Skessuhorn - 28.10.2020, Síða 34
20
Kæru lesendur!
Þann 31. janúar 2021 fagnar hjúkrunar- og dvalarheim-ilið Brákarhlíð í Borgarnesi
50 ára afmæli. Af því tilefni sendi
ég heimilisfólki, aðstandendum
þeirra og starfsmönnum kærar af-
mæliskveðjur. Til hamingju með
daginn, Brákarhlíð!
Í Brákarhlíð er unnið frábært
starf. Fagmennska einkennir
starfið, ástríða fyrir starfseminni
og þjónustunni við íbúa
heimilisins er áberandi og öll
aðstaða er til fyrirmyndar. Þegar
kemur að þjónustu við aldraða
skiptir mestu að aldraðir fái lifað
með reisn og hafi möguleika á því
að lifa innihaldsríku lífi, þar sem
þeir njóta þeirrar þjónustu sem
nauðsynleg er hverju sinni. Sú er
sannarlega raunin í Brákarhlíð.
Hlutverk stjórnvalda er
að tryggja að allir fái notið
góðrar og nauðsynlegrar
heilbrigðisþjónustu, og í
tíð ríkisstjórnar Katrínar
Jakobsdóttur hefur verið lögð
sérstök áhersla á uppbyggingu
innviða heilbrigðiskerfisins.
Þar er áhersla á uppbyggingu
hjúkrunarrýma og eflingu
heimaþjónustu við aldraða
veigamikill þáttur.
Kærar afmæliskveðjur,
Svandís Svavarsdóttir,
heilbrigðisráðherra.
Mín persónulegu kynni af Brákarhlíð, eða Dvalar-heimili aldraðra í Borg-
arnesi eins og það hét þá, voru
framan af ekki mikil, enda var ég
ungur bóndi þegar heimilið var
fyrst opnað og á þeim aldri er mað-
ur upptekinn af öðru,“ segir Jón G.
Guðbjörnsson, formaður stjórnar
Brákarhlíðar. En elliheimili var
honum ekki framandi heimur. Í
bernsku ólst Jón upp í nýbyggðri
blokk í Reykjavík beint á móti elli-
heimilinu Grund. „Ég á nú eitt-
hvað af minningum frá elliheim-
ilinu, ég man til dæmis eftir göml-
um manni þar að gera við net í her-
berginu sínu, sennilega þó ekki fyr-
ir sjálfan sig. Hann seldi líka síg-
arettur í lausu,“ segir Jón og hlær.
„Líklega hafa starfsstúlkurnar ver-
ið helstu viðskiptavinirnir en hús-
mæðurnar í næsta nágrenni vissu
líka af þessum möguleika“. Þá bæt-
ir hann við að fleiri myndir sitji eft-
ir í huga hans frá þessum tíma og
nefnir sem dæmi líkbílinn keyra frá
heimilinu og líkfylgdina sem gekk
á eftir upp í Hólavallakirkjugarð.
„Ansi flottur bíll, eiginlega við-
hafnarbíll,“ segir hann. „Á sumrin
vorum við systkinin með mömmu
hér í Borgarfirðinum í sumar-
húsinu okkar,“ segir Jón og dreg-
ur fram mynd af gömlum torfbæ
á Lindarhvoli þar sem hann býr í
dag. Torfbærinn er að vísu löngu
fallinn.
Urðu aðstæður ljósar
Það var svo upp úr 1990 sem
Jón kynnist dvalarheimilinu sem
aðstandandi. „Foreldrar mínir
bjuggu hér áfram hjá okkur hjónum
eftir að við tókum við búskapnum.
Pabbi minn lést 87 ára gamall
eftir fárra daga sjúkrahúslegu og
hann fór því aldrei á dvalarheimili.
Mamma bjó hér hjá okkur þar til
hún varð níræð og þá flutti hún
á dvalarheimilið, þar sem hún
var í fáein ár. Þannig urðu mér
ljósar aðstæðurnar á heimilinu,
sérstaklega húsnæðismálin,“ segir
Jón. „Herbergin á DAB voru mjög
lítil og þægindasnauð, nema lítill
vaskur. Salerni voru sameiginleg
með fleirum og sum herbergin
voru tvíbýlisherbergi. Mér þótti
það alveg óásættanlegt að tvær
óskyldar manneskjur þyrftu að
deila herbergi. Sumir voru sáttir
við það og jafnvel kusu það frekar
en þá var það val. Víða á bæjum
hafði fólk ekki þekkt annað.
Almennt séð fannst mér þetta ekki
vera í lagi og aðstæðurnar voru
orðnar barn síns tíma strax þarna,
þó það væru ekki nema rúm 20 ár
frá því að heimilið var byggt,“ segir
Jón „Þetta voru ekki síður erfiðar
aðstæður fyrir starfsfólk, að athafna
sig í þessum þrengslum. Auðvitað
voru stjórnendur meðvitaðir
um þetta en starfsfólkið gerði
bara það besta úr aðstæðunum.
Utanaðkomandi töluðu um gott
andrúmsloft á heimilinu. Það
var alveg rétt og glöggt er gests
augað,“ segir Jón.
Fátt veitt meiri ánægju
„Ég hafði haft orð á því opinskátt
hvað mér þætti um aðstæður á
heimilinu og ætli það sé ekki
ástæðan fyrir því að leitað var til
mín að taka sæti í stjórninni. Það
hafði raunar verið leitað til mín
með það áður en ég gat ekki sinnt
því þá. Svo höfðu aðstæður breyst
í seinna skiptið svo ég ákvað að
sjá hvort ég gæti ekki orðið að
liði. Ég viðurkenni fúslega að það
er fátt sem hefur veitt mér meiri
ánægju á félagsmálasviðinu en að
vera í þessari stjórn,“ segir Jón og
brosir. En hvað er það sem gerir
þetta svona ánægjulegt? „Ætli
það sé ekki fyrst og fremst hversu
vel hefur gengið. Ég kem þarna
inn í stjórnina árið 2002. Sigrún
Símonardóttir var þá formaður
og Margrét Guðmundsdóttir
framkvæmdastjóri. Fyrri stjórn
hafði barist fyrir að fá leyfi til að
hefja framkvæmdir til stækkunar
heimilisins og endurbóta. En það
hafði myndast pattstaða í málinu
og allt sat fast,“ segir Jón. Var þá til
umræðu að færa heilsugæslustöðina
í annað húsnæði eða jafnvel út á
Skaga. „Heimamönnum þótti það
skrítið miðað við forsendurnar
hér, íbúafjölda, vaxandi
Kveðja frá heilbrigðisráðherra
Velferð íbúa í fyrirrúmi
-segir formaður stjórnar Brákarhlíðar
sumarhúsabyggð og svo ég tali
nú ekki um tvö háskólasamfélög,“
segir Jón. Ekkert varð úr áformum
um að færa heilsugæslustöðina og
að sögn Jóns losnaði úr þessari
pattstöðu á hans fyrsta tímabili
í stjórn DAB. „Ráðuneytið tók
ákvörðun um að gera ekkert, sem
sagt halda heilsugæslustöðinni þar
sem hún var og er enn í dag. Þá
fóru mál dvalarheimilisins aðeins
að hreyfast,“ segir hann.
Allt af stað eftir bankahrun
Þegar fyrsta tímabili Jóns í stjórn
var lokið var komin staðsetning
fyrir nýja viðbyggingu við DAB
og fyrstu teikningar lágu fyrir
unnar af Einari Ingimarssyni
arkitekt. „Magnús B. Jónsson
kom inn í stjórnina árið 2006.
Hann var kosinn formaður en ég
varaformaður. Við tveir vorum
jafnframt í byggingarnefnd
ásamt Birni Bjarka þá nýráðnum
framkvæmdastjóra. Þrátt fyrir að
það hafði losnað um pattstöðuna
miðaði málum ansi hægt og við
vorum bara í staðinn komin í
biðstöðu í langan tíma því ekki
tjóaði að fara af stað nema með
samþykki ráðuneytisins,“ útskýrir
Jón. „Samskiptin við ráðuneytið
voru tafsöm og stundum
sérkennileg“ bætir hann við.
Eigi að síður var haldið áfram
með teikningar og aðra hönnun
fyrirhugaðra framkvæmda. Það
var svo eftir bankahrunið haustið
2008 sem hlutirnir fóru af stað af
alvöru en þá kom mikið ákall til
ríkisins að fara í framkvæmdir og
skapa þannig störf í samfélaginu.
„Hin svokallaða leiguleið greiddi
götu okkar. Þarna hjálpaði
það okkur að við vorum með
fullfrágengnar teikningar og allt
tilbúið og gátum byrjað um leið
og leyfi gafst. Við höfðum unnið
heimavinnuna okkar og því komin
fremst í röðina,“ segir Jón.
Nýja byggingin var svo tilbúin
árið 2012 og tekið var upp nafnið
Brákarhlíð sem leysti af hólmi
nafnið Dvalarheimili aldraðra í
Borgarnesi, DAB. Strax í kjölfarið
hófust endurbætur á gömlu
byggingunni, sem kláruðust árið
2014. „Þá var þetta loks komið
í það horf sem að var stefnt.
Þetta mál hafði þá eiginlega átt
huga minn alveg síðan ég kom
inn í stjórnina fyrst. Vegurinn
að þessu var langur og torsóttur,
Þetta var oft eins og hálfgerð
vindmyllubarátta,“ segir hann
„en gekk glimrandi vel þegar til
kastanna kom. Það var einnig
mikið lán fyrir samfélagið að eiga
þessa framkvæmd inni á þeim
tíma.“
Vilja fjölga
hjúkrunarrýmum
Aðspurður segir Jón stjórnina
halda áfram að vinna í þágu
hagsmuna íbúa Brákarhlíðar.
„Við höldum áfram að kljást við
stjórnvöld og nú snýst baráttan
um daggjöld frá ríkinu, sem
eru of lág miðað við það sem
á að framkvæma fyrir þau. Sú
barátta fer raunar fram að mestu
á vettvangi Samtaka fyrirtækja í
velferðarþjónustu sem Brákarhlíð
er aðili að. Hins vegar eru
hlutföll hjúkrunarrýma og
dvalarrýma heimilinu óhagstæð,“
svarar Jón. „Við erum með leyfi
fyrir 35 hjúkrunarrými og 17
dvalarrými auk dagdvalarrýma en
teljum okkur alveg geta fækkað
dvalarrýmum og fjölgað á móti
hjúkrunarrýmum sem okkur
skortir. Tilboð stjórnvalda er
hins vegar einn á móti tveimur,
ef við fjölgum hjúkrunarrýmum
um eitt þurfum við að leggja af
tvö dvalarrými. Það er merkilegt
að það þyki í lagi að hafa farið
í allar þessar framkvæmdir
með samþykki og fyrirsögn
ráðuneytisins og eiga svo strax
bara að loka hluta af húsnæðinu.
Við erum ekki tilbúin til að
gambla þannig. En kostnaðurinn
fyrir ríkið við tvö dvalarrými er
svipaður og eitt hjúkrunarrými.
Það er því bara verið að horfa í
krónutölur en ekki þörfina sem
blasir við,“ segir Jón og bætir við
að alltaf sé fullsetið á Brákarhlíð
og eftirspurnin mikil.
„Brákarhlíð er eftirsótt heimili
og er alltaf með langan biðlista.
Það má ekki heldur gleyma
mikilvægi þess að hafa einhver
dvalarrými. Sumt fólk getur vel
verið heima en hefur kannski
ekki gott af því, einmanaleikinn
er líka drepandi,“ segir hann.
„Stjórnvöld hafa lengi sagt það
stefnu stjórnvalda að gera fólki
kleift að búa sem lengst á sínu
heimili, sem er gott og blessað.
Það hefur þó vantað að skapa
skilyrði til að fólk geti það. Þau
eru mörg hagsmunamálin sem
þarf að halda utan um. Sem
betur fer erum við í stjórninni
samheldinn hópur sem vinnur
vel saman. Við höfum átt auðvelt
með að ræða málin og komast
að niðurstöðu og standa saman
að henni. Þannig hefur það
alltaf verið þau ár sem ég hef
setið í stjórninni. Sama á við um
framkvæmdastjórann og aðra
stjórnendur og starfsfólk sem er
ómetanlegt. Eitt skiptir mestu
undir öllum kringumstæðum;
og það er að hafa velferð þeirra
sem búa í Brákarhlíð í fyrirrúmi,“
segir Jón G. Guðbjörnsson,
formaður stjórnar Brákarhlíðar.
arg
Jón G. Guðbjörnsson, formaður stjórnar Brákarhlíðar.