Vinnan - 01.05.1966, Blaðsíða 82

Vinnan - 01.05.1966, Blaðsíða 82
80 u innan ótta og stundum háð all snarpa glímu. Félagssvæðið var í fyrstu Ólafs- víkurhreppur, en nær nú yfir Ól- afsvíkur- og Fróðárhreppa. Strax eftir stofnunina gekk fé- lagið í Alþýðusamband íslands. Félagsmenn eru nú hátt á þriðja hundrað. Lengst hefur verið formaður „Jökuls“ Kristján Jensson, en nú- verandi formaður er Elínbergur Sveinsson. Með honum í stjórn eru: Guðni Sumarliðason, Guðbjartur Guðbjartsson, Örn Ottósson og Sveinbjörn Þórðarson. Verkalýðs og sjómannafélag Djúpavogs Félagið er stofnað 2. júlí árið 1937 í gamla barnaskólanum á Djúpavogi. Fyrsti formaður þess var Sigur- geir Stefánsson frá Hamri í Ham- arsfirði. Með honum voru í fyrstu stjórn- inni Ásbjörn Karlsson Geysi, Djúpavogi ritari, og Hlöðver Lúð- víksson Sunnuhvoli gjaldkeri. — Stofnendur voru rétt um 30. Helztu forvígismenn að stofnun félagsins munu hafa verið þeir Sigurgeir Stefánsson og Ásmundur Guðnason frá Borg á Djúpavogi ásamt nokkrum fleiri áhugamönn- um um verkalýðsmál. — Þessir menn báðir unnu ósleitilega að málum félagsins, meðan þeirra naut við. Félagssvæðið nær yfir Djúpa- Sigurgeir Stefánsson Kristján Sturlaugsson vogskauptún og Hálsþorpsbæi, eða hina fornu Hálsþinghá. Félagið gekk í Alþýðusambandið 9. ágúst árið 1937. Fátt hefur gerzt stórtíðinda í sögu félagsins. Þó urðu á fyrstu árum þess nokkur átök út af kaup- gjaldsmálum. Verkföll hafa ekki orðið oft — þó einum þrisvar sinn- um — en stóðu stutt í hvert sinn. Djúpivogur er gamall verzlunar- staður. Þangað var sótt verzlun úr Skaptafellssýslu og ofan af Fljóts- dalshéraði. Hin danska einokun var hér í almætti. Og af hinum dönsku, tóku við íslenzkir faktor- ar, sem þjónuðu auðmjúklega und- ir sína dönsku húsbændur, en hugsuðu næsta lítið um kjör þeirra eyrarvinnumanna, sem strituðu með þungar byrðar í þeirra þágu. — Þeir skömmtuðu verkamönnum launin, og sáu um, að þau væru sízt of há. Og þessir herrar réðu líka vinnutímanum, og höfðu ekki þungar áhyggjur þó langur yrði. Á slíkum stöðum uröu miklar breytingar, þegar verkamenn tóku ráðin í sínar hendur. Og var þess þá skammt að bíða, að yfir birti og kjör manna bötnuðu verulega. Ásbjörn Karlsson, nú búsettur á Steinstöðum á Djúpavogi, mun lengst hafa verið formaður félags- ins. Hann hefur jafnan verið ó- trauður áhugamaður um verkalýðs- mál. Félagsmenn eru nú um 80. Núverandi stjórn skipa: Snjólfur Björgvinsson formað- ur, Jón Sigurðsson ritari, Eiríkur Hlöðversson gjaldkeri. Verkalýðsfélagið Valur, Búðardal Félagið er stofnað 23. maí árið 1937. Fyrsti formaður þess var Kristj- án Sturlaugsson kennari, nú á Siglufirði. í fyrstu stjórn með honum voru: Sæmundur Bjarnason og Þor- steinn Jóhannsson. Aðalhvatamaður að stofnun fé- lagsins mun hafa verið Kristján Guðmundsson frá Narfeyri. Lengst hefur verið formaður Að- alsteinn Guðmundsson. Félagssvæðið er samkvæmt lög- um félagsins Dalasýsla. í Alþýðusambandið gekk félagið 9. ágúst árið 1937. Félagsmenn eru nú um 130. Núverandi stjórn skipa: Guðjón Rögnvaldsson, formaður, Erlingur Guðmundsson, Haraldur Árnason og Jón E. Hallsson. Verkalýðs- og sjómannafélag Gerðahrepps Félagið er stofnað 17. maí árið 1937. — Stofnfundurinn var hald- inn í Góðtemplarahúsinu í Gerðum 17. og 27. maí. Fyrsti formaður þess var Rík- harður Sumarliðason. Með honum voru í fyrstu stjórn: Ritari Pétur Ásmundsson, fé- hirðir Guðjón Sigurðsson. Með- stjórnendur Markús Guðmundsson og Guðmundur Eiríksson, vara for- maður Haraldur Jónsson. Um aðdraganda að stofnun fé- lagsins segir svo í gjörðabók: „Að tilhlutan nokkurra manna Guðjón Rögnvaldsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.