Morgunblaðið - 03.12.2020, Blaðsíða 50
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2020
ELITE
hvíldarstólar
3 tegundir
3 möguleikar
Anelin leður allan hringinn
3 litir
Teg. ALEX
Teg. Charles
Teg. CHARLES
Teg. WILLJAM
Húsgagnaverslunin Nýform ehf. • Strandgata 24 • Sími 565 4100 • nyform@nyform.is • www.nyform.is
N Ý F O R M
H Ú S G A G N A V E R S L U N
Komið og skoðið úrvalið
Opið virka dag
a
11-18
laugardaga
11-15
Teg. WILLJAM
Sultað rauðkál fyrir jólin
1 rauðkál (ca 1 ½ kg)
1 laukur
2 epli
75 g andafita eða smjör
1 tsk. negull, malaður
1 tsk. allrahandakrydd
½ tsk. pipar
1 ½ dl rauðvín
½ dl balsamikedik
1 appelsína
2 ½ dl rifsberjasaft
1 ½ dl edik
1 tsk. salt
½ dl sykur
1. Saxið rauðkálið. Skerið lauk í þunnar
sneiðar. Afhýðið eplin og skerið í þunna báta.
2. Látið smjörið í pott og steikið rauðkál,
lauk og epli þar til það er farið að mýkjast.
3. Setjið kryddin saman við ásamt rauðvíni
og balsamikediki. Hrærið vel saman og látið
malla í 15 mínútur.
4. Fínrífið börkinn af appelsínunni og látið
saman við ásamt safa úr appelsínunni.
5. Látið þá edik, berjasaft, salt og sykur
saman við. Látið malla í 1 klst.
6. Setjið rauðkálið í krukku og þegar hættir
að gufa úr rauðkálinu setjið þá lokið á.
Geymið í kæli í allt að mánuð.
Ljósmynd/Berglind Guðmundsdóttir
Magnað meðlæti Rauðkál
er margbreytilegt og hentar
afar vel sem meðlæti.
Sjúklega gott sultað jólarauðkál
Ef eitthvert meðlæti er nauðsynlegt á
hátíðarborðið þá er það rauðkál. Hér
hefur Berglind Guðmunds á GRGS.is
sultað það og við mælum heilshugar
með því að þið prófið þetta meðlæti
sem er hér tekið upp í nýjar hæðir.
Jógúrtin er grísk með bökuðum eplum og
kanil og kemur í fallegum glerkrukkum.
Jólajógúrtin kemur einungis í takmörk-
uðu upplagi en hún hefur verið vinsæl í alls
kyns eftirrétti á borð við skyrkökur, pav-
lóvur og annað gúrmei sem desertunn-
endur þessa lands elska. Dressingar úr
jólajógúrt hafa einnig slegið í gegn en gott
er að búa til létta jóladressingu með salati
til að stemma stigu við kjötáti hátíðanna.
Takmarkað upplag Jólajógúrtin er fram-
leidd í takmörkuðu upplagi ár hvert og
markar upphaf jólaundirbúningsins í huga
margra.
Jólajógúrtin
frá Örnu komin
í verslanir
Vinsælasta jógúrt landsins,
sjálf jólajógúrtin frá Örnu, er
komin í verslanir en í huga
margra er koma jólajógúrt-
arinnar upphaf jólahátíðarinnar.