Skessuhorn


Skessuhorn - 28.10.2020, Blaðsíða 54

Skessuhorn - 28.10.2020, Blaðsíða 54
MIÐVIKUDAGUR 28. oKtÓBER 202026 Hvaða vikudagur er bestur og af hverju? Spurning vikunnar (Spurt í síma) Ketilbjörn Benediktsson „Föstudagur, því þá er að koma helgi og svona.“ Eyjólfur M. Eyjólfsson „Mánudagur því þá er maður svo úthvíldur og sprækur eftir helgarfríið og föstudagur því þá er maður fullur tilhlökkunar því það er að koma helgarfrí.“ Bragi Þór Svavarsson „Ég held að miðvikudagur sé bestur því þá sést í báða enda.“ Guðfinna Þorgeirsdóttir „Föstudagur, af því þá er frí framundan.“ Körfuknattleikssamband Ís- lands hefur gefið út leiðbeining- ar um endurræsingu keppnistíma- bils Domino‘s og 1. deilda eft- ir stopp vegna sóttvarnarráðstaf- ana yfirvalda. Nefnast leiðbeining- arnar „Aftur á parketið“. Leiðbein- ingarnar eru unnar í samvinnu við heilbrigðisteymi KKÍ og fræðasam- félagið, en meðal annars er byggt á endurræsingar leiðbeiningum FIBA. „Aftur á parketið er hugsað sem eins konar leiðarvísir eða leið- beiningar til þeirra félaga sem þurfa að koma afreksíþróttamönnum sín- um aftur í gang eftir það æfinga- stopp sem hefur verið á höfuðborg- arsvæðinu síðustu vikurnar. Það er von þeirra er að þessari vinnu koma að þessar leiðbeiningar geti liðsinnt aðildarfélögum KKÍ við að skipu- leggja sína leið aftur á parketið,“ segir í tilkynningu. Stjórn KKÍ ákvað á fundi sínum 22. október sl. breytingar á fyrir- komulagi bikarkeppni karla. Um- ræddar breytingar ná ekki yfir bik- arkeppni kvenna þar sem konurnar fara beint í 16 liða úrslit. Ákvörðun stjórnar snýr að því að ógilda þann bikardrátt er fram fór 1. október sl. og leika sérstaka undankeppni 1. deildarliða að 16 liða úrslitum bikarkeppni KKÍ, en öll tólf lið Domino’s deildar karla fara beint í 16 liða úrslit keppninnar. Þetta þýðir að lið úr 2. og 3. deild karla taka ekki þátt í bikarkeppninni þetta tímabilið. „Það stefnir í þétt- ara leikjaprógram í Domino’s og 1. deildum karla og kvenna eftir þær samkomutakmarkanir sem verið hafa í gildi síðustu vikur, en við það fækkar mögulegum leikdögum bik- arkeppninnar. Stjórn KKÍ tók því þá erfiðu ákvörðun að gera þessar breytingar á bikarkeppninni sem gilda aðeins þetta tímabilið og eiga aðeins við um bikarkeppni karla.“ Nánar á vef KKÍ. mm Ungmennafélag Grundarfjarð- ar vinnur þessa dagana að því að koma á fót rafíþróttadeild. Bæjar- ráð Grundarfjarðarbæjar samþykkti síðastliðinn fimmtudag að verja 1,5 milljón króna til endurbóta á kjall- ara Grundargötu 30, þar sem Arion banki var áður til húsa, svo ung- mennafélagið geti staðið þar fyr- ir rafíþróttastarfi. „Hugmyndin er að stofna rafíþróttadeild í samstarfi við Grundarfjarðarbæ, sem ætlar að hjálpa okkur með húsnæði,“ segir Sigríður G. Arnardóttir, formaður UMFG, í samtali við Skessuhorn. „Þetta er allt í vinnslu þessa dag- ana en núna fara hjólin að snúast aðeins meira þegar búið er að sam- þykkja endurbætur á húsinu. Stefn- an er sett á að í byrjun janúar verði húsnæðið klárt með öllum tækjum og tólum sem þarf til að stunda raf- íþróttir,“ bætir Sirrý við. Rafíþróttir hafa verið í tölu- verðum vexti bæði hérlendis sem og erlendis undanfarin ár. Skipu- lagt starf rafíþróttadeilda er til að mynda þegar hafið hjá allnokkrum íþróttafélögum hér á landi og Raf- íþróttasamtök Íslands voru stofnuð árið 2018, með það að markmiði að vekja athygli á og styðja við þróun greinarinnar hérlendis. Sirrý segir að stjórn UMFG hafi velt því fyrir sér um hríð að koma á fót rafíþrótta- deild í Grundarfirði. „Ástæðan fyrir því að við erum að starta rafíþrótta- deild er til að koma til móts við fjölbreytileika iðkenda. Við höfum tekið eftir því að þegar iðkendur ná ákveðnum aldri eiga þeir til að detta úr hefðbundnu íþróttastarfi,“ segir hún. „okkur datt einnig í hug að með rafíþróttum gætum við ef til vill náð til þeirra sem hefðbundið íþróttastarf hentar ekki. Auk þess er Fjölbrautaskóli Snæfellinga hér í Grundarfirði og vonandi verður þetta til þess að við náum til fleiri krakka á aldrinum 16 til 20 ára,“ segir Sirrý að endingu. kgk Minningarsjóður Lovísu Hrund- ar afhenti á föstudag tveggja millj- óna króna styrk til Brautarinnar, bindindisfélags ökumanna, vegna endurnýjunar á Veltibílnum. Fé- lagið hefur undanfarin 25 ár not- að Veltibílinn til að vekja athygli landsmanna á mikilvægi bílbelta og hafa 362 þúsund manns far- ið hring í bílnum á þeim tíma, að því er fram kemur í tilkynn- ingu á vef Brautarinnar. Baráttan fyrir umferðaröryggi hefur verið hornsteinn í starfsemi félagsins frá stofnun þess árið 1953. Fram kem- ur í tilkynningunni að Veltibíllinn hafi verið það tæki sem best hafi nýst til að koma á almennri bíl- beltanotkun landsmanna. „Við erum gríðarlega þakk- lát fyrir stuðning Minningarsjóðs Lovísu Hrundar við endurnýj- un á Veltibílnum. Félagið bygg- ir á sjálfboðaliðum og án stuðn- ings sem þessa væri einfaldlega ekki hægt að keyra svona öflugt forvarnarverkefni sem Veltibíll- inn er,“ segir Páll H. Halldórsson, stjórnarformaður Brautarinnar, í tilkynningunni. Það var Jóhannes Kr. Kristjáns- son, formaður stjórnar Minning- arsjóðs Lovísu Hrundar, sem af- henti forsvarsmönnum Brautar- innar styrkinn á föstudag. Hann segir verkefni Brautarinnar mik- ilvæg í baráttunni gegn ölvunar- akstri og fyrir umferðaröryggi al- mennt. „Stjórn Minningarsjóðs Lovísu Hrundar hefur mikla trú á forvarnarverkefnum Brautarinnar gegn ölvunarakstri og fannst mik- ilvægt að styðja sérstaklega endur- nýjun á Veltibílnum sem þúsundir barna um allt land hafa farið í og prófað,“ segir Jóhannes og óskar Brautinni velfarnaðar í fornvarn- arstarfi sínu í framtíðinni. kgk Keppt í rafíþróttum. Ljósm. Unsplash.com. Rafíþróttadeild í pípunum hjá UMFG Endurræsa körfuboltatímabilið Páll H. Halldórsson og Einar Guðmundsson, stjórnarmenn í Brautinni, taka við styrknum úr hendi Jóhannesar Kr. Kristjáns- sonar, formanns stjórnar Minningarsjóðs Lovísu Hrundar. Ljósm. Brautin/ Guðmundur Karl Einarsson. Styrkir endurnýjun Veltibílsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.