Vinnan - 01.05.1966, Page 86
84
U
innan
Agnar Þórísson
alsteinn Jónsson Baldursheimi, rit-
ari, Ingimar Brynjólfsson Ásláks-
stöSum gjaldkeri og Guðmundur
Rósinkarsson Kjarna varaform.
Stofnendur voru nokkrir verka-
menn og bændur í Arnarneshreppi.
Ingólfur Guðmundsson Arnarnesi
og Jón Sigurðsson þáverandi erind-
reki Alþýðusambandsins áttu
mestan þátt í stofnun félagsins.
Lengst hefur verið formaður fé-
lagsins Baldvin Sigurðsson Hjalt-
eyri, í 7 ár alls.
Félagssvæðið nær samkvæmt lög-
um félagsins yfir Arnarneshrepp í
Eyjafjarðarsýslu.
í Alþýðusambandið gekk félagið
strax, eða fljótlega eftir stofnfund.
Félagsmenn eru nú um 30.
Núverandi stjórn félagsins skipa:
Agnar Þórisson, form., Brynjar
Ragnarsson, Gunnar Ragnarsson
og Sig. Júl. Larsen.
Verkalýðsfélag Vestmannaeyja
Verkalýðsfélag Vestmannaeyja
var stofnað 9. desember árið 1939
í húsi K.F.U.M. og K. í Vestmanna-
eyjum. Fyrsti formaður var Páll
Þorbjörnsson. Aðrir í stjórn voru
Pétur Guðjónsson, Guðmundur
Sigurðsson, Guðmundur Helgason
og Bjarni Bjarnason.
Varastjórn: Bergsteinn Jónasson,
Jóhannes H. Jóhannesson, Frið-
finnur Finnsson.
Inntökugjald var ákveðið ein
króna, en árgjald tíu krónur.
Stofnendur og aðalhvatamenn
voru Jón Sigurðsson þáverandi er-
indreki A.S.Í., Elías Sigfússon o. fl.
Páll Þorbjörnsson
Formenn hafa lengst verið Ágúst
Þórðarson og Sigurjón V. Guð-
mundsson (5 ár hvor).
Félagssvæðið er Vestmannaeyjar.
Félagið gekk í A.S.Í. árið 1939,
á stofnfundi félagsins.
Félagið hefir reynt eftir mætti að
gæta hagsmuna félagsmanna. Þá
hefir það einnig látið ýmis önnur
málefni sig varða, t. d. gerðist fé-
lagið árið 1950 aðili að byggingu
skipbrotsmannaskýlis á Faxaskeri.
Ennfremur studdi það dagheimili
barna, sem rekið var nokkur sum-
ur, áður en núverandi dagheimili
var stofnað.
1953—1954 hafði félagið forgöngu
að því, að fá hingað flutta mjólk
og að neytendur hér fengju mjólk
Engilbert Á. Jónasson
með sama verði og hún var seld í
Reykjavík, en áður var mjólk seld
hér dýrari og mjög takmörkuð.
í félaginu eru nú um 200 félags-
menn.
Núverandi stjórn skipa:
Engilbert Á. Jónasson, formaður,
Hermann Jónsson, Jón Sigurðsson,
Bjarni Bjarnason og Stefán Guð-
mundsson.
Rakarasveinafélag Reykjavíkur
Félagið var stofnað 30. janúar
árið 1927.
Fyrsti formaður þess var Þor-
bergur Ólafsson.
Aðrir í fyrstu stjórn félagsins
voru þessir menn:
Aron Guðbrandsson, síðar kaup-
hallarstjóri, ritari, Skúli Eggerts-
son frá Bolungarvík, gjaldkeri.
Varastjórnina skipuðu:
Ólafur G. Jónsson, Bjarni Jó-
hannesson, Haraldur Ámundiusson.
Stofnendur voru aðeins 9, nefni-
lega þessir:
Skúli Eggertsson, Aron Guð-
brandsson, Þorbergur Ólafsson,
Elias Jóhannesson, Ólafur G. Jóns-
son, Bjarni Jóhannesson, Haraldur
Ámundíusson, M. L. Andersen, Sig-
urjón Sigurgeirsson.
Lengst hefur verið formaður
Gísli Einarsson.
Félagssvæðið samkvæmt lögum
félagsins er lögsagnarumdæmi
Reykjavíkur.
í Alþýðusambandið gekk félagið
9. febrúar árið 1940.
Félagsmenn í Rakarasveinafélagi
Reykjavíkur eru nú 16.
Þorbergur Ólafsson