Vinnan - 01.05.1966, Side 23

Vinnan - 01.05.1966, Side 23
innan Alþýðusambands - stjórn kjörin 1954 á íyrsta íundi sín um. ur lítiö framboð á vinnuafli í samanburði við eftir- spurn. Atvinnuleysi var því litið nema á vissum árs- tímum. Félögum í Alþýðusambandinu fjölgaði mjög á þessu tímabili. Samkvæmt skýrslu sambandsstjórnar árið 1930 voru í sambandinu 28 almenn verkalýðsfélög, og var félagatala 5485 — 2 iðnfélög með 135 félags- menn og 6 jafnaðarmannafélög með 332 félagsmenn. Samtals voru því það ár 36 félög í sambandinu með samtals 5952 félagsmenn. Árið 1930 lögðust þung óveðursský heimskreppunn- ar yfir ísland og mörkuðu tímamót í hagsögu þjóð- arinnar. Breyttist þá skyndilega öll aðstaða verka- manna í kjarabaráttu þeirra. í stað þess að sækja á eins og á undanförnum árum, urðu þeir nú að fara í vörn. Á árunum 1930—1932 varð geysilegt verðfall á flestum vörum og kaupmáttur launa steig að sama skapi. Varð verðlagsbreyting þessi því mjög hagstæð fyrir verkamenn. Öðru máli gengdi um sjómenn á fiskiskipum, þar eð hlutaráðning var algengasta fyrir- komulag um launagreiðslur til þeirra. Atvinnurekend- ur gerðu þá yfirleitt kröfur um að laun væru færð niður til samræmis við hið lækkaða verðlag. Það bætti mjög aðstöðu þeirra að atvinnuleysi varð yfir- leitt afar mikið og hélzt allt fram á árið 1940. Á tíma- bilinu 1930—1940 var yfirleitt mikil kreppa og átök oft hörð milli verkamanna og atvinnurekenda. í launabaráttunni sjálfri tókst verkamönnum oft furðu vel að halda velli og unnu jafnvel á í sumum til- fellum, en vegna hins mikla atvinnuleysis voru kjör margra þeirra mjög bágborin, enda heyrði það þá til fríðinda að hafa fasta og örugga atvinnu, en aðeins lítill hluti verkamanna naut slíkra forréttinda. Hinar hörðu deilur, sem urðu á þessu tímabili, verða ekki raktar hér; það yrði of langur kapítuli. Þó skal drepið á hin eftirminnilegustu átök, er urðu á öllu þessu tímabili. Gerðust þeir atburðir um sumarið og haustið 1932. Þá hugðust atvinnurekendur í Reykjavík koma á almennri launalækkun og tóku það ráð að beita bæjarstjórninni fyrir sig; meiri hluti hennar var skipaður sjálfstæðismönnum. Var því ákveðið að bæjarstjórnin skyldi ríða á vaðið og lækka tímakaup verkamanna í bæjarvinnu úr 1,36 kr. í 1 krónu. Væri atvinnurekendum hægur eftirleik- urinn, ef það tiltæki næði fram að ganga. Þegar í júlí urðu róstur í sambandi við kröfugöngu verka- manna til bæjarstjórnar, þar sem hún sat á fundi og kaupgjaldsmál og atvinnubótavinna var til umræðu. Voru þá nokkrir menn handteknir en var brátt aftur sleppt úr haldi. Hinn 9. nóvember var svo haldinn fundur í bæjarstjórn, og kom þar fram tillaga um kauplækkun þá er að framan greinir. Var það á allra vitorði að hún myndi verða samþykkt. Fjölmenntu verkamenn mjög á fund þennan, er hófst kl. 10 árdeg- is, og safnaðist brátt mikill mannfjöldi fyrir utan hús- ið. Þar eð vitað var fyrir að verkamenn myndu fjöl- menna á fund þennan og búizt við að til óeirða gæti komið, var mikill viðbúnaður hafður. Var gjörvallri lögreglunni stefnt þangað, svo og mikilli sveit sjálf- boðaliða, er verkamenn kölluðu hvítliða. Þegar bæjar- stjórnin fór að ræða launalækkunarmálið, tóku menn að reyna að ryðjast inn í húsið; varð þar mikil há- reysti og ys. Hugðist þá lögreglan reka mannfjöldann frá hús.nu og tókst þar harður bardagi. Beitti lögregl- an óspart kylfum gegn verkamönnum, en þeir höfðu engin barefli og var leikurinn því ójafn í fyrstu. Héð- inn Valdemarsson var þá fulltrúi verkamanna í bæjar- stjórn og var inni í fundarsalnum er orustan hófst. Tók hann þá það ráð, sem frægt er orðið, að hann braut stóla í fundarsalnum og kastaði stólbrotunum út til verkamanna, er nú fengu vopn í hönd gegn kylfum lögreglumanna. Bardaginn stóð skamma hríð og lauk með fullkomnum sigri verkamanna. Var lögreglan algerlega óvíg að orrustu lokinni, sömu- leiðis hjálparsveitir hennar, hvítliðarnir; bæjarstjórn- arfundurin leystist upp. Allmargir særðust í bardag- anum, þ. á m. einn lögregluþjónn til örkumla. Sú
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Vinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.