Vinnan - 01.05.1966, Page 114

Vinnan - 01.05.1966, Page 114
--------- Uinnan ----- IV. FJÓRÐUNGSSAMBÖND Alþýðusamband Vestfjarða Það er stofnað 20. marz 1927 á ísafirði og hét fyrstu árin Verka- lýðssamband Vestfjarða. Fyrsti forseti þess var Ingólfur Jónsson lögfræðingur, þá bæjar- stjóri. Aðrir í fyrstu stjórn voru: Hall- dór Ólafsson ritari og Finnur Jóns- son gjaldkeri. Meðstjórnendur voru: Ingimar Bjarnason, Hnífsdal og Sveinn Sveinsson, Flateyri. í varastjórn voru: Eiríkur Ein- arsson varaforseti, Helgi Hannes- son vararitari og Árni Sigurðsson varagjaldkeri. Frumkvæði að stofnun sam- bandsins höfðu Verkalýðsfélagið Baldur og Jafnaðarmannafélag ísa- fjarðar. Frummælandi á stofnfundinum var Ingólfur Jónsson. Sex félög stóðu að stofnun sam- bandsins, nfl. Baldur, Jafnaðar- mannafélagið og Sjómannafélagið á ísafirði, Verkalýðsfélag Hnífs- dælinga, Verkalýðsfélag Bolungar- víkur og Verkalýðsfélag Önundar- fj arðar. Forsetar hafa verið: Ingólfur Jónsson 4 ár, Finnur Jónsson 4 ár, Hannibal Valdimarsson 19 ár og Björgvin Sighvatsson 12 ár. — Björgvin hefur verið starfsmaður sambandsins síðan 1950. Sambandssvæðið var fyrst ísa- fjörður, ísafjarðarsýslur og Barða- strandarsýsla. Nú hefur Stranda- sýsla bætzt við. Um nokkurt skeið gaf sambandið út blaðið Skutul. Á miðju sumri 1949 tókst A.S.V. að koma á heildarsamningum um kaup og kjör landverkafólks um allt sambandssvæðið. Frá þeim tíma hefur einn samningur gilt milli verkalýðssamtaka og atvinnu- rekenda á Vestfjörðum. Þá er einn- ig gildandi heildarsamningur um vinnu í síldar- og fiskimjölsverk- smiðjum, um vélgæzlu í hraðfrysti- húsum, um ákvæðisvinnu við rækjur og ákvæðisvinnu við slæg- ingu fisks. í árslok 1952 var gerður við vestfirzka útgerðarmenn heildar- samningur um kaup og kjör mat- sveina, vélstjóra og háseta á vél- bátum, sem veiða með línu, þorska- netum eða botnvörpu. Skömmu síðar var einnig gerður heildar- samningur um síldveiðar. Síðan hefur gilt einn samningur milli að- ila um þessi efni. — Ávinningur- inn af þessum heildarsamningum er ótvíræður, ekki sízt fyrir smærri og veikari félögin. A.S.V. hefir skrifstofu á ísafirði og annast margvíslega fyrirgreiðslu og upplýsingastarfsemi fyrir félög- in á sambandssvæðinu, enda leita þau almennt til skrifstofunnar með vandamál sín. Auk fjórðungsstjórnar hefur samninganefnd tilnefnd af félög- unum á sambandssvæðinu alltaf farið með samninga. Hefur hún verið þannig uppbyggð, að sérstaða hinna ýmsu byggðarlaga væri virt til fulls. Með batnandi samgöngum á Vestfjörðum hafa jafnan verið kallaðir saman fulltrúafundir sam- bandsfélaganna, áður en ákvarðan- ir hafa verið teknar í kaupgjalds- málum. Þeir fundir hafa vel gefizt, m. a. aukið nauðsynleg kynni for- ustumanna félaganna. Þá hefur A.S.V. átt mikil og góð samskipti við Alþýðusamband ís- lands og ýmis stéttarfélög víða um land, sérstaklega við Verkamanna- félagið Dagsbrún í Reykjavík, Sjó- mannafélag Reykjavíkur og Sjó- mannasambandið, síðan það var stofnað. Stjórn Alþýðusambands Vest- fjarða er nú skipuð þessum mönn- um: Björgvin Sighvatsson forseti, Pétur Sigurðsson, ritari, Kristinn D. Guðmundsson. Alþýðusamband Austurlands Alþýðusamband Austurlands er stofnað 16. september árið 1944 á Seyðisfirði. Fyrsti formaður þess var Bjarni Þórðarson, nú bæjarstjóri í Nes- kaupstað. Með honum voru í fyrstu stjórn Sigfinnur Karlsson og Oddur Sig- urjónsson. Aðalhvatamenn að stofnun sam- bandsins voru Bjarni Þórðarson, Sigfinnur Karlsson og Sveinbjörn Hjálmarsson og nokkrir fleiri for- ustumenn verkalýðsfélaga á Aust- fjörðum. Lengst hefur verið forseti Al- þýðusambands Austurlands Bjarni Þórðarson. Sambandssvæðið er Austurland. í sambandinu eru nú 15 félög, og er félagafjöldi í þeim alls 1814, það er 328 konur og 1486 karlar. Sambandið hefur ávallt unnið að því að samræma kaup og kjör í fjórðungnum og verið félögunum á sambandssvæðinu til styrktar. Verulegur þáttur í starfi þess er upplýsingaþjónusta fyrir verka- lýðsfélögin á Austurlandi. Á síðustu árum, eftir að síldveið- ar og síldarvinna urðu svo yfir- gnæfandi þáttur í atvinnulífinu á Austfjörðum, hefur sambandið haft mjög náið samstarf í samn- ingamálum við Alþýðusamband Norðurlands. Núverandi stjórn Alþýðusam- bands Austurlands skipa: Sigfinnur Karlsson forseti, Jó- hann K. Sigurðsson ritari, Guð- mundur Sigurjónsson gjaldkeri. AlþýSusamband NorSurlands Alþýðusamband Norðurlands var stofnað 17. maí 1947 og var stofn- þing háð á Akureyri. Stofnfélög voru 13 verkalýðsfélög í Norður- landsfjórðungi. Fyrsta miðstjórn var þannig skipuð: Forseti Tryggvi Helgason, vara- forseti Elísabet Eiríksdóttir, ritari Stefán Snæbjörnsson, gjaldkeri Björn Jónsson og meðstjórnandi Björn Arngrímsson. Núverandi forseti er Tryggvi Helgason og hefur hann gegnt því starfi allan starfstíma sambands- ins. Aðrir í miðstjórn eru nú: Björn Jónsson, Jón Ingimarsson, Freyja Eiríksdóttir og Jón Helga- son. í Alþýðusambandi Norðurlands er nú 21 félag, en sambandssvæðið er Norðlendingafjórðungur. Sambandið hefur jafnan haft forgöngu um samstarf verkalýðs- félaganna á Norðurlandi í kaup- gjaldsmálum og atvinnumálum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Vinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.