Skessuhorn


Skessuhorn - 28.10.2020, Blaðsíða 39

Skessuhorn - 28.10.2020, Blaðsíða 39
 25 Kveðja frá SBK Til hamingju með afmælið Brákarhlíð! Fyrir rúmum 50 árum hóf Samband borgfirskra kvenna (SBK) söfnun fyrir dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi. 31. janúar 1971 opnaði svo dvalarheimilið (DAB) og fagnar því 50 ára starfsafmæli í janúar nk. Kvenfélögin hafa í gegnum árin verið dyggir stuðningsmenn, gefið veglegar gjafir og skipt á milli sín heimsóknum yfir veturinn. Þá er oft glatt á hjalla, komið með bakkelsi, sungið og ýmislegt skemmtilegt brallað. Í ár höfum við þurft að stíga til hliðar og höfum ekki haldið upptekinni hefð vegna heimsfaraldursins sem nú skekur heimsbyggðina. Þá er gott að hafa afburða starfsfólk sem hlúir vel að skjólstæðingum sínum og ættingja sem annast ástfólk sitt. Við óskum Brákarhlíð til hamingju með afmælið og velfarnaðar á komandi árum. Með vinsemd og virðingu, Edda Soffía Karlsdóttir, formaður SBK Kveðja frá Borgarbyggð Hjúkrunar- og dvalarheimilið Brákarhlíð stendur nú á merkum tímamótum en 50 ár eru liðin frá því að fyrsti áfangi heimilisins var tekinn í notkun. Á svona stundu er gott að líta til baka, skoða söguna og fagna því sem vel er gert. Brákarhlíð hefur verið og mun um ókomna tíð verða fastur punktur í okkar samfélagi þar sem mörg okkar eiga eflaust eftir að eyða okkar ævikvöldum. Þar er unnið mikilvægt og faglegt starf auk þess sem þjónustan og aðbúnaður fyrir heimilismenn er eins og best verður á kosið sem við getum verð stolt af. Borgarbyggð hefur verið einn af bakhjörlum Brákarhlíðar frá upphafi og hefur verið þess heiðurs aðnjótandi að fá að styðja við starfsemi Brákarhlíðar. Það er markmið og vilji sveitarfélagsins að halda áfram að byggja upp samvinnu á þessum góða grunni og vonumst við til að uppbygging Brákarhlíðar haldi áfram. Að endingu vil ég fyrir hönd Borgarbyggðar óska starfsfólki og heimilisfólki á Brákarhlíð innilega til hamingju með stórafmælið og velfarnaðar í störfum sínum í framtíðinni. Þórdís Sif Sigurðardóttir, sveitarstjóri Borgarbyggðar Kveðja úr Eyja- og Miklaholtshreppi Það eru alltaf mikil tímamót að ná 50 ára aldri og ljóst að Brákarhlíð ber aldurinn vel. Margir úr okkar samfélagi hafa átt þar loka áfangann í sínu lífi umvafið góðu atlæti af því frábæra starfsfólki sem unnið hefur í Brákarhlíð alla tíð. Á undanförnum árum hefur mikil uppbygging átt sér stað og margar breytingar og ljóst að það er búið að búa svo um hnútana að enn betur fer umþá sem þar dvelja í framtíðinni. Það er því bjart framundan hjá afmælisbarninu og góð tilfinning fyrir íbúa okkar samfálaga að hafa aðgang að slíkum stað til að vera í síðustu ár ævinnar. Hlýhugur fylgja góðum kveðjum í okkar samfélagi til Brákarhlíðar á þessum tímamótum. Eggert Kjartansson oddviti Eyja- og Miklaholtshrepps Kveðja úr Skorradal Brákarhlíð heldur nú upp á 50 ára afmæli, sem eru merk tímamót. Stofnun eins og Brákarhlíð er ekki byggð upp úr engu, því margar hendur hafa lagt mikið að mörkum. Undirbúningur að stofnun Dvalarheimilis aldraðra í Borgarfirði, sem seinna fékk nafnið Brákarhlíð, hófst mun fyrr en fyrir 50 árum. Því fyrir þann tíma höfðu áhugasamir og framsýnir aðilar, unnið að undirbúningi þessa verkefnis og fyrir það skal þakkað. Starfsemi Brákarhlíðar hefur verið til fyrirmyndar og margir hafa notið góðrar umönnunar þar, á efri árum æfi sinnar. Það má þakka góðu starfsfólki og stjórnendum og því senda Skorrdælingar hlýjar kveðjur á 50 ára afmælinu, til allra sem komið hafa að þessari góðu stofnun. Árni Hjörleifsson oddviti Bakhjarlar Brákarhlíðar senda kveðjur Árni Hjörleifsson, oddviti Skorradals- hrepps. Edda Soffía Karlsdóttir, formaður SBK. Þórdís Sif Sigurðardóttir, sveitarstjóri Borgarbyggðar. Eggert Kjartansson, oddviti Eyja- og Miklaholtshrepps. kosningarnar. Auk hans komu ný inn Ingunn Alexandersdóttir, Þór Þorsteinsson og Guðsteinn Einarsson. Fyrir voru Sæunn Oddsdóttir og Jón G. Guðbjörnsson. Seinna drukkum við Magnús svo kaffið (eða var ekkert kaffi?) með Siv ráðherra en ekkert vannst með þeirri ferð. Hins vegar mætti ætla að stjórnvöld hafi þá verið komin með 2007-fílinginn. Búið var að skara rýmisviðmið fyrir hvern heimilismann á hjúkrunarheimili upp í 75 m2 þar af um helmingur sem einkarými. Ekki er vitað hvort einhver ráðherra hafi kvittað upp á þessa stefnumörkun en síðar var dregið í land ofan í 65 m2 sem er ærið pláss. En það var of seint fyrir Brákarhlíð. Herbergjum fækkaði um tvö á hvorri hæð án þess að byggingin minnkaði. Nýr framkvæmdastjóri 2007 Snemma árs 2007 sagði Margrét Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri DAB til 30 ára, starfi sínu lausu. Margrét átti að baki langan og farsælan feril í sínum störfum fyrir heimilið. Starfið var auglýst og bárust nokkrar umsóknir. Björn Bjarki Þorsteinsson úr Borgarnesi var valinn úr hópi vel hæfra umsækjanda og hefur staðið vaktina síðan. Er hann þriðji í röð farsælla framkvæmdastjóra DAB/ Brákarhlíðar. Það er mikið lán svo mikilvægri stofnun. Einnig hefur ríkt almennur stöðugleiki alla tíð í starfsmannahaldi DAB/ Brákarhlíðar sem er ómetanlegt og segir margt. Hér hefur verið dregin saman í stórum dráttum 35 ár af sögu DAB/Brákarhlíðar og aðdraganda hennar, en látið staðar numið um sinn. Talsvert er ósagt, eitthvað missagt eða misskilið en vonandi ekkert alveg ósatt. Víðar í blaðinu er meiri fróðleik að finna. Ábendingar um hvað eina sem áfátt er eru vel þegnar. Jón G. Guðbjörnsson, formaður stjórnar Brákarhlíðar, hjúkrunar- og dvalarheimilis. Helztu heimildir og þakkir: Afmælisrit SBK vegna 40 og 55 ára afmæla sambandsins. Fundargerðir sýslufunda Mýra- og Borgarfjarðarsýslna, skrifleg frásögn Ásgeirs Péturssonar fyrrum stjórnarformanns DAB af framkvæmdum og undirbúningi þeirra. Einnig Margrét Guðmundsdóttir, Guðmundur Ingi Waage, Halldór Bjarnason, Davíð Pétursson og Svanur Guðmundsson. Ennfremur þakkir til Jóhönnu Skúladóttur skjalavarðar fyrir aðstoð og Birni Bjarka Þorsteinssyni fyrir samvinnuna. Ljósmyndir úr afmæliriti SBK og frá Safnahúsi Borgarfjarðar. Falleg vetrarmynd. Listaverk eftir Hallstein Sveinsson prýddi aðkomuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.