Morgunblaðið - 03.12.2020, Page 32

Morgunblaðið - 03.12.2020, Page 32
32 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2020 Bretar samþykkja bóluefnið  Hyggjast hefja bólusetningar strax í næstu viku  Ítalir og Japanar munu bjóða upp á ókeypis bólusetningar  Rússar treysta á Spútník 5-bóluefnið Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Breska lyfjaeftirlitið samþykkti í gær notkun og dreifingu á bóluefni Pfizer og BioNTech. Urðu Bretar þar með fyrsta þjóðin til þess að heimila notkun bóluefnisins í barátt- unni gegn kórónuveirunni. Einungis er um ár liðið frá því að veiran kom fyrst upp, og hefur bólu- efnið því verið þróað á undraskömm- um tíma. June Raine, yfirmaður eft- irlitsins, fullvissaði hins vegar Breta um að í engu hefði verið skorið af kröfum um öryggi þegar samþykki stofnunarinnar var veitt. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði að samþykkið væri undanfari bólusetningarherferðar, sem myndi á endanum leyfa Bretum að endurheimta líf sitt og fá hjól at- vinnulífsins til að snúast á ný. Stefn- ir ríkisstjórnin að því að um 800.000 skammtar verði komnir í dreifingu sem fyrst, jafnvel strax í næstu viku. Matt Hancock, heilbrigðisráð- herra Bretlands, fagnaði niðurstöð- unni og sagði gærdaginn, „dag til að minnast á ári til að gleyma“. Lagði Hancock þó áherslu á að Bretar yrðu áfram að fylgja þeim sótt- varnareglum sem nú væru í gildi. Umdeildar sóttvarnareglur Breskir stjórnmálaskýrendur telja að Johnson og ríkisstjórn hans vonist til þess að samþykkt bóluefn- isins muni færa honum aukinn póli- tískan styrk, sér í lagi þar sem nú- verandi sóttvarnareglur, þar sem landinu er skipt í sóttvarnarhólf eft- ir því hversu alvarleg staðan er, hafa reynst umdeildar og óvinsælar. Til marks um það má nefna að breska þingið samþykkti nýjustu út- gáfu þeirra í fyrrakvöld með 291 at- kvæði þingmanna Íhaldsflokksins, en 60 þingmenn hans greiddu at- kvæði gegn tillögunum. Frumvarpið náði því aðeins fram að ganga þar sem Keir Starmer, leiðtogi Verka- mannaflokksins, skipaði þingmönn- um sínum að sitja hjá við afgreiðslu málsins. Væntanlegt bóluefni hefur einnig glætt vonir utan Bretlands, og til- kynntu stjórnvöld á Ítalíu í gær að allir ítalskir ríkisborgarar myndu eiga kost á ókeypis bólusetningu gegn kórónuveirunni. Þá samþykkti japanska þingið frumvarp þar sem kveðið var á um ókeypis bólusetn- ingu fyrir japanska þegna. Roberto Speranza, heilbrigðisráð- herra Ítalíu, sagði í gær að loksins væri hægt að sjá ljós við enda gang- anna. Brýndi hann hins vegar fyrir fólki að enn þyrfti að gæta varúðar. „Ekki láta sem fyrsta glætan af sól- arljósi þýði að hættan sé liðin hjá,“ sagði Speranza. „Ef við höldum ekki vöku okkar bíður þriðja bylgjan handan við hornið.“ Rússar heimila bólusetningar Vladimír Pútín Rússlandsforseti skipaði í gær rússneskum embætt- ismönnum að hefja almennar bólu- setningar fyrir lok næstu viku, en Rússar hafa þróað sitt eigið bóluefni gegn kórónuveirunni, Spútník 5. Greindu þeir í síðustu viku frá frum- niðurstöðum þriðja stigs prófana á efninu, sem þeir sögðu sýna 95% virkni gegn veirunni. Spútník-efnið hefur hins vegar ekki lokið prófunum og hafa heil- brigðisyfirvöld á Vesturlöndum goldið varhug við notkun efnisins. Rússnesk stjórnvöld segja þó að efn- ið hafi sýnt sig og sannað, en þegar hafa rúmlega 100.000 manns verið bólusettir með því. Í tilskipun Pútíns kemur fram að kennarar og heil- brigðisstarfsfólk eigi að vera fremst í röðinni þegar kemur að bólusetn- ingum, en að öðru leyti verður öllum Rússum gefinn kostur á því að vera bólusettir, og verður bólusetningin ókeypis. Ólíkt bóluefnum Pfizers og Bio- NTech annars vegar og bóluefni Moderna hins vegar, sem bæði treysta á svonefnt mRNA til þess að framkalla mótefnamyndun, notar Spútník 5 erfðabreyttar adenóveirur til þess að ferja mótefnavaka yfir í líkamann. Öll bóluefnin þrjú eiga það þó sammerkt að sá sem fær það þarf að fá tvo skammta með 21 dags millibili svo að fullri virkni sé náð. Bóluefni AstraZeneca og Oxford- háskóla, sem náði að meðaltali um 70% virkni í sínum prófunum, bygg- ist á sömu aðferð og Spútník-efnið. Nokkrar vonir eru bundnar við bóluefni AstraZeneca, sér í lagi í þróunarríkjum, þar sem það verður mun ódýrara í framleiðslu og auð- veldara í dreifingu en mRNA-bólu- efnin. Spurningar hafa hins vegar vakn- að um niðurstöðu prófana á því bólu- efni, þar sem greint var frá því í síð- ustu viku að sumir í þátttökuhópnum hefðu fengið of litla skammta í fyrra skiptið, en á sama tíma sýndi sá hópur hærri virkni gegn veirunni. AFP Bóluefni Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, virðir fyrir sér bóluefni AstraZeneca og Oxford-háskóla. Bretar ætla að hefja bólusetningar í næstu viku, að vísu þó með annað bóluefni, sem þróað var af Pfizer og BioNTech. Bill Barr, dóms- málaráðherra Bandaríkjanna, lýsti því yfir í fyrrinótt að ekki hefðu fundist nein merki um skipulögð kosn- ingasvik af þeirri stærðargráðu að þau hefðu getað breytt niðurstöðum forsetakosning- anna 3. nóvember síðastliðinn. Yfirlýsing Barrs er í andstöðu við afstöðu Donalds Trumps, fráfarandi Bandaríkjaforseta, sem hefur haldið því fram að um stórfelld svik hafi verið að ræða, sem hafi kostað sig sigur í lykilríkjum eins og Michigan, Pennsylvaníu, Georgíu, Arizona og Wisconsin. Hefur framboð Trumps höfðað hátt í fimmtíu dómsmál í þessum ríkjum og fleirum, en meginþorra þeirra hefur þegar verið vísað frá eða hafnað vegna algjörs skorts á sönnunargögnum sem lögð hafa ver- ið fram fyrir rétti. „Einhver verður skotinn“ Aukinn órói er nú innan Repúblik- anaflokksins vegna þessarar veg- ferðar forsetans, sem jafnvel hefur leitt til líflátshótana gagnvart þeim repúblikönum sem ekki hafa viljað taka undir ásakanir hans um svindl. Repúblikaninn Gabriel Sterling, yfirmaður kosningamála í Georgíu- ríki, hélt sérstakan blaðamannafund í fyrrinótt til þess að verjast ásök- unum um að hann eða aðrir í kjör- stjórn hefðu stundað kosningasvik í þágu Joe Biden, verðandi forseta. Hvatti Sterling Trump til þess að stíga upp og tala gegn hótunum sem hefðu borist þeim sem unnu við framkvæmd kosninganna. „Hættu að hvetja fólk til þess að mögulega fremja ofbeldisverk. Einhver á eftir að meiðast, einhver verður skotinn, einhver verður myrtur. Og það er ekki rétt,“ sagði Sterling. Segir eng- in merki um svindl Bill Barr  Trump hvattur til að lægja öldurnar Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is Komdu í BÍLÓ! Mercedes Benz C300e 4matic AMG line 2020 Erummeð glæsileg eintök af þessum stórskemmtilega bíl til sýnis og sölu. Eknir frá 5-15 þkm. Bensín og rafmagn (plug in hybrid), drægni 50 km. Sjálfskiptir, fjórhjóladrifnir (4matic). AMG line innan og utan. Stafræntmælaborð, leiðsögukerfi o.fl. Nokkrir litir í boði. VERÐ frá 7.990.000 Audi A3 E-tron Design 2018 Erummeð glæsileg eintök af þessum vinsæla bíl til sýnis og sölu. Eknir frá 8-31þkm. Bensín og rafmagn (plug in hybrid), drægni 44 km. Sjálfskiptir, framdrifnir. Stafræntmælaborð, leiðsögukerfi, 18“ álfelgur o.fl. Nokkrir litir í boði. VERÐ frá 4.390.000 Sjón er sögu ríkari, sýningarbílar á staðnumog reynsluakstur í boði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.