Vinnan - 01.05.1966, Blaðsíða 55
Sigurrós Sveinsdóttir
í Alþýðusambandið gekk það 12.
marz 1926.
í kaupgjaldsmálum hefur félag-
ið haft náið samstarf við Verka-
kvennafélagið Framsókn í Reykja-
vík og önnur verkakvennafélög og
þá eigi síður við Verkamannafélag-
ið Hlíf í Hafnarfirði.
Er nú aðeins eftir endasprettur-
inn, til þess að konur fái launa-
jafnrétti við karla.
Eitt af því merkasta, sem félagið
hefur gert á sviði félagsmála, er
stofnun Dagheimilis barna i Hafn-
arfirði árið 1933. Og hefir félagið
starfrækt heimilið síðan.
í félaginu eru nær 650 konur.
Núverandi stjórn skipa:
Sigurrós Sveinsdóttir formaður,
Guðbjörg Guðjónsdóttir, Guðríður
Elíasdóttir og Málfríður Stefáns-
dóttir.
Verkalýðsfélagið Brynja, Þingeyri
Félagið er stofnað í þinghúsinu
19. október 1926 og hlaut þá nafn-
ið Verkalýðsfélag Þingeyrar.
Fyrsti formaður þess var kjör-
inn Sigurður Fr. Einarsson kenn-
ari. Ritari var Jón Guðmundsson
og gjaldkeri Ólafur Magnússon.
Meðstjórnendur voru Kristján H.
Jóhannsson og Brynjólfur Einars-
son.
Björn Blöndal Jónsson, erindreki
Alþýðusambandsins, boðaði til
fundar 18. október 1926. Ekki sést í
fundargerð, hvort Alþýðusamband-
ið hefur átt frumkvæði að þeirri
sendiför. En ekki er ólíklegt, að
heimamaður eða heimamenn hafi
u
innan
53
óskað þess, að Alþýðusambandið
sendi hingað erindreka sinn þess-
ara erinda. Fáum dögum áður en
félagið var stofnað gerðist það á
Þingeyri, að gjaldþrota varð stærsta
atvinnufyrirtækið á Þingeyri, —
Bræðurnir Proppé.
Lengst allra hefur Sigurður E.
Breiðfjörð verið formaður félags-
ins, eða í 25 ár.
Félagssvæðið er Dýrafjörður.
Ekki sést í gjörðabókum félags-
ins, hvenær félagið gekk í Alþýðu-
sambandið, en þann 7. nóv. 1926
er kosinn fulltrúi á Alþýðusam-
bandsþing.
Félagið breytti nafni 15. desem-
ber 1935, var þá samþykkt heitið
Verkalýðsfélagið Brynja.
Rétt er að geta þess hér, að hinn
12. febrúar 1908 var stofnað verka-
mannafélag á Þingeyri. Það félag
nefndist „Verkamannafélag Þing-
eyrar“. — Fundarboðandi var Jó-
hannes hreppstjóri Ólafsson.
Fyrstu stjórn þess skipuðu Jó-
hannes Ólafsson, Benjamín Bjarna-
son, Ólafur G. Kristjánsson, Guðni
Guðmundsson og Kristján Kristj-
ánsson. Síðar eru skráðir 102 félags-
menn og 55 aukafélagar.
Síðasti fundur í þessu félagi er 5.
febrúar 1910. Þá átti félagið 140,90
krónur í sjóði. — Þannig var að-
fanginn í dýrfirzkri verkalýðsbar-
áttu, en neistinn lifði og tendraði
logann 19. nóvember 1926, þegar
aftur var haldið af stað, svo sem
fyrr segir.
Margs er að minnast, og skal
þetta nefnt: Pöntunarfélagið Dýri
er stofnað 20. janúar 1929. Starf
þess drýgði talsvert naumar tekj-
ur félagsmanna. Stundum pantaði
það vörur beint frá útlöndum. Dýri
opnaði sölubúð í apríl 1939, hætti
störfum (innan verkalýðsfélagsins)
21. jan. 1940. Starfaði áfram sem
pöntunarfélag verkamanna nokk-
ur ár.
Sjúkrasjóður félagsins stofnaður
22. febrúar 1931. Hann var 1. jan.
1965 kr. 101.783,70. Veittir styrkir
úr sjóðnum á sama tíma kr.
59.105,00.
Snörp átök urðu 1933 við bygg-
ingu brúar á Sandaá. Verkstjórinn
ætlaði aðeins að borga 50—60 aura
á klst. en tímakaup félagsins var
80 aurar. Samþykkt var 13. okt.
1933 að almennur vinnutaxti gilti
við brúarsmíðina. Síðan auglýsti
félagsstjórnin verkbann á alla efn-
isflutninga frá Þingeyri að Sandaá,
þar til kaup Brynju hefði verið
viðurkennt. Verkbannið stóð
nokkra daga, og lauk deilunni með
því, að unnið skyldi samkvæmt
samningum félagsins.
Stofnað var verkalýðsfélagsdeild
í Haukadal 21. janúar 1936 í barna-
skólahúsinu þar. Deildin hét
Skjöldur, og mættu á stofnfundi
28. — Skjöldur hætti störfum 21.
janúar 1953 og gengu deildarfélag-
ar þá í aðalfélagið Brynju.
í félaginu eru nú um 120 félags-
menn.
Núverandi stjórn skipa:
Guðmundur Friðgeir Magnús-
son form., Björn Jónsson, Ingi S.
Jónsson, Helgi Brynjólfsson og Her-
mann Bjarnason.
Guðm. Friðgeir Magnússon