Vinnan - 01.05.1966, Qupperneq 114
--------- Uinnan -----
IV. FJÓRÐUNGSSAMBÖND
Alþýðusamband Vestfjarða
Það er stofnað 20. marz 1927 á
ísafirði og hét fyrstu árin Verka-
lýðssamband Vestfjarða.
Fyrsti forseti þess var Ingólfur
Jónsson lögfræðingur, þá bæjar-
stjóri.
Aðrir í fyrstu stjórn voru: Hall-
dór Ólafsson ritari og Finnur Jóns-
son gjaldkeri.
Meðstjórnendur voru: Ingimar
Bjarnason, Hnífsdal og Sveinn
Sveinsson, Flateyri.
í varastjórn voru: Eiríkur Ein-
arsson varaforseti, Helgi Hannes-
son vararitari og Árni Sigurðsson
varagjaldkeri.
Frumkvæði að stofnun sam-
bandsins höfðu Verkalýðsfélagið
Baldur og Jafnaðarmannafélag ísa-
fjarðar.
Frummælandi á stofnfundinum
var Ingólfur Jónsson.
Sex félög stóðu að stofnun sam-
bandsins, nfl. Baldur, Jafnaðar-
mannafélagið og Sjómannafélagið
á ísafirði, Verkalýðsfélag Hnífs-
dælinga, Verkalýðsfélag Bolungar-
víkur og Verkalýðsfélag Önundar-
fj arðar.
Forsetar hafa verið: Ingólfur
Jónsson 4 ár, Finnur Jónsson 4 ár,
Hannibal Valdimarsson 19 ár og
Björgvin Sighvatsson 12 ár. —
Björgvin hefur verið starfsmaður
sambandsins síðan 1950.
Sambandssvæðið var fyrst ísa-
fjörður, ísafjarðarsýslur og Barða-
strandarsýsla. Nú hefur Stranda-
sýsla bætzt við.
Um nokkurt skeið gaf sambandið
út blaðið Skutul.
Á miðju sumri 1949 tókst A.S.V.
að koma á heildarsamningum um
kaup og kjör landverkafólks um
allt sambandssvæðið. Frá þeim
tíma hefur einn samningur gilt
milli verkalýðssamtaka og atvinnu-
rekenda á Vestfjörðum. Þá er einn-
ig gildandi heildarsamningur um
vinnu í síldar- og fiskimjölsverk-
smiðjum, um vélgæzlu í hraðfrysti-
húsum, um ákvæðisvinnu við
rækjur og ákvæðisvinnu við slæg-
ingu fisks.
í árslok 1952 var gerður við
vestfirzka útgerðarmenn heildar-
samningur um kaup og kjör mat-
sveina, vélstjóra og háseta á vél-
bátum, sem veiða með línu, þorska-
netum eða botnvörpu. Skömmu
síðar var einnig gerður heildar-
samningur um síldveiðar. Síðan
hefur gilt einn samningur milli að-
ila um þessi efni. — Ávinningur-
inn af þessum heildarsamningum
er ótvíræður, ekki sízt fyrir smærri
og veikari félögin.
A.S.V. hefir skrifstofu á ísafirði
og annast margvíslega fyrirgreiðslu
og upplýsingastarfsemi fyrir félög-
in á sambandssvæðinu, enda leita
þau almennt til skrifstofunnar með
vandamál sín.
Auk fjórðungsstjórnar hefur
samninganefnd tilnefnd af félög-
unum á sambandssvæðinu alltaf
farið með samninga. Hefur hún
verið þannig uppbyggð, að sérstaða
hinna ýmsu byggðarlaga væri virt
til fulls.
Með batnandi samgöngum á
Vestfjörðum hafa jafnan verið
kallaðir saman fulltrúafundir sam-
bandsfélaganna, áður en ákvarðan-
ir hafa verið teknar í kaupgjalds-
málum. Þeir fundir hafa vel gefizt,
m. a. aukið nauðsynleg kynni for-
ustumanna félaganna.
Þá hefur A.S.V. átt mikil og góð
samskipti við Alþýðusamband ís-
lands og ýmis stéttarfélög víða um
land, sérstaklega við Verkamanna-
félagið Dagsbrún í Reykjavík, Sjó-
mannafélag Reykjavíkur og Sjó-
mannasambandið, síðan það var
stofnað.
Stjórn Alþýðusambands Vest-
fjarða er nú skipuð þessum mönn-
um:
Björgvin Sighvatsson forseti,
Pétur Sigurðsson, ritari, Kristinn
D. Guðmundsson.
Alþýðusamband Austurlands
Alþýðusamband Austurlands er
stofnað 16. september árið 1944 á
Seyðisfirði.
Fyrsti formaður þess var Bjarni
Þórðarson, nú bæjarstjóri í Nes-
kaupstað.
Með honum voru í fyrstu stjórn
Sigfinnur Karlsson og Oddur Sig-
urjónsson.
Aðalhvatamenn að stofnun sam-
bandsins voru Bjarni Þórðarson,
Sigfinnur Karlsson og Sveinbjörn
Hjálmarsson og nokkrir fleiri for-
ustumenn verkalýðsfélaga á Aust-
fjörðum.
Lengst hefur verið forseti Al-
þýðusambands Austurlands Bjarni
Þórðarson.
Sambandssvæðið er Austurland.
í sambandinu eru nú 15 félög, og
er félagafjöldi í þeim alls 1814, það
er 328 konur og 1486 karlar.
Sambandið hefur ávallt unnið
að því að samræma kaup og kjör
í fjórðungnum og verið félögunum
á sambandssvæðinu til styrktar.
Verulegur þáttur í starfi þess er
upplýsingaþjónusta fyrir verka-
lýðsfélögin á Austurlandi.
Á síðustu árum, eftir að síldveið-
ar og síldarvinna urðu svo yfir-
gnæfandi þáttur í atvinnulífinu á
Austfjörðum, hefur sambandið
haft mjög náið samstarf í samn-
ingamálum við Alþýðusamband
Norðurlands.
Núverandi stjórn Alþýðusam-
bands Austurlands skipa:
Sigfinnur Karlsson forseti, Jó-
hann K. Sigurðsson ritari, Guð-
mundur Sigurjónsson gjaldkeri.
AlþýSusamband NorSurlands
Alþýðusamband Norðurlands var
stofnað 17. maí 1947 og var stofn-
þing háð á Akureyri. Stofnfélög
voru 13 verkalýðsfélög í Norður-
landsfjórðungi. Fyrsta miðstjórn
var þannig skipuð:
Forseti Tryggvi Helgason, vara-
forseti Elísabet Eiríksdóttir, ritari
Stefán Snæbjörnsson, gjaldkeri
Björn Jónsson og meðstjórnandi
Björn Arngrímsson.
Núverandi forseti er Tryggvi
Helgason og hefur hann gegnt því
starfi allan starfstíma sambands-
ins.
Aðrir í miðstjórn eru nú:
Björn Jónsson, Jón Ingimarsson,
Freyja Eiríksdóttir og Jón Helga-
son.
í Alþýðusambandi Norðurlands
er nú 21 félag, en sambandssvæðið
er Norðlendingafjórðungur.
Sambandið hefur jafnan haft
forgöngu um samstarf verkalýðs-
félaganna á Norðurlandi í kaup-
gjaldsmálum og atvinnumálum.