Skessuhorn


Skessuhorn - 28.10.2020, Qupperneq 55

Skessuhorn - 28.10.2020, Qupperneq 55
MIÐVIKUDAGUR 28. oKtÓBER 2020 27 „Sumir hlutir fást ekki keyptir úti í búð, ekki einu sinni í nýjustu vef- verslunum. Þar á meðal eru hreysti og heilsa.“ Þannig hefjast skilaboð frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands á samfélagsmiðlum, und- ir yfirskriftinni #verumhraust. ÍSÍ hvetur alla landsmenn til að sýna frumkvæði og sköpunargleði við að efla líkamlega og andlega heilsu sína, nú á tímum kyrrsetu og tíma- bundinna takmarkana. Hreyfingu má stunda á ýmsum stöðum og með ýmsum hætti, utan dyra og innan. Þar má nefna göngutúra, útihlaup, styrktaræfingar, stafagöngur, fjalla- ferðir, línuskauta, hjólreiðar, sjó- sund, heimajóga eða þolfimi, svo aðeins fáein dæmi séu tekin. „Þeg- ar takmörkunum á íþróttastarfsemi hefur verið aflétt hvetjum við lands- menn svo til að prófa hinar ýmsu greinar skipulagðrar íþróttastarf- semi, en innan ÍSÍ eru 33 sérsam- bönd og þar eru stundaðar yfir 50 viðurkenndar íþróttagreinar,“ segir í tilkynningu frá sambandinu. Hvatningarátakinu er hrundið af stað vegna heimsfaraldurs kórón- uveirunnar og heilbrigðisyfirvöld hafa lagt ríka áherslu á að þjóðin stundi almenna hreyfingu, því gott heilsufar skiptir máli í baráttunni við smitsjúkdóma. „En átakið hef- ur ekki síður það langtímamarkmið að markviss hreyfing verði hluti af daglegu lífi sem allra, allra flestra,“ segir í tilkynningunni. „Það má bæta heilsuna með því að þora, nenna og vilja. Athugaðu mögu- leikana í kringum þig, taktu tillit til eigin þarfa og getu og njóttu þess að beita kröftum, fimi og seiglu. Vellíðanin sem fylgir er óviðjafnan- leg og betri heilsa eykur lífsgæði.“ kgk Knattspyrnufélag ÍA hefur samið við tvo unga og efnilega markverði, þá Loga Má Hjaltested og Árna Marinó Einarsson. Báðir eru þeir að skrifa undir sína fyrstu samninga við Skagaliðið. Logi Már er fæddur árið 2005 og kemur inn í meistaraflokk í gegnum yngri flokka starf ÍA. Hann samdi við félagið til ársloka 2023. Árni Marinó er fæddur árið 2002, en hann gekk til liðs við ÍA árið 2018. Hann hefur leikið með 2. flokki ÍA og meistaraflokki Skalla- gríms. kgk/ Ljósm. KFÍA. Skallagrímskonan Sigrún Sjöfn Ámundadóttir hefur verið valin í landslið kvenna sem tekur þátt í undankeppni EM á næstunni. Ís- land leikur í A-riðli undankeppn- innar sem spilaður verður í Her- aklion á eyjunni Krít á Grikklandi 8.-15. nóvember næskomandi. Sig- rún Sjöfn er reynslumesta lands- liðskonan í hópnum og á að baki 53 landsleiki. Íslenska liðið flýgur út laugardaginn 7. nóvember en leik- dagar verða 12. og 14. nóvember, Leikirnir í undankeppninni hjá öllum liðum í nóvember áttu að vera heima og að heiman en hefur nú verið breytt fyrir alla riðla í ein- angraða leikstaði, svipað og NBA deildin gerði vestanhafs þegar tímabilið var klárað í Disney World í Flórída. glh/ Ljósm. Skallagrímur. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir spilar með Skallagrími í Domino’s deild kvenna. Sigrún Sjöfn í landsliðs- hópnumHægt er að stunda hreyfingu á ýmsum stöðum og með ýmsum hætti. Ljósm. úr safni/ arg. Landsmenn hvattir til að huga að heilsunni Samið við tvo markverði Hettupeysur fáð� verðtilboð fyrir þin� hóp www.smaprent.is • smaprent@smaprent.is • sími 666-5110 Ef verslað er fyrir 10.000 kr eða meira er enginn sendingarkostnaður! www.smaprent.is 900 kr/stk Verð áður 1.290 kr/stk 1.290 kr/stk 1.500 kr/stk Verð áður 2.990 kr/stk 990 kr/stk 400 kr/stk Verð áður 1.990 kr/stk 1.990 kr/stk 1.490 kr/stk Elís� w w w .s m ap re n t. is TI LB O Ð SH O R N Við sendum út um alLt LAND!

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.