn Bjarki Þorsteinsson framkvæmdarstjóri Brákarhlíðar. Á jarðhæð heimilisins eru starfræktar annars vegar fótsnyrtistofa og og hins vegar hárgreiðslustofa. Er sú starfsemi óháð rekstri Brákarhlíðar en heimilismenn geta sótt þjónustu þangað. arg Óskar Þór Óskarsson hefur í gegnum árin verið dugleg-ur að skrásetja sögu Brák- arhlíðar í formi myndbandsupp- taka og ljósmynda. Þegar heimil- ið var stækkað á sínum tíma kom hann þar annað slagið og mynd- aði ferlið. Í samvinnu við Guðlaugu Andrésdóttur, sem á þeim tíma sá um félagsstarf aldraðra í Brákar- hlíð, setti Óskar saman skemmtileg myndbönd sem sýnd voru á skjá- varpa í félagsstarfinu hjá íbúum heimilisins. „Við vorum með ágætis skjávarpa og græjur til að varpa upp myndböndum fyrir heimilisfólk og aðra gesti sem gjarnan komu til að sjá myndböndin,“ segir Óskar. Samstarfið stóð yfir í um 15 ár þar sem Óskar sýndi reglulega mynd- bönd úr lífi íbúa Brákarhlíðar. „Svo komu þessi nýju persónuverndar- lög og maður þorir ekki að láta sjá sig þarna með myndavél eftir það,“ segir Óskar. En af hverju hefur hann varið öllum þessum tíma í þetta verkefni? „Einfaldlega því mér þykir það skemmtilegt. Mér þykir vænt um þetta heimili og þar hef ég átt marga góða vini sem ég heimsæki reglulega. Þetta hefur kannski bara verið mín leið til að gefa til baka,“ svarar Óskar. „Ég hef í gegnum árin haft gaman að því að mynda ýmislegt fyrir mig sjálfan og langaði að leyfa öðrum að njóta þess með mér sem gætu kannski haft ánægju af,“ bætir Óskar við. arg Á árshátíð starfsmanna Brákarhlíðar eru veittar viðurkenningar fyrir starfsaldur. Myndræn skrásetning í Brákarhlíð Óskar Þór Óskarsson. Margir voru saman komnir úti við fyrstu skóflustunguna að stækkun heimilisins. Blíðskapaveður þegar fyrsta skóflustungan var tekin að stækkun heimilisins. Frá forsetaheimsókn Ólafs Ragnars Grímssonar í Brákar- hlíð. Starfsemi og skipulag Hvammur og Dalur eru í nýbyggingunni sem tekin var í notkun 2012. Ljósm. mm. Til hamingju með 50 árin! Garðaþjónustan Sigur-Garðar Hs: 435-1435 Vs: 892-7663 Hvanneyri – stofnað 1978 Jörvi hf. Bifreiðaþjónusta Harðar ehf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.