Vinnan - 01.05.1966, Side 85

Vinnan - 01.05.1966, Side 85
uinnan vinnudeilur nokkuð tíð, en leystust oft fljótlega og vel, vegna ágætrar samstöðu félagsmanna. Sáu at- vinnurekendur sér sjaldnast annað fært en að ganga fyrr eða síðar að peim kröfum, er fram voru settar Snemma á árum krafðist félagið hálftíma í kaffi tvisvar á dag, og er félag okkar nú sennilega eitt um svo langan kaffitíma hér um slóðir a. m. k. Vanskil voru alloft um greiðslu vinnulauna fyrr á árum, og grip- um við þá stundum til að stöðva útskipun afurða, unz vangoldin vinnulaun voru að fullu greidd. Þessir hafa verið formenn félags- ins auk fyrsta formanns: Tryggvi Helgason 1935 og 1936, Björn Árnason, Þorsteinn Valdi- marsson, Þorleifur Ágústsson, Jó- hann Hilaríus Sigurðsson, Jóhann Einarsson, Kristján Jónasson, Pet- er Hólm og síðast Jón Ásgeirsson, og er hann tvímælalaust sá sem mest hefur gert fyrir félagið. Skal þó engin fjöður yfir það dregin, að allir hinir gjörðu vissu- lega sitt bezta. í félaginu eru nú um 100 félags- menn. Núverandi stjórn skipa auk for- manns: Kristján Kristinsson varaformað- ur, Sigurjón Kristinsson, Valdimar Helgason. Verkakvennafélagið Brynja, Seyðisfiröi Verkakvennafélagið Brynja á Seyðisfirði er stofnað 3. marz ár- ið 1938. Fyrsti formaður félagsins var Valgerður Ingimundardóttir. Félagið gekk í Alþýðusamband íslands 22. marz árið 1938. Núverandi formaður er Sigur- björg Björnsdóttir. Verkalýðsfélag Hveragerðis Félagið er stofnað 9. janúar 1938 að Brekku í Hveragerði. Fyrsti formaður þess var Stef- án Guðmundsson trésmiður og í stjórn með honum Sæmundur Guð- mundsson, Brekku, gjaldkeri og Karl Guðmundsson, Hrauni, Ölfusi, ritari. Auk nefndra heimamanna hjálp- aði Jón Guðlaugsson bifreiðastjóri í Rvík til við félagsstofnunina. Lengst allra hefur Sigurður Stefán Guðmundsson Sigurður Árnason Árnason í Hveragerði verið for- maður félagsins, en það hefur hann verið óslitið síðan 1950. Félagssvæðið nær yfir Hvera- gerði, Ölfushrepp, Grafningshrepp og Selvog. í Alþýðusambandið gekk félagið 20. júní 1938. Tilefni félagsstofnunar var eink- um það að ná aðstöðu í vegavinnu í Ölfusinu, en að þeirri vinnu sátu þá menn frá Eyrarbakka, Reykja- vík og nokkrir utan af landi. Félagið hefur haft náið samstarf við hin stéttarfélögin í sýslunni, og er í Fulltrúaráði verkalýðsfélag- anna í Árnessýslu. Ennfremur er félagið meðal stofnenda Verka- mannasambandsins. Frá upphafi hefur félagið reynt að standa í ístaðinu fyrir félags- menn sína, eins og orka leyfði og tilefni gafst til á hverjum tima. Félagið hefur samninga fyrir verkamenn, verkakonur, sjómenn og starfsstúlkur í sjúkrahúsum. Hafa umsvif félagsins farið ört vaxandi bæði vegna vaxtar Hvera- gerðis og þó einkum Þorlákshafn- ar. Þar er nú risin allstór útgerð- arstöð, frystihús er þar, og síld- arverksmiðja er þar að rísa. Þá hefur verið þar mikil vinna við hafnargerð og önnur mannvirki. Hveragerði hefur einnig vaxið. Þar er Ullarþvottastöð, sem S.Í.S. rekur. Trésmiðja er þar líka, og vinna þar jafnan allmargir ófag- lærðir verkamenn. Þá er hér elli- heimili, sem veitir mikla vinnu. Og loks er hér hressingarhæli, sem Náttúrulækningafélagið rekur. Af þessu má sjá, að félagsstarf- ið er nokkuð margþætt, og samn- ingar af ýmsu tagi. Félagsmenn eru nú um 150. Núverandi stjórn skipa þessir menn: Sigurður Árnason, form., Sigurð- ur Hplgason, Þorsteinn Sigvalda- son, Ólafur Guðmundsson, Gunnar Magnússon, Rögnvaldur Guðjóns- son, Stefán Valdimarsson. Verkamannafélag Arnarneshrepps Félagið er stofnað 11. júlí árið 1937 í þinghúsi hreppsins við Reist- ará. Fyrsti formaður félagsins var Ingólfur Guðmundsson Arnarnesi, nú bóndi í Fornhaga í Hörgárdal. Með honum voru í stjórninni Að- Ingólfur Guðmundsson
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Vinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.