Vinnan - 01.05.1966, Side 82
80
u
innan
ótta og stundum háð all snarpa
glímu.
Félagssvæðið var í fyrstu Ólafs-
víkurhreppur, en nær nú yfir Ól-
afsvíkur- og Fróðárhreppa.
Strax eftir stofnunina gekk fé-
lagið í Alþýðusamband íslands.
Félagsmenn eru nú hátt á þriðja
hundrað.
Lengst hefur verið formaður
„Jökuls“ Kristján Jensson, en nú-
verandi formaður er Elínbergur
Sveinsson.
Með honum í stjórn eru:
Guðni Sumarliðason, Guðbjartur
Guðbjartsson, Örn Ottósson og
Sveinbjörn Þórðarson.
Verkalýðs og sjómannafélag
Djúpavogs
Félagið er stofnað 2. júlí árið
1937 í gamla barnaskólanum á
Djúpavogi.
Fyrsti formaður þess var Sigur-
geir Stefánsson frá Hamri í Ham-
arsfirði.
Með honum voru í fyrstu stjórn-
inni Ásbjörn Karlsson Geysi,
Djúpavogi ritari, og Hlöðver Lúð-
víksson Sunnuhvoli gjaldkeri. —
Stofnendur voru rétt um 30.
Helztu forvígismenn að stofnun
félagsins munu hafa verið þeir
Sigurgeir Stefánsson og Ásmundur
Guðnason frá Borg á Djúpavogi
ásamt nokkrum fleiri áhugamönn-
um um verkalýðsmál. — Þessir
menn báðir unnu ósleitilega að
málum félagsins, meðan þeirra
naut við.
Félagssvæðið nær yfir Djúpa-
Sigurgeir Stefánsson
Kristján Sturlaugsson
vogskauptún og Hálsþorpsbæi, eða
hina fornu Hálsþinghá.
Félagið gekk í Alþýðusambandið
9. ágúst árið 1937.
Fátt hefur gerzt stórtíðinda í
sögu félagsins. Þó urðu á fyrstu
árum þess nokkur átök út af kaup-
gjaldsmálum. Verkföll hafa ekki
orðið oft — þó einum þrisvar sinn-
um — en stóðu stutt í hvert sinn.
Djúpivogur er gamall verzlunar-
staður. Þangað var sótt verzlun úr
Skaptafellssýslu og ofan af Fljóts-
dalshéraði. Hin danska einokun
var hér í almætti. Og af hinum
dönsku, tóku við íslenzkir faktor-
ar, sem þjónuðu auðmjúklega und-
ir sína dönsku húsbændur, en
hugsuðu næsta lítið um kjör þeirra
eyrarvinnumanna, sem strituðu
með þungar byrðar í þeirra þágu.
— Þeir skömmtuðu verkamönnum
launin, og sáu um, að þau væru
sízt of há. Og þessir herrar réðu
líka vinnutímanum, og höfðu ekki
þungar áhyggjur þó langur yrði.
Á slíkum stöðum uröu miklar
breytingar, þegar verkamenn tóku
ráðin í sínar hendur. Og var þess
þá skammt að bíða, að yfir birti og
kjör manna bötnuðu verulega.
Ásbjörn Karlsson, nú búsettur á
Steinstöðum á Djúpavogi, mun
lengst hafa verið formaður félags-
ins. Hann hefur jafnan verið ó-
trauður áhugamaður um verkalýðs-
mál.
Félagsmenn eru nú um 80.
Núverandi stjórn skipa:
Snjólfur Björgvinsson formað-
ur, Jón Sigurðsson ritari, Eiríkur
Hlöðversson gjaldkeri.
Verkalýðsfélagið Valur, Búðardal
Félagið er stofnað 23. maí árið
1937.
Fyrsti formaður þess var Kristj-
án Sturlaugsson kennari, nú á
Siglufirði.
í fyrstu stjórn með honum voru:
Sæmundur Bjarnason og Þor-
steinn Jóhannsson.
Aðalhvatamaður að stofnun fé-
lagsins mun hafa verið Kristján
Guðmundsson frá Narfeyri.
Lengst hefur verið formaður Að-
alsteinn Guðmundsson.
Félagssvæðið er samkvæmt lög-
um félagsins Dalasýsla.
í Alþýðusambandið gekk félagið
9. ágúst árið 1937.
Félagsmenn eru nú um 130.
Núverandi stjórn skipa:
Guðjón Rögnvaldsson, formaður,
Erlingur Guðmundsson, Haraldur
Árnason og Jón E. Hallsson.
Verkalýðs- og sjómannafélag
Gerðahrepps
Félagið er stofnað 17. maí árið
1937. — Stofnfundurinn var hald-
inn í Góðtemplarahúsinu í Gerðum
17. og 27. maí.
Fyrsti formaður þess var Rík-
harður Sumarliðason.
Með honum voru í fyrstu stjórn:
Ritari Pétur Ásmundsson, fé-
hirðir Guðjón Sigurðsson. Með-
stjórnendur Markús Guðmundsson
og Guðmundur Eiríksson, vara for-
maður Haraldur Jónsson.
Um aðdraganda að stofnun fé-
lagsins segir svo í gjörðabók:
„Að tilhlutan nokkurra manna
Guðjón Rögnvaldsson