Vinnan - 01.05.1966, Page 106

Vinnan - 01.05.1966, Page 106
Vilborg Auðunsdóttir undirrita þá. Önnur félög voru bundin, en fengu sömu lagfæringu síðar. Árið 1959 varð 8 daga verkfall vegna síldarsamninga. Að því stóðu nokkur félög, en samstaðan rofn- aði. Akranesfélagið náði samning- um við Harald Böðvarsson. Fram- kvæmdastjóri A.S.Í. samdi fyrir Hafnarfjarðarkonur, án samráðs við Keflavíkurkonur. Verkakvenna- félag Keflavíkur og Njarðvíkur varð því að heyja baráttuna eitt sér. — Eftir 8 daga verkfall var samið hjá sáttasemjara, og hafði félagið sitt fram í aðalatriðum. Ýmislegt i sambandi við þessa deilu er með því eftirminnilegasta í sögu félagsins og harla lærdómsríkt. Auk samstarfsins við verka- kvennafélögin suðvestanlands, hef- ur félagið jafnan haft mikið og náið samstarf við Alþýðusamband íslands. Þó að félaginu sé ekki skipt í deildir, eru margskonar starfshóp- ar í félaginu, sem vinna hjá ýms- um atvinnurekendum, og hefur fé- lagið því auk aðalkjarasamnings- ins gert marga kjarasamninga. Þrátt fyrir það, sem að framan er sagt, hafa þeir oftast tekizt, án þess að til verkfallsátaka hafi þurft að koma. Ýmis mál, sem hér verða ekki rakin, önnur en kaupgjaldsmálin, hefur félagið látið til sín taka. Félagskonur eru nú 340. Núverandi félagsstjórn skipa: Vilborg Auðunsdóttir, form., Eva Bryndís Ingvadóttir, Alda Jens- dóttir, Jóna Þorfinnsdóttir og Guð- rún I. Eiríksdóttir. ---------- i/innan -------------- Verkalýðsfélag Breiðavíkurhrepps Félagið er stofnað 20. júní árið 1954 á Arnarstapa. Fyrsti formaður þess var Hjört- ur Valdimarsson. Aðrir í fyrstu stjórn með honum voru Stefán Hallgrímsson ritari, Kristbjörn Guðlaugsson gjaldkeri og Kristgeir Kristinsson varaform. Meðstjórnandi var Sigvaldi Júlíuss. Á stofnfundi gengu í félagið 26 manns. — Voru Hjörtur Valdi- marson, Stefán Hallgrímsson og Kristgeir Kristinsson aðalhvata- menn að stofnun félagsins. Formaður félagsins hefur lengst verið Hálfdán Hannibalsson, eða frá 1956—1961. Félagssvæðið er Breiðavíkur- hreppur. Hjörtur Valdimarsson Hallsteinn Haraldsson Helgi Vigfússon Félaginu var veitt innganga í Alþýðusamband íslands á 24. þingi þess, árið 1954. Félagið hefur oftast náð samn- ingum átakalítið í skjóli annarra félaga og með hjálp Alþýðusam- bandsins. Félagsmenn eru nú um tuttugu. Núverandi stjórn félagsins skipa: Hallsteinn Haraldsson form., Ingólfur Guðmundsson, Kristbjörn Guðlaugsson, Bjarni Kristinsson og Guðmundur Alfreðsson. Verzlunarmannafélag Árnessýslu Verzlunarmannafélag Árnessýslu, var stofnað 25. maí 1954. Félagið var stofnað í Iðnaðarmannahúsinu á Selfossi. Fyrsti formaður var kjörinn Helgi Vigfússon, Eyrabakka. Aðrir í fyrstu stjórn: Sigfús Sig- urðsson, Páll Sigurðsson, Ólafur Ólafsson, Hörður Guðlaugsson. Aðalhvatamaður að stofnun fé- lagsins var Helgi Vigfússon, þá- verandi útibússtjóri Kaupfélags Árnesinga á Eyrarbakka. Stofnendur voru alls 65. Lengst hefur gegnt formanns- störfum Sigfús Sigurðsson, alls í 5 ár. Félagssvæði Verzlunarmannafé- lags Árnessýslu er Árnessýsla öll að undanteknum Stokkseyrar- hreppi. Félagið gekk í Alþýðusamband íslands haustið 1954. Merkasta atburð í sögu félags- ins munum við telja undirritun fyrstu kjarasamninga félagsins við
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Vinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.