Skessuhorn


Skessuhorn - 28.10.2020, Qupperneq 36

Skessuhorn - 28.10.2020, Qupperneq 36
22 Saga öldrunarþjónustu á Ís-landi í þeirri mynd sem við þekkjum hana er aldar göm- ul um þessar mundir. Elliheimil- ið Grund í Reykjavík tók til starfa árið 1922 í steinhúsi við Kapla- skjólsveg vestan Melana, ekki langt þar frá sem heimilinu var nokkr- um árum síðar úthlutað framtíð- arlóð við Hringbraut. Það rúmaði 21 heimilismann eða vistmenn eins og það var orðað hér áður. Hús- ið við Kaplaskjólsveginn hét Grund og af því er nafn heimilisins dreg- ið. Félagsskapur sem hét Samverj- ar kallað líknarfélag undir forustu Sigurbjörns Á. Gíslasonar hafði frumkvæði að kaupum þess húss að undangenginni almennri fjáröfl- un og skemmtanahaldi í þeim til- gangi um tveggja ára skeið. Og þá erum við, á árinu 2020, komin rétt eitt hundrað ár aftur í tímann. Árið 1930 var svo hin nýja Grund risin þar sem hún nú stendur og er enn þann dag í dag sterkt kennileiti í Reykjavík; hús sem var hannað og byggt sérstaklega til að vera heimili og athvarf fyrir aldrað fólk. Næsta skref sem stigið var á þessari vegferð var að Sjómannadagsráð í Reykjavík samþykkti árið 1939 að beita sér fyrir byggingu dvalarheimilis fyrir aldraða sjómenn. Sú vegferð hefur verið nokkuð torsóttari því heil átján ár liðu þar til þau áform urðu að veruleika. Það hefur haft sitt að segja að í sumarlok það ár skall á heimsstyrjöld, önnur í röðinni á sama aldarhelmingi. Ætla má að það hafi því ekki orðið fyrr en upp úr 1950 sem það var farið að fylgja eftir áformum Sjómannadagsráðs frá því fyrir stríð. Hvað sem því leið þá fékk Sjómannadagsráð heimild árið 1954 til að starfrækja happadrætti sem er gert á þess vegum enn þann dag í dag. Á Sjómannadaginn 2. júní 1957 var fyrsta Hrafnistuheimilið vígt. Aðrir tímar Upphaf sögu þessara tveggja hjúkrunarheimila er lauslega rifjuð upp hér samhengisins vegna sem fyrstu skrefin í langri vegferð. Þessi heimili eru fyrirmynd þess sem koma varð og eru nú stærstu veitendur öldrunarþjónustu í landinu. Framan af tuttugustu öldinni var fólk flest sem á annað borð komst á efri ár, orðið útslitið af erfiðisvinnu og þrældómi sem ekki sá fyrir enda á. Þannig hafði það verið um aldir. Fátt var sem létti fólki stritið og hver stund nýtt til lífsbjargar. Þegar starfsþrekið þraut þá kom það í hlut heimilanna að veita þá þjónustu sem hinir öldruðu þörfnuðust. Til þess voru aðstæður yfirleitt ekki góðar, voru óhentugar og þröngbýlt, jafnvel fleiri fjölskyldur en ein í sama húsnæðinu. Oftar en ekki var gamalt fólk orðið rúmfast, hætt að fylgja fötum, komið í kör, orðið karlægt. Orðgnóttina skorti ekki. Konurnar, húsmæðurnar, báru hitann og þungann af þessari þjónustu sem jafnframt tók tíma frá öðrum nauðsynlegum verkum. Þannig var það ekki hvað sízt til sveita og þar bjó stór hluti þjóðarinnar. Dagrenning nýrrar tíðar En tuttugasta öldin var einnig dagrenning nýrrar tíðar. Það sýnist því hafa legið beint við og í hæzta máta sjálfsagt að á vettvangi Sambands borgfirzkra kvenna (SBK) hafi fyrst verið vakin athygli á þörfinni fyrir dvalarheimili aldraðs sveitafólks hér í héraði og lagt til að sambandið beitti sér í því máli. Það gerði Steinunn Benediktsdóttir húsfreyja í Ausu í Andakílshreppi. Þetta var á aðalfundi SBK árið 1957. Steinunn mun að vísu áður hafa reifað þetta hugðarefni sitt á félagsfundi í Kvenfélaginu 19. júní og borið málið þaðan fyrir aðalfund sambandsins. Hún átti einnig frumkvæði að stofnun dvalarheimilissjóðs með tíu króna framlagi. Liggur nærri að það hafi jafnast á við árstillag í félagsskap eins og kvenfélagi. Aðrar sambandsfundarkonur styrktu hinn nýja sjóð með samskotum að upphæð kr. 350. Og þar með fór boltinn að rúlla. Kosin var dvalarheimilisnefnd og var Steinunn formaður nefndarinnar tvö fyrstu árin eða þar til hún andaðist árið 1959. Þá tók Aðalheiður Jónsdóttir á Bjargi við formennskunni og sinnti því starfi samfellt í rúm tuttugu ár að nefndin hætti störfum árið 1980. Aðrar nefndarkonur með Aðalheiði mörg fyrstu árin voru Unnur Pálsdóttir á Fróðastöðum, Ingveldur Guðjónsdóttir í Rauðanesi, Guðrún Davíðsdóttir á Grund og Jakobína Hallsdóttir í Borgarnesi. Kjarnakonur og fjáraflabrögð Kvenfélagakonurnar sátu ekki auðum höndum. Þegar var hafizt handa um fjársöfnun í dvalarheimilissjóðinn undir forystu nefndarinnar sem auk þess vann að framgangi sjálfs málefnisins. Á árinu 1958 aflaði nefndin 53 þúsunda króna með merkjasölu, hlutaveltu og dansleikjum. Áfram var haldið næstu árin og við bættust skyndihappdrætti, skemmtikvöld, kökubazarar og aðrir bazarar, árviss sala jólakorta og bögglauppboð. Kvenfélög innan SBK voru innan handar við framkvæmd þessara fjölbreyttu fjáröflunarverkefna. Árið 1961 fékk nefndin leyfi til þess að setja upp danspall við samkomuhúsið í Þverárrétt og stóð þar fyrir réttarböllum um árabil með skemmtanaleyfi í vasanum fyrir dansleikjum á Þverárréttardag og tripparéttardag og einum sumardansleik ár hvert. Leyfi fyrir pallinum var til tíu ára en mun hafa verið notaður eitthvað lengur. „Fleira var gert við Þverárrétt til fjáröflunar. Eitt haustið var þar bögglauppboð. Undirbúningur krafðist mikillar vinnu en fjölmargar hjálparhendur voru á lofti og allir munir gefnir. Guðráður í Nesi var uppboðshaldari. Heppnin var með okkur bæði með veðrið og Guðráð,“ er haft eftir Aðalheiði á Bjargi í 55 ára afmælisriti SBK. Þá má nefna að á meðan byggingaframkvæmdum dvalarheimilisins stóð var efnt til stórhappadrættis árið 1970 með veglegum vinningum, jafnvel utanlandsferð, fyrir einn, nota bene. Það voru sannarlega allar klær úti til fjáröflunar og á þann hátt tókst SBK að standa við sínar skuldbindingar samkvæmt stofnsamningi sem nam 15% hlutdeild í framkvæmdakostnaði. „Eignaðist þetta málefni smám saman marga velunnara sem færðu dvalarheimilissjóði gjafir og greiddu götu nefndarinnar á ýmsan hátt,“ vitnað orðrétt í 40 ára afmælisrit SBK. Einnig leitaði nefndin liðsinnis ýmissa aðila svo sem sýslunefnda og hreppsfélaga til framgangs málinu. Staðarval Ekki var einhugur um fyrirhugað staðarval dvalarheimilisins. Sigurbjörg Björnsdóttir húsfreyja í Deildartungu hafði boðið fram lóð undir heimilið og heitt vatn án endurgjalds. Raunar bárust tvö tilboð þessa efnis, hitt frá Stefáni Þorvaldssyni bónda á Norðurreykjum í Hálsasveit. Ágrip af sögu Brákarhlíðar í tilefni 50 ára afmælis heimilisins Kvenfélagskonur í héraði ruddu brautina „Fleira var gert við Þverárrétt til fjáröflunar. Eitt haustið var þar bögglauppboð. Undirbúningur krafðist mikillar vinnu en fjöl- margar hjálparhendur voru á lofti og allir munir gefnir. Guðráður í Nesi var uppboðshaldari. Heppnin var með okkur bæði með veðrið og Guðráð,“ er haft eftir Aðalheiði á Bjargi í 55 ára afmælisriti SBK, en uppboðið fór fram 1961 þegar Samband borgfirskra kvenna var byrjað af krafti að fjármagna byggingu dvalarheimilis. Fulltrúar á aðalfundi Sambands borgfirskra kvenna 1961. Þar bar málefni væntanlegs dvalarheimilis á góma. Myndin var tekin á tröppum Húsmæðraskólans á Varmalandi og birtist í afmælisriti SBK.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.