Vinnan - 01.05.1966, Page 55

Vinnan - 01.05.1966, Page 55
Sigurrós Sveinsdóttir í Alþýðusambandið gekk það 12. marz 1926. í kaupgjaldsmálum hefur félag- ið haft náið samstarf við Verka- kvennafélagið Framsókn í Reykja- vík og önnur verkakvennafélög og þá eigi síður við Verkamannafélag- ið Hlíf í Hafnarfirði. Er nú aðeins eftir endasprettur- inn, til þess að konur fái launa- jafnrétti við karla. Eitt af því merkasta, sem félagið hefur gert á sviði félagsmála, er stofnun Dagheimilis barna i Hafn- arfirði árið 1933. Og hefir félagið starfrækt heimilið síðan. í félaginu eru nær 650 konur. Núverandi stjórn skipa: Sigurrós Sveinsdóttir formaður, Guðbjörg Guðjónsdóttir, Guðríður Elíasdóttir og Málfríður Stefáns- dóttir. Verkalýðsfélagið Brynja, Þingeyri Félagið er stofnað í þinghúsinu 19. október 1926 og hlaut þá nafn- ið Verkalýðsfélag Þingeyrar. Fyrsti formaður þess var kjör- inn Sigurður Fr. Einarsson kenn- ari. Ritari var Jón Guðmundsson og gjaldkeri Ólafur Magnússon. Meðstjórnendur voru Kristján H. Jóhannsson og Brynjólfur Einars- son. Björn Blöndal Jónsson, erindreki Alþýðusambandsins, boðaði til fundar 18. október 1926. Ekki sést í fundargerð, hvort Alþýðusamband- ið hefur átt frumkvæði að þeirri sendiför. En ekki er ólíklegt, að heimamaður eða heimamenn hafi u innan 53 óskað þess, að Alþýðusambandið sendi hingað erindreka sinn þess- ara erinda. Fáum dögum áður en félagið var stofnað gerðist það á Þingeyri, að gjaldþrota varð stærsta atvinnufyrirtækið á Þingeyri, — Bræðurnir Proppé. Lengst allra hefur Sigurður E. Breiðfjörð verið formaður félags- ins, eða í 25 ár. Félagssvæðið er Dýrafjörður. Ekki sést í gjörðabókum félags- ins, hvenær félagið gekk í Alþýðu- sambandið, en þann 7. nóv. 1926 er kosinn fulltrúi á Alþýðusam- bandsþing. Félagið breytti nafni 15. desem- ber 1935, var þá samþykkt heitið Verkalýðsfélagið Brynja. Rétt er að geta þess hér, að hinn 12. febrúar 1908 var stofnað verka- mannafélag á Þingeyri. Það félag nefndist „Verkamannafélag Þing- eyrar“. — Fundarboðandi var Jó- hannes hreppstjóri Ólafsson. Fyrstu stjórn þess skipuðu Jó- hannes Ólafsson, Benjamín Bjarna- son, Ólafur G. Kristjánsson, Guðni Guðmundsson og Kristján Kristj- ánsson. Síðar eru skráðir 102 félags- menn og 55 aukafélagar. Síðasti fundur í þessu félagi er 5. febrúar 1910. Þá átti félagið 140,90 krónur í sjóði. — Þannig var að- fanginn í dýrfirzkri verkalýðsbar- áttu, en neistinn lifði og tendraði logann 19. nóvember 1926, þegar aftur var haldið af stað, svo sem fyrr segir. Margs er að minnast, og skal þetta nefnt: Pöntunarfélagið Dýri er stofnað 20. janúar 1929. Starf þess drýgði talsvert naumar tekj- ur félagsmanna. Stundum pantaði það vörur beint frá útlöndum. Dýri opnaði sölubúð í apríl 1939, hætti störfum (innan verkalýðsfélagsins) 21. jan. 1940. Starfaði áfram sem pöntunarfélag verkamanna nokk- ur ár. Sjúkrasjóður félagsins stofnaður 22. febrúar 1931. Hann var 1. jan. 1965 kr. 101.783,70. Veittir styrkir úr sjóðnum á sama tíma kr. 59.105,00. Snörp átök urðu 1933 við bygg- ingu brúar á Sandaá. Verkstjórinn ætlaði aðeins að borga 50—60 aura á klst. en tímakaup félagsins var 80 aurar. Samþykkt var 13. okt. 1933 að almennur vinnutaxti gilti við brúarsmíðina. Síðan auglýsti félagsstjórnin verkbann á alla efn- isflutninga frá Þingeyri að Sandaá, þar til kaup Brynju hefði verið viðurkennt. Verkbannið stóð nokkra daga, og lauk deilunni með því, að unnið skyldi samkvæmt samningum félagsins. Stofnað var verkalýðsfélagsdeild í Haukadal 21. janúar 1936 í barna- skólahúsinu þar. Deildin hét Skjöldur, og mættu á stofnfundi 28. — Skjöldur hætti störfum 21. janúar 1953 og gengu deildarfélag- ar þá í aðalfélagið Brynju. í félaginu eru nú um 120 félags- menn. Núverandi stjórn skipa: Guðmundur Friðgeir Magnús- son form., Björn Jónsson, Ingi S. Jónsson, Helgi Brynjólfsson og Her- mann Bjarnason. Guðm. Friðgeir Magnússon
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Vinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.