Skessuhorn


Skessuhorn - 28.10.2020, Side 43

Skessuhorn - 28.10.2020, Side 43
MIÐVIKUDAGUR 28. oKtÓBER 2020 15 SK ES SU HO RN 2 02 0 Fræðslukvöld um svefn barna og ungmenna Heilsueflandi samfélag býður upp á tvö fræðslukvöld á ZOOM um svefn barna og ungmenna. Fyrra fræðslukvöldið verður haldið 29. október nk. en þar verður lögð áhersla á svefn barna frá fæðingu til 6 ára aldurs. Seinna fræðslukvöldið verður 2. nóvember þar sem lögð verður áhersla á svefn grunnskólabarna. Fræðslukvöldið hefst kl. 20.00. Nánari upplýsingar og skráning er á www.akranes.is. SK ES SU H O R N 2 02 0 Erum við að leita að þér? Forstöðumaður búsetuþjónustu fatlaðs fólks Velferðar- og mannréttindasvið Akraneskaupsstaðar auglýsir laust til umsóknar starf forstöðumanns búsetuþjónustu. Forstöðumaður veitir tveimur búsetukjörnum fatlaðs fólks forstöðu auk þjónusta á heimilum fatlaðs fólks utan búsetu- kjarna. Um framtíðarstarf er að ræða en starfið er laust frá 1. janúar 2021. Búsetuþjónustan sér um að veita fötluðu fólki með langvarandi stuðningsþarfir aðstoð og stuðning til sjálfstæðs heimilishalds og til félagslegrar þátttöku í samfélaginu. Búsetuþjónustan vinnur eftir hugmyndafræðinni um Þjónandi leiðsögn (Gentle Teaching). Athygli er vakin á því að starfið hentar jafnt konum sem körlum. Umsóknarfrestur er til og með 8. nóvember 2020 Nánari upplýsingar um helstu verkefni og hæfnisskilyrði má finna á www.akranes.is/lausstorf. Bræðurnir Sigurður Árni og Atli Snær Júlíussynir reka saman vef- verslunina Herrahellirinn þar sem seldar eru hágæða herrasnyrtivör- ur, eins og segir á vefsíðu fyrirtæk- isins. Þar má finna allt frá skeggolí- um, sjampói fyrir hárið og meira að segja pungvax svo fátt eitt sé nefnt. Nú hafa þeir bræður verið í rekstri í um þrjár vikur og segja þeir við- tökurnar hafa verið vonum framar. „Það er búið að ganga rosalega vel og sumar vörulínurnar orðið upp- seldar,“ svara þeir bræður ánægð- ir með stöðuna. En hvernig kom þetta allt saman til? „Ég var eitt- hvað að skoða á netinu í fyrra og rekst á þessar Dick Johnson vörur frá Finnlandi, sem við erum núna að selja. Ég fann þær á danskri síðu og mér leist virkilega vel á þær, fór og skoðaði hvort þessar vörur fengjust á Íslandi. Svo var ekki,“ svarar Sigurður og segir jafnframt að hann hafi fyrst og fremst fílað lúkkið á vörunum því ekki hafði hann prófað vörurnar sjálfur. „Ég hafði þá samband við forsvarsmenn Dick Johnson í Finnlandi og athug- aði hvort ég mætti selja vörurnar þeirra á Íslandi,“ bætir hann léttur við. „Þeir tóku vel í það. Í kjölfarið spyr ég Atla bróður hvort hann vilji vera með mér í þessu og hann slær til,“ bætir Sigurður ánægður við og Atli tekur undir með bróður sínum. „Þetta var auðvitað svolítil áhætta. Hvorugur okkar hafði prófað vör- urnar en blessunarlega eru þetta góðar vörur.“ Í dag er Herrahellirinn dreifing- araðili Dick Johnson á Íslandi en ásamt þeim vörum þá selur Herra- hellirinn vörur frá Dapper Dan og Golden Beards. Sendu gjafaöskju á áhrifavald Planið hjá bræðrunum var í upp- hafi að fara af stað með rekstur- inn í byrjun árs en þá skall óvænt heimsfaraldur á svo þeir þurftu að aðlagast og frestuðu plönunum sín- um um nokkra mánuði. Loks, fyrir rúmum þremur vikum síðan, gátu þeir opnað vefverslun sína, herra- hellirinn.is, og segja þeir viðtök- urnar góðar. „Það er búið að ganga rosalega vel. Við erum náttúrlega alveg glænýtt apparat og förum bara rólega af stað en viðtökurnar hafa verið virkilega góðar. Eins og er þá erum við eingöngu að aug- lýsa á samfélagsmiðlum, þannig lát- um við vita af okkur. Við reyndar brugðum á það ráð að senda Dick Johnson vörur á Simma Vill. Hann er stórt nafn hér á Íslandi, áhrifa- valdur og sérstaklega áberandi á Instagram. Hann sem sagt opn- aði pakkann frá okkur og talaði um vörurnar sem við gáfum honum á Instastoríinu sínu,“ útskýrir Sig- urður. Um er að ræða Sigmar Vil- hjálmsson athafnamann eða Simma Vill eins og margir þekkja kapp- ann. Simmi er með rétt yfir 18.000 fylgjendur á Instagram. „Þetta var ekki samstarf eða neitt svoleiðis. Við bara sendum pakka á hann með vörum frá Dick Johnson með von um að vekja athygli á þeim og auð- vitað vonuðum við að hann myndi tala vel um vörurnar okkar. Eins og hann sagði sjálfur á Instagram reikningi sínum, þá var hann al- gjörlega hreinskilinn hvað honum fannst og eina sem hann fílaði ekki var andlitsmaskinn okkar en það er bara vegna þess að Simmi er van- ari öðruvísi áferð þegar kemur að möskum,“ útskýrir Sigurður. „Vef- verslun okkar fékk í kjölfarið tals- verða umferð eftir þessa athygli og umfjöllun og salan hjá okkur jókst. Þetta svínvirkaði,“ bætir hann glað- ur við. Á döfinni Herrahellirinn er til húsa að Sól- bakka í Borgarnesi. Þar er skrif- stofan ásamt lagernum. Eins og fyrr kemur fram þá sjá Sigurður Árni og Atli Snær um reksturinn á vefversluninni. Auk þessara starfa vinna bræðurnir báðir hjá Nettó í Hyrnutorgi en með góðu skipu- lagi gengur allt upp hjá þeim fé- lögum. „Atli er yfirleitt á morgun- vaktinni á Sólbakka, áður en hann fer í vinnuna í Nettó. Hann tek- ur saman pantanir sem berast og við skiptumst svo á að koma send- ingunum á pósthúsið til viðskipta- vina. Við leggjum mikla áherslu á að senda um leið og kostur er og að halda þjónustustigi fyrirtækisins háu er markmiðið,“ segir Sigurður ákveðinn. En hvað er svo á döfinni hjá Herrahellinum? „Við ætlum að vera með verslun hérna á Sólbakka fyrir jólin, þar sem fólk getur kom- ið og skoðað vörurnar okkar og keypt meðal annars í jólapakk- ann. Að auki viljum við bjóða upp á áskriftarþjónustu á næsta ári. Þá þarf fólk ekki alltaf að panta aftur og aftur, heldur fær það til dæmis svitalyktareyðinn á einhverja vikna fresti. Þetta er allt á teikniborðinu og fer vonandi, þegar búið er að fínstilla þetta, í framkvæmd strax eftir áramót,“ segir Sigurður að endingu. glh Pungvaxið er ein af vinsælustu vörum Herrahellisins. Selja pungvax og skeggolíur Rætt við eigendur vefverslunarinnar Herrahellisins í Borgarnesi Bræðurnir Atli Snær og Sigurður Árni. ERT ÞÚ AÐ FYLGJAST MEÐ? Sími 433 5500 - skessuhorn@skessuhorn.is - www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.