Skessuhorn


Skessuhorn - 28.10.2020, Blaðsíða 48

Skessuhorn - 28.10.2020, Blaðsíða 48
MIÐVIKUDAGUR 28. oKtÓBER 202020 Kristín Ósk Halldórsdóttir kjóla- klæðskeri flytur brátt verslunina Krósk og vinnustofu sína að Kirkjubraut 54 á Akranesi. Hún hefur undanfarin ár haft vinnustofu sína og litla verslun að Smiðjuvöll- um 8. Þess utan var hún með versl- un í félagi við aðra við Laugaveg í Reykjavík þangað til síðastliðið vor. „Vefverslunin var orðin svo stór að ég fór að velta því fyrir mér í vor hvort það væri þörf fyrir að vera með verslun í Reykjavík. Mig lang- aði helst bara að vera á Akranesi,“ segir Kristín Ósk. „Það er búið að vera mjög fínt að gera, bæði hérna á Skaganum og svo í vefverslun- inni, svo ég ákvað að í staðinn fyr- ir að fara aftur í bæinn myndi ég bara stækka við mig hérna,“ seg- ir hún og bætir því við að hún hafi heillast af rýminu á Kirkjubraut- inni. „Þetta er flott staðsetning og stærðin hentar mér mjög vel eins og rýmið er núna,“ segir Kristín Ósk. „Nú næ ég að sýna vörurnar mínar betur í stærra sýningarrými, það er skemmtilegra að taka á móti fólki í stærra og betra rými,“ bætir hún við, en Kristín stefnir að því að verða flutt á nýjan stað um miðjan nóvembermánuð. KrÓsk er verslun með kvenföt þar sem kjólar, peysur og fylgihlutir eru í aðalhlutverki. Í sinni hönnun leggur Kristín Ósk áherslu á góð- ar og klæðilega sniðnar flíkur úr góðum efnum. „Ég teikna mynstr- in sjálf og læt prjóna þau fyrir mig. Flestir kjólarnir eru handlitaðir, þannig að hver hefur sín sérkenni, enginn er nákvæmlega eins,“ seg- ir hún. „Maður reynir að skapa sér svona smá sérstöðu en fyrst og fremst eru þetta góðar flíkur og ég legg áherslu á að nota helst nátt- úruleg efni, þannig að ég nota mik- ið ull og viskós, þar sem ég sjálf kann betur við að klæðast náttúru- legum efnum en gerviefnum,“ bæt- ir hún við. Frá því Kristín Ósk útskrifað- ist sem kjólaklæðskeri árið 2012 tók hún þegar til við að hanna og þróa vörulínu fyrir KrÓsk. „Fyrst stækkaði þetta hægt og rólega en ég er búin að vera alfarið í þessu í nokkur ár, ætli það séu ekki síðustu fjögur eða fimm ár, í meira en fullu starfi,“ segir hún. „Þetta er mjög skemmilegt og skapandi starf, sem er auðvitað aðalástæðan fyrir því að maður er í þessu. Það er mjög gott að hafa gaman af vinnunni,“ segir Kristín Ósk að endingu. Áhugasömum er bent á að fylgj- ast má með Krístínu Ósk og skoða vörurnar hennar á vefsíðunni www. krosk.is. kgk/ Ljósm. gbh. Eyrnaband og vettlingar eftir Kristínu Ósk. KrÓsk flytur að Kirkjubraut á Akranesi Kristín Ósk Halldórsdóttir. Ljósm. Karen Rut Finnbogadóttir. Kjólar eftir Kristínu Ósk. Flestir kjólarnir eru handlitaðir og því eru engir tveir nákvæmlega eins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.