Skessuhorn


Skessuhorn - 28.10.2020, Qupperneq 31

Skessuhorn - 28.10.2020, Qupperneq 31
 17 Guðrún Jónsdóttir íbúi í Brákarhlíð segir heimil-ið alveg „framúrskarandi gott.“ Guðrún vann sjálf á heim- ilinu í 19 ár og aðspurð segir hún aðstæður þá og í dag ekki vera sam- bærilegar. „Þetta er afskaplega mik- ið breytt, húsaskipan og allt sam- an. Umönnunarstörfin eru þó ekki ósvipuð held ég, en það er mik- ið fleira fólk að sinna því í dag en var þá. Það var bara einn hjúkr- unarfræðingur að vinna hér þeg- ar ég var, hún Birna Jakobsdóttir. Þetta er allt annað núna, svo mik- ið hefur breyst,“ segir hún og bros- ir. „Nema kannski maturinn, hann hefur ekki breyst mikið. Það hef- ur alltaf þurft að elda og fólk þurft að borða og það breytist ekkert,“ bætir hún við en sjálf vann Guðrún lengi í eldhúsinu á heimilinu. Guðrún flutti í Brákarhlíð 15. desember 2018 og segist ekki hafa leiðst í eina mínútu síðan hún flutti. „Það er ekki hægt að hugsa sér betri stað að vera á held ég. Hér er hugsað alveg einstaklega vel um mann og allt heimilið,“ segir hún. „Ég ákvað nú að flytja hingað því ég var bara orðin mjög léleg, sérstaklega í fótunum og það var held ég líka betra fyrir fólkið mitt að ég kæmi hingað. Það er sko ekkert að því og ég get ekki hugsað mér betri stað,“ bætir hún við. Guðrún er aldursforseti í Brákarhlíð í dag, 95 ára gömul en auk hennar eru systur hennar tvær einnig búsettar á heimilinu, Elísabet sem er að verða 94 ára og Guðríður 93 ára. En hvernig semur systrunum? „Okkur semur mjög vel og hefur alltaf gert. Við höfum aldrei nokkurn tímann rifist,“ svarar Guðrún og hlær. arg Rebekka Guðnadóttir er eig-inkona Ásgeirs Rafnsson-ar íbúa í Brákarhlíð. Ásgeir veiktist 53 ára gamall og á nokkr- um árum ágerðist sjúkdómurinn það mikið að hann varð að hætta að vinna. Svo leiddi eitt af öðru og á einhverjum tímapunkti var stað- an sú að hann gat ekki verið einn heima og þá fékk hann inni á dag- deild sem starfrækt er í Brákarhlíð. Hann fékk svo hvíldarinnlögn fyr- ir rúmum tveimur árum og upp frá því varanlega innlögn, sem þýð- ir að nú hefur hann sitt herbergi. „Ásgeir er með sjúkdóm sem heit- ir Lewy body og þarf í dag að- stoð við alla hluti. Að viðurkenna að þú treystir þér ekki lengur til að hafa mannin þinn heima yfir nótt og þurfir að leita á náðir hjúkrun- arheimilis er bæði sárt og erfitt, en viðmótið sem við höfum feng- ið í Brákarhlíð hefur hjálpað mikið. Það er sama hvað er, það eru all- ir boðnir og búnir að gera allt sem hægt er til að hjálpa. Það skiptir svo miklu máli,“ segir Rebekka. Undanþága frá heimsóknarbanni Lewy body er heilabilunarsjúkdómur og þarf Ásgeir því mikla umönnun og að sögn Rebekku hefur ástandið vegna Covid-19 verið einstaklega erfitt fyrir hann. „Það er auðvitað mjög erfitt fyrir alla íbúa dvalar- og hjúkrunarheimila þessar lokanir vegna Covid. En heilabilaðir þurfa alveg sérstaklega mikla nánd við sína ástvini og hafa ekki alltaf skilning á ástandinu svo þetta reynir sérstaklega á þá. En í Brákarhlíð hefur verið tekið svo vel á þessu og fæ ég til að mynda undanþágu til að koma í heimsókn tvisvar í viku,“ segir Rebekka og bætir við að langa lokunin síðasta vor hafi reynst Ásgeiri of erfið. „Það voru allir sammála um að það væri honum ekki gott að fá enga heimsókn í langan tíma og þess vegna fæ ég að koma. En það er þetta sem ég elska við Brákarhlíð, það er svo vel hugsað um alla sem þar búa og allt reynt til að hjálpa. Mér þykir því óendanlega vænt um að fá enn að koma til hans í heimsókn,“ segir Rebekka. Fallegar móttökur Undir venjulegum kringumstæðum reynir Rebekka að heimsækja Ásgeir daglega eða annan hvern dag og segist alltaf finna sama góða viðmótið og hlýjuna frá öllum á heimilinu. „Þegar ég fékk að koma aftur í heimsókn eftir löngu lokunina síðasta vor var komið til okkar með bakka með kaffi, konfekti og rauðum hjörtum og ég fór bara næstum að gráta. Þetta var svo huggulegt og fallega gert en það eru þessir litlir hlutir sem skipta svo miklu máli,“ segir Rebekka „Þessi væntumþykja sem maður finnur,“ bætir hún við. Aðspurð segir Rebekka Ásgeir almennt ánægðan í Brákarhlíð svo lengi sem sjúkdómurinn er ekki mjög slæmur. „Þessi sjúkdómur hegðar sér þannig að stundum er sjúklingurinn betri og stundum verri. Það fylgja honum miklar ranghugmyndir og þegar hann er á þeim stað líður honum ekki vel. Hann vill auðvitað vera heima og það er hræðilegt að geta ekki alltaf tekið hann með heim og að þurfa að viðurkenna að maður treysti sér ekki lengur til að sjá um hann sjálf. En þá daga sem hann er á góðum stað er hann nokkuð sáttur,“ segir Rebekka. Hlýlegt heimili Aðspurð segir hún Brákarhlíð mjög heimilislegt og hlýlegt. „Það er unnið eftir Eden stefnunni í Brákarhlíð og þá er lagt upp með að hafa allt heimilislegt, sem er frábært,“ segir Rebekka. „Sumt starfsfólkið þekkir Ásgeir frá fornu fari, sem hjálpar mikið. Það fólk þekkir hann og getur því aðeins spaugað við hann, sem honum þykir mjög gaman,“ segir Rebekka og bætir við að heilt yfir hafi hún ekki yfir neinu á kvarta varðandi Brákarhlíð. „Þetta er gott heimili og ég segi það alveg frá hjartanu að þarna færðu yndislegt viðmót frábærra yfirmanna og starfsfólks og það er það sem skiptir máli,“ segir Rebekka, aðstandandi í Brákarhlíð. arg/ Ljósm. úr einkasafni. Rebekka segir Brákarhlíð vera yndislegt heimili Rebekka og Ásgeir á góðri stund. Rebekka og Ásgeir áður en hann varð veikur. „Framúrskarandi gott að búa í Brákarhlíð“ Systurnar Guðríður, Elísabet og Guðrún Jónsdætur eru allar búsettar í Brákarhlíð. Guðrún Jónsdóttir og fimm ættliðir. Til hamingju með 50 árin! Hjúkrunar- og dvalarheimilið Barmahlíð

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.