Morgunblaðið - 03.12.2020, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2020
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Í vor var settur mikill kraftur í að
þróa nýja vöru úr lýsi sem talin var
geta hamlað veirusmiti og kom hún
á markað um það leyti. Niðurstöður
rannsóknar í Bandaríkjunum sýnir
að lýsi að við-
bættum fríum
fitusýrum eyði-
leggur veirur
með skilvirkum
hætti.
„Þetta verkefni
er unnið í sam-
starfi við Lipid
pharmaceuticals
þar sem frábærir
vísindamenn
standa að baki.
Varan var send í rannsóknir til
Bandaríkjanna þar sem henni var
beitt á frumuræktun. Niðurstöð-
urnar sýndu fram á það að okkar
vöru, sem innihélt annars vegar eitt
prósent og hins vegar tvö prósent
af fríum fitusýrum, tókst að vinna á
99,99% af kórónuveirunni, SARS
COV-2,“ segir Katrín Pétursdóttir,
framkvæmdastjóri Lýsis hf.
Mögulega á næsta ári
„Þessar niðurstöður segja okkur
að virknin er töluvert mikil og þá er
næsta skref að prófa virknina á
fólki og það er að fara í gang núna.“
Slíkar klínískar rannsóknir eru for-
senda þess að vita með afgerandi
hætti hver virknin er á veiru í
mannfólki, að sögn Katrínar sem þó
viðurkennir að í faraldursástandinu
sem nú ríkir geti verið erfitt að
komast að með slíkar rannsóknir.
„En góðu fréttirnar eru þær að það
er búið að samþykkja að rann-
sóknin fari í ferli hér heima og ég
hugsa að niðurstöður komi fljótlega
á nýju ári.“
Hún telur mikilvægt að minnast á
að í raun sé ekki um að ræða ný
vísindi. „Menn hafa vitað það í þrjá-
tíu ár að fríar fitusýrur hafa deyð-
andi áhrif á veirur og bakteríur.
Þannig að þetta getur verið mjög
nytsamlegt efni og það er kannski
þess vegna sem við hugsum oft til
þess þegar flensur fara að ganga að
muna að taka lýsi,“ útskýrir hún.
Spurð hvort salan á árinu hafi
aukist á þessum faraldurstímum
segir hún svo vera en bendir þó á
að yfirgnæfandi meirihluti fram-
leiðslunnar er fluttur úr landi. „Við
erum bara í mjög góðri stöðu.“
Tekið úr og bætt við
„Ég vil árétta það að þessi nýja
vara okkar er ekki eins og lýsið
heldur höfum við framleitt fríar
fitusýrur og bætt þeim í lýsið til að
auka hlutfall þeirra í vörunni,“ segir
Katrín. Margir kunna að velta því
fyrir sér hvers vegna þurfi mikla
vinnslu á lýsi með tilheyrandi vinnu
og kostnaði. Katrín segir hins vegar
málið ekki svo einfalt, staðreyndin
sé einfaldlega sú að til þess að upp-
fylla nútímaframleiðslustaðla á
neysluvöru þurfi að meðhöndla lýsið
til að mæta reglugerðum um hrein-
leika afurðarinnar.
Á árum áður hafa misgóðar fram-
leiðslu- og geymsluaðferðir gert það
að verkum að meira var um fríu
fitusýrurnar í lýsinu, en þá hafi
bragðið verið heldur áberandi og
jafnvel fráhrindandi fyrir neyt-
endur nú til dags. Þetta sé því besta
og öruggasta leiðin til að mæta
kröfum markaðarins, að sögn Katr-
ínar.
„Við þurfum að mæta þeim kröf-
um sem til okkur eru gerðar af
hálfu yfirvalda og uppfylla staðla
fyrir vöruna,“ útskýrir Katrín. „Síð-
an þarf að framleiða fitusýrurnar
og bæta þeim við þannig að þær
verði eitt til tvö prósent af innihald-
inu. Það framleiðsluferli er nokkuð
dýrt, þannig að þetta verður ekki
sambærilegt og lýsið sem er úti í
búð heldur er þetta með meiri
virkni gegn vágestum eins og til að
mynda Covid og öðrum veirum,“
segir framkvæmdastjórinn.
Tækifæri í landbúnaði
Spurð hvort til standi að þróa
frekari vörur á grundvelli þessara
rannsókna segir hún svo vera.
„Vissulega höfum við horft til þess
að framleiða fleiri vörur sem gætu
gagnast fólki.“ Þá sé jafnframt til
skoðunar að nýta þessa þekkingu í
sambandi við framleiðslu vara fyrir
landbúnaðinn og vísar Katrín til
þess að fríar fitusýrur sem bætt er
við fóður geti hugsanlega dregið úr
veirusýkingum í búfé. Vísar hún til
þess að margir bændur hafi um
langt skeið gefið sínum dýrum lýsi.
Katrín segir jafnframt sífellt
fleiri erlendis átta sig á eiginleikum
frírra fitusýra sem má finna í lýsi
og vísar meðal annars til stórrar
rannsóknar sem framkvæmd var
nýverið í Noregi.
Fitusýrur úr lýsi eyða kórónuveiru
Eyddu 99,9% af kórónuveiru á rannsóknarstofu með fríum fitusýrum Næsta skref klínískar rann-
sóknir, segir framkvæmdastjóri Lýsis hf. Leyfi til að hefja rannsóknarferli í Evrópu þegar í hendi
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Fjársjóður Fitusýrur sem leynast í þorskalýsi geta eytt bakteríum, veirum og sumum sveppum.
Katrín
Pétursdóttir
„Venjulegt lýsi og venjulegar fitur eru þríglýseríð, þar sem er ein glýse-
rólsameind og þrjár fitusýrur. En ef þú klýfur þær upp þannig að fitusýr-
urnar verða fríar drepa þær bæði ýmsar bakteríur og ýmsar veirur. Þetta
var rækilega sýnt fram á af Halldóri Þormar og samstarfsmönnum hans,
þannig að það hefur legið fyrir í mörg ár að fríar fitusýrur eyðileggja svo-
kallaðar hjúpaðar veirur, það eru veirur sem eru með fituhimnuhjúp í
kringum sig. Til dæmis herpesveirur, RS-veirur og kórónuveirur,“ var haft
eftir Einari Stefánssyni, prófessor í læknisfræði við Háskóla Íslands, í
Morgunblaðinu í vor. Þá var ekki búið að rannsaka áhrifin á kórónuveir-
una en nú er búið að sannreyna kenninguna.
Þekking legið fyrir í mörg ár
RÆÐST AÐ FITUHIMNUHJÚP VEIRA
Afurðaverð á markaði
1. des. 2020, meðalverð, kr./kg
Þorskur, óslægður 446,05
Þorskur, slægður 473,05
Ýsa, óslægð 290,45
Ýsa, slægð 296,35
Ufsi, óslægður 164,51
Ufsi, slægður 183,38
Gullkarfi 322,37
Blálanga, óslægð 280,00
Blálanga, slægð 320,97
Langa, óslægð 246,04
Langa, slægð 263,20
Keila, óslægð 41,64
Keila, slægð 77,03
Steinbítur, óslægður 333,21
Steinbítur, slægður 494,53
Skötuselur, slægður 764,75
Grálúða, slægð 492,95
Skarkoli, slægður 545,49
Þykkvalúra, slægð 1.048,51
Langlúra, óslægð 244,00
Sandkoli, óslægður 141,00
Bleikja, flök 1.445,00
Gellur 1.255,44
Grásleppa, óslægð 7,00
Hlýri, óslægður 197,00
Hlýri, slægður 444,16
Lúða, slægð 521,60
Lýsa, óslægð 47,08
Lýsa, slægð 78,00
Rauðmagi, óslægður 14,00
Skata, slægð 59,81
Stóra brosma, slægð 20,00
Stórkjafta, slægð 10,93
Undirmálsýsa, óslægð 183,38
Undirmálsýsa, slægð 53,00
Undirmálsþorskur, óslægður 271,16
Undirmálsþorskur, slægður 209,09
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum