Skessuhorn - 28.10.2020, Side 50
MIÐVIKUDAGUR 28. oKtÓBER 202022
Pike Ward var fiskikaupmaður frá
Devon í Englandi. Hann starfaði
hér á landi um ríflega tveggja ára-
tuga skeið, frá 1893 til 1915. Við-
vera hans, sem hófst á Akranesi,
stóð yfirleitt frá apríl til nóvember
ár hvert. Pike Ward var frumkvöð-
ull á ýmsum sviðum og nutu Íslend-
ingar góðs af því. Hann breytti og
bætti verkunaraðferðum á fiski og
jók sölu á áður óseljanlegum fiski,
svokölluðum undirmálsfiski.
Hann tók upp nýja greiðsluhætti
í verslun, en Pike Ward notaði pen-
inga og gull í stað vöruskipta sem
áður tíðkuðust. Hann var fyrstur
einstaklinga til að gera út togara frá
íslenskri höfn, þ.e. togarann Utopia
frá Hafnarfirði, en skömmu síðar,
eða árið 1905, kom fyrsti íslenski
togarinn Coot sem einnig var gerð-
ur út frá Hafnarfirði.
Pike Ward var áhrifamesti erlendi
gestur á Íslandi fyrir og eftir alda-
mótin 1900, sannkallaður Íslands-
vinur. Honum var veittur stórridd-
arakross hinnar íslensku fálkaorðu
árið 1936 fyrir framlag sitt á mörg-
um sviðum. Meðal annars safnaði
hann ýmsum merkum gripum hér á
landi og eru þeir, um 400 talsins, nú
í vörslu Þjóðminjasafns Íslands.
Síðast en ekki síst tók Pike Ward
myndir hér á landi, m.a. Akranesi.
Margar þeirra eru einstakar. Ein
þeirra birtist hér í meðfylgjandi
grein, en efalaust eiga fleiri eftir
að birtast. Leiða má að því líkum
að einn maður á Akranesi hafi orð-
ið fyrir áhrifum frá Ward, öðrum
fremur. Þetta er Magnús Ólafsson,
einn frægasti ljósmyndari á Íslandi
um þetta leyti. Magnús var faktor
fyrir thomsensverslun á Akranesi
fyrir og um aldamótin 1900. Það
þarf ekki að efa að eftir að þeir
félagarnir höfðu gert sín viðskipti
með fisk, salt og fleiri vörur, þá
hafi Pike Ward sýnt Magnúsi tæki
sín og tól við ljósmyndunina, og
kennt honum ýmsa þá tækni sem
var áberandi í myndum Magnúsar
á sínum tíma.
Meðfylgjandi texta setti ég sam-
an og legg hér út frá ljósmynd Pike
Ward frá 1893.
Fyrsta tukthúsið og
fleiri hús á Akranesi
Fundargerð: Sunnudaginn 17.
ágúst 1884 var hreppsnefnd Akra-
neshrepps kölluð saman vegna
fangaklefa og voru fjórir mættir,
en þrír komu ekki; var þessi fundur
eingöngu haldinn til að gjöra frek-
ari ráðstöfun með klefa er ætlaður
væri til að setja inn menn er væru
óskikkanlegir og hafði hrepps-
nefndin veturinn sem leið beiðst
250 króna styrk af landsjóði á móts
við 50 króna af sveitarsjóði til þess-
arar byggingar.
Fékkst styrkurinn með þessu
skilyrði. til að nota styrkinn og fá
byggingunni framgengt var ákveð-
ið að byggja þegar húsið, 6 al. langt
og 4 al. breitt, klætt með járni að
utan, traust en þó sem ódýrast og
var Jörundur smiður fenginn til að
smíða klefana, og umsamið að út-
svar hans síðastliðið ár, 25 krónur,
skyldi duga fyrir smíðalaununum,
og gekkst hann fúslega inn á það.
Fleira kom ekki fyrir, og var svo
fundi slitið (sign.)
Fangageymslur með fjórum sam-
byggðum klefum voru þá byggðar
á Akranesi. Hengilás var á hverjum
klefa fyrir sig og loftgat. Fangaklef-
arnir voru á gatnamótum Vestur-
götu og Skólabrautar (áður Skírn-
isgötu). Á myndinni er séð eftir
Skólabraut, húsið Mörk til hægri,
nýlega byggt (1889). Fjær eru bæj-
arhúsin í Lykkju með fiskhjalli næst
götu.
Gatnakerfið
Á árinu 1893, þegar Pike Ward,
fiskikaupmaður og ljósmyndari,
steig fyrst í land á Akranesi, voru
þar fáar umferðargötur, heldur
troðnir stígar eða troðningar milli
húsa. Það var helst Bárugatan sem
átti eftir að verða sögufræg fyrir að
vera fyrsta lagða gatan; en þannig
var að árið 1894 eða 1895 var dreg-
inn þar að landi hvalur, sem fannst
á floti og hafði hann í sér skutul frá
hvalveiðiskipi Ellefsens í Önund-
arfirði. Skutullinn helgaði honum
hvalinn og átti hann því skutulshlut
í honum. Ellefsen gaf sinn hlut til
vegagerðar í þorpinu, og var þetta
“undirlag” þessa nýja vegar. Gekk
vegurinn í fyrstu undir nafninu
“Hvalvegur” og “Nýistígur”.
Þegar fyrsta skipulag kauptúns-
ins Akraness var staðfest 16. des-
ember1927 þótti þáverandi hrepps-
nefnd rétt að gefa götum nöfn og
númera húsin. Fyrir löngu höfðu
þá nokkrar götur fengið heiti en
aðrar ekki, eða a.m.k. ekki viður-
kennt heiti. Var það sjónarmið að
lokum ráðandi að taka sem flest
nöfn úr fornmálinu, þó með nokkr-
um undantekningum, því ekki þótti
fært að kasta þeim nöfnum, sem
mesta og varanlegasta hefð höfðu
hlotið. Fyrir 1927 voru til nokkur
götuheiti: Breiðargata, Aðalgata,
Strandgata, Vesturgata, Suðurgata,
Laufásvegur, Aðalbólsstígur, Suð-
urvallastígur, Vallarstræti, Kirkju-
bæjargata og Sýsluvegur.
Aðalgata var hugtak sem gaf til
kynna að þar væru búðir bæjar-
ins, ýmis þjónusta, samkomustaðir
og annað sem væri íbúunum sam-
eiginlegt. Víða erlendis, þegar
bæir mynduðust, báru götur þeirra
nöfnin “Main-Street, High Street
eða jafnvel Fore Street”.
Aðalgata á Akranesi var núver-
andi Bárugata ásamt Vesturgötu að
Skólabraut og Skólabrautin, Kirkju-
brautin að Skagabraut og Skaga-
brautin. Sýsluvegur tók síðan við af
núverandi Skagabraut. Strandgata
var núverandi Bakkatún. Laufás-
vegur var núverandi Háteigur. Að-
albólsstígur var núverandi Melteig-
ur. Suðurvallastígur var núverandi
Akurgerði. Vallarstræti var núver-
andi Merkigerði og Kirkjubæjar-
gata var efri hluti núverandi Kirkju-
brautar, þ.e. frá Skagabraut og upp
úr. Frá og með 1. janúar 1947 voru
síðan enn og aftur samþykkt ný
götuheiti og nöfn torga, sem gilda
enn þann dag í dag. Óbreytt voru
Breiðargata, Bárugata, Suðurgata
og Vesturgata.
Húsin á myndinni
Á ljósmynd Pike Ward af fyrsta
tukthúsinu, frá 1893, sést til hægri
húsið Mörk, sem var byggt 1889
við troðninga sem lágu í áttina til
Garða. Við þessa sömu troðninga
eða götu, sem nú heitir Skólabraut,
var fyrsti bærinn byggður 1875, það
var Lykkja, sem einnig sést á mynd-
inni ásamt þurrkhjalli. Mörkin,
þetta litla hús, er fyrst kallað Akra-
nes, eins og fleiri hús um það leyti,
sem ekkert sérstakt nafn var gefið.
Einnig var það kallað Sveinshús.
Árið 1891 fær húsið nafnið Mörk.
Eigandi er Sveinn Guðmunds-
son, f. á Elliða í Staðarsveit 1859,
d. 1938. Sveinn stundaði verslun
frá unga aldri, var verslunarstjóri
thors Jensen á Akranesi, fram-
kvæmdastjóri Kaupfélags Borg-
firðinga 1909-14, rak síðan eigin
verslun, m.a. bókaverslun. Starfaði
í góðtemplarareglunni og að öðr-
um menningarmálum. Hreppstjóri
Ytri-Akraneshrepps frá 1921 um
árabil. Sæmdur riddarakrossi fálka-
orðunnar. Kona Sveins var Metta
Steinunn Hansdóttir Hoffmann,
systir Péturs Hoffmanns, þess er
byggði Hoffmannshús. Þau Sveinn
og Metta eignuðust þrjár dætur, elst
var Petrea, kennari og bóksali, þá
Ingunn, húsmóðir, eiginkona Har-
aldar Böðvarssonar, útgerðarmanns
og yngst var Matthildur, ráðskona.
Þegar Sveinn byggir þetta hús,
kaupir hann mjög stóra lóð úr Ný-
lendulandi. Löngu seinna kaupir
Sveinn svo Efri-Götu eignina, en
á þeirri lóð var byggt hið stóra hús
við Skólabraut 2-4, Bræðraborg. Á
hinni upphaflegu Merkurlóð hafa
þessi hús einnig verið byggð: Hús
Petreu Sveinsdóttur, Efri-Mörk,
“bakaríið”, næsta hús þar fyrir ofan
Húsin við upphaf byggðar á Akranesi
Pike Ward - maðurinn með myndavélina
Ásmundur Ólafsson
Akranes Gaol, fyrsta tukthúsið á Skaganum. Það stóð þar sem gamli skóla-
bletturinn var síðar, við Vesturgötuna, gegnt rakarastofunni sem nú er þar; þ.e.
á mótur Skólabrautar og Vesturgötu. Fangageymslur með fjórum sambyggðum
klefum. Hengilás var á hverjum klefa fyrir sig og loftgat. Fangaklefarnir voru á
gatnamótum Vesturgötu og Skólabrautar, áður Skírnisgötu. Sér eftir Skólabraut,
húsið Mörk til hægri, nýlega byggt (1889). Fjær eru bæjarhúsin í Lykkju með fisk-
hjalli næst götu. Ljósmynd tekin af Pike Ward, sennilega árið 1893.
Ljósmyndasafn Akraness.
Akranes um 1900.
Útsýni yfir Lambhúsasund til
Vesturflasar. Mynd tekin úr
kirkjuturninum af Magnúsi
Ólafssyni. (Varðveitt á Ljós-
myndasafni Akraness).
Brunnur, niðurgrafið 1.
vatnsból hjá Mörk
Mörk (byggt 1889)2.
Efri-Gata3.
Neðri-Gata4.
Læknishúsið, Vesturgata 5.
40
Georgshús, Vesturgata 6.
38
Hoffmannshús, Vestur-7.
gata 31
Sennilega Árnabúð8.
Sennilega Nýibær9.
Bakaríið10.
Litla-Grund11.
Sennilega útihús12.
Gamla-Grund13.
Böðvarshús (við 14.
Bakkatún)
Verslunarhús Böðvars 15.
Þorvaldssonar