Skessuhorn


Skessuhorn - 28.10.2020, Page 51

Skessuhorn - 28.10.2020, Page 51
MIÐVIKUDAGUR 28. oKtÓBER 2020 23 Síðastliðið vor auglýsti Land- græðslan eftir samstarfi við áhuga- sama landeigendur um endurheimt votlendis á jörðum þeirra. Starfs- menn Landgræðslunnar heim- sóttu landeigendur og mátu hvort svæðin uppfylltu þau skilyrði sem Landgræðslan setur fyrir slíku. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Landgræðslunnar. Í framhaldi þeirrar vinnu voru svæði kortlögð og ýmsar athuganir gerðar, svo sem athugun á vatnsrennsli, kortlagning skurða og fleira. Í framhaldi af því voru svæði kortlögð og ýmsar athuganir gerðar og drónamyndir teknar. Ýmist voru verktakar úr heimabyggð fengnir til verksins eða þau unnin af landeig- endum sjálfum. „Í þeirri vinnu má helst nefna athugun á vatnsrennsli til og frá svæðunum, kortlagningu allra skurða og svæða á milli þeirra, innsetningu vatnshæðarröra til að mæla breytingar á grunnvatns- stöðu ásamt drónamyndatökum,“ segir í frétt um málið á vef Land- græðslunnar. Ýmist voru verktakar úr heimabyggð fengnir til verksins eða landeigendur unnu það sjálfir. Þá hafa verktakar á Snæfellsnesi einnig aðstoðað Landgræðsluna við þróun verklags við endurheimt votlendis. Frá sunnanverðu Snæfellsnesi bárust þrjár umsóknir frá landeig- endum og vildi svo heppilega til að tvær þeirra jarða liggja saman. Það svæði er samtals um 100 hektarar að stærð og er því stærsta samfellda votlendissvæði sem hefur verið endurheimt hjá Landgræðslunni. „Á svona stóru svæði eru aðstæður fjölbreyttar og úrlausnarefnin mörg og vonir standa til þess að reynslan sem safnast við verkefnið muni nýt- ast vel í áframhaldandi vinnu,“ seg- ir á vef Landgræðslunnar. Verktak- ar verða þar að störfum út nóvem- ber, ef veður leyfir, en hingað til hefur veður verið gott á sunnan- verðu Nesinu. kgk Votlendi endurheimt á sunnanverðu Snæfellsnesi. Ljósm. Landgræðslan. Stærsta endurheimta votlendissvæðið er á sunnanverðu Snæfellsnesi og svo Haukaberg, sem nú telst við Merkurteig 4. Árin 1884-1889 býr Sveinn ásamt fjölskyldu sinni í Hoffmannshúsi, en á meðan hús- ið var í smíðum átti hann heima í Georgshúsi, en flytur í hið nýja hús haustið 1889. Nýja húsið Mörk Árið 1906 rífur Sveinn svo hið gamla hús og byggir nýtt hús á sama stað, en það er miklu stærra. Það byggði Ólafur smiður Þorsteinsson í Hall- dórshúsi. Húsið var ein hæð, hátt undir loft, á góðum steinsteypt- um kjallara, og með góðu porti og risi. Í nokkrum hluta hússins var frá 1908 einnig sölubúð Kaupfélags Borgfirðinga, meðan Sveinn var kaupfélagsstjóri, en eftir að hann lét af því starfi 1914, hafði hann þar sína eigin verslun, sem hann mun hafa rekið fram undir 1930. Eftir lát Sveins 1938, keypti Árni Árna- son héraðslæknir húsið ásamt smá lóðarparti. Á árinu 1942 selur dr. Árni, Valdimar Kristmundssyni, skipstjóra, hálft húsið, og er því þá nokkuð breytt og gert til góða. Árni læknir selur svo Valdimar allt hús- ið 1946, og byggir sér nýtt hús við Arnarholt 3. Margar fjölskyldur bjuggu síðar í þessu myndarlega húsi, m.a. Pálmi Sveinsson, skipstjóri og Matthild- ur Árnadóttir, Elías Benediktsson, skipstjóri og Ólína Ólafsdóttir, Magnús Þorsteinsson, bifreiðastjóri og María Jakobsdóttir, Ragnar Er- lendsson, verkstjóri og Jónína Elí- asdóttir, Skarphéðinn Árnason, sjó- maður og Ragnheiður Björnsdótt- ir og fleiri. Það urðu síðan enda- lok hins myndarlega húss, Mörkin, Skólabraut 8, að brenna til kaldra kola árið 1986. Lykkja Þar byggir fyrst bæ um 1877 Ingi- magn Eiríksson frá Breiðinni. Bú- stýra hans var Guðný Sigurðardótt- ir. Ingimagn drukknar árið 1890 í beitufjöruferð vestur á Mýrar. Árið 1892 kemur að Lykkju Helgi Guðbrandsson (1864-1945) ásamt konu sinni Guðrúnu Illugadóttur frá Lambhaga. Helgi var húsmað- ur í Lykkju 1893-1923, átti heima í Reykjavík eftir það. Sjómaður á skútu á meðan hann var á Akranesi. Þau hjón eignuðust þrettán börn. Bæjarhúsin í Lykkju voru síðar rif- in, nýtt hús byggt 1916, og stendur það enn, við Skólabraut 20. Þau hjón Helgi og Guðrún fluttu alfarin til Reykjavíkur árið 1924. Bjuggu þau fyrst á Laufásvegi 18. tvö af börnum þeirra, þau Hólm- fríður og tryggvi kaupa þá húsið við Grundarstíg 10 (hús Hannesar Hafstein, ráðherra). Hólmfríður eignaðist síðan helming hússins en systir hennar Anna hinn helming- inn. Bjuggu foreldrar þeirra þar hjá þeim en Guðrún andaðist 1944 og Helgi 1945, eins og áður sagði. Eftir Helga kemur að Lykkju Þor- steinn Benediktsson frá Hvassafelli í Norðurárdal og kona hans Sig- ríður Helgadóttir frá Lambhúsum og Litlabæ. Þau bjuggu í Lykkju, Þorsteinn til dd. 1934, en Sigríður nokkuð lengur. Þau áttu þrjú börn saman, en auk þess átti Þorsteinn einn son. Það mun hafa verið 1938 sem Árni Gíslason bifreiðastjóri kaupir Lykkju. Hann var fæddur á Hellis- sandi. Kona hans var Þórey Hann- esdóttir Guðnasonar frá Sjávarborg. Þau áttu saman þrjú börn. Þau búa í Lykkju frá 1940-47. tveir bræður, Hrólfur og Þórður Jónssynir búa síðan í Lykkju. Þórður ásamt konu sinni Skarpheiði Gunnlaugsdótt- ur og tveim dætrum frá 1948-55 og Hrólfur ásamt konu sinni Guð- rúnu Jónsdóttur ásamt 8 börnum frá 1947-80. Margir hafa búið í Lykkju síðan þetta var. Lykkja átti lengi Sjóbúð eða skemmu á bakk- anum fyrir neðan Nýhöfn. Úr dagbókum Sveins í Mörk Sveinn Guðmundsson var mik- ill reglumaður. Nærtækasta dæm- ið um það eru dagbækur hans, sem hann hélt samfellt frá 1. janú- ar 1887, svo að segja án þess dag- ur félli úr. Upphaflega virðist sem markmið Sveins með dagbókar- haldinu hafi fyrst og fremst verið að skrá veðurlag, sjóferðir og fisk- irí þó svo ýmislegt annað hafi flotið með. Hér eru smá dæmi: 21. nóv. 1888 gerði hér aftaka- veður með foráttubrimi. Við að- eins hálffallinn sjó gekk hann miklu lengra á land en elstu menn mundu. Enda brotnuðu þá mörg skip og bátar, jafnvel þau sem búið var að færa undan sjó áður. Þá braut mikið af Grenjunum. 5. mars 1889 var fundur í Görð- um. 123 vildu hafa prestinn í Skag- anum, 62 í Görðum. 112 vildu hafa kirkjuna í Skaganum, en 59 í Görðum. Á hvítasunnu 9. júní 1889 blíðalogn og gott veður. Full kirkja 60-80 manns of mikið og 150 manns stóðu úti. 24. mars 1894 er samþykkt á safn- aðarfundi að færa kirkjuna í Skag- ann. Í maí 1894 stendur: Verslun var góð við Ward. Hann seldi salt á 3,00, kol á 3,50, olíufatið á 22,00, tjörukagga á 26,00. Hann keypti fiskinn fyrir þessar vörur og pen- inga og borgaði fiskinn með 34 kr. skpd. mjög blautan. (Ath. hér er átt við Pike Ward, fiskikaupmann og ljósmyndara). Aðfararnótt 28. des. 1894. ofsa- rok, gekk sjór langt á land upp. tók af veginn vestur á Bakka. Skemmdi tún, en skip sakaði lítið. Ásmundur Ólafsson tók saman Heimildir: Akranesið (Ólafur B. Björnsson), Borgirzkar æviskrár, Ljósmyndasafn Akra- ness o.fl. Úr fundargerð Akraneshrepps frá 1884 þar sem til umfjöllunar var bygging fangaklefa. (Heimild: Héraðsskjalasafn Akraness).

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.