Vinnan - 01.05.1966, Page 79
koma upp stofnun, er hefði það
hlutverk að vera samastaður aldr-
aðra verkamanna og sjómanna,
þeirra, er eigi geta lengur unnið hin
almennu störf. Samastaður, þar
sem þeir gætu gengið að léttum
störfum, lengri eða skemmri tíma á
dag, eftir starfsgetu og ósk hvers
og eins. Ágóða af kvikmyndasýn-
ingunum verði varið til þessarar
starfsemi. — Húsið var stækkað
1960 og tekur nú 400 í sæti.
Félagsmenn eru nú rúmlega 400.
Núverandi stjórn félagsins skipa:
Ragnar Guðleifsson, form., Helgi
Helgason, Karl Steinar Guðnason,
Guðlaugur Þórðarson og Helgi
Jónsson.
Iðja, félag verksmiðjufólks,
Akureyri
Félagið er stofnað 29. marz árið
1936 í' Verzlunarmannahúsinu á
Akureyri — Gránufélagsgötu 9.
Fyrsti formaður þess var Jón
Hinriksson. Aðrir í stjórninni voru
Randver Kristjánsson ritari, Stef-
án Vilmundarson gjaldkeri, Leif-
ur Kristjánsson varaformaður.
Stofnendur voru 19. Aðalhvata-
menn að stofnun félagsins voru
Jón Hinriksson, Freysteinn Sig-
urðsson, Jón Ingimarsson og
fleiri. Var þess farið á leit við
Erling Friðjónsson þáverandi trún-
aðarmann Alþýðusambands ís-
lands á Akureyri, að hann beitti
sér fyrir félagsstofnun. Varð hann
við þeim tilmælum. — Höfðu áð-
ur verið gerðar tvær tilraunir um
stofnun félagsins, og báðar mis-
tekizt.
Af stofnendum félagsins eru enn
búsettir á Akureyri eftirtaldir
menn: Stefán Vilmundarson,
Kristinn G. Kristjánsson, Jóhanna
Þorsteinsdóttir, Freysteinn Sig-
urðsson, Jón Ingimarsson, Pálmi
S. Ólafsson, Georg Jónsson, Þor-
steinn Austmar, Jóhann Guð-
mundsson, Ingólfur Kristinsson og
Sigurður Guðlaugsson. — Aðrir eru
dánir eða burt fluttir.
Lengst hefur verið formaður fé-
lagsins Jón Ingimarsson. Var
hann fyrst kjörinn formaður 1946
og hefur ávallt verið það síðan
eða í 20 ár.
Félagssvæði Iðju nær yfir lög-
sagnarumdæmi Akureyrar og ná-
grenni.
Iðja gekk í Alþýðusambandið 29.
marz 1936 á stofnfundi.
---------- í/lllUííll -----------
Það, sem mörgum eldri félögum
mun minnisstæðast úr sögu félags-
ins, er verkfallið, sem félagið háði
í nóvember 1937. Var það eitthvert
harðasta verkfall, sem háð hefur
verið á Akureyri og jafnframt það
lengsta. Það stóð í rúman mánuð,
eða til 7. des. 1937.
Iðja var þá ungt stéttarfélag og
með öllu óreynt, og mátti segja,
að það berðist fyrir tilveru sinni að
fá viðurkenningu sem samningsað-
ili fyrir iðnverkafólk. Þar sem
vinnuveitendur á Akureyri ætluðu
í upphafi að reyna á þolrif fé-
lagsins og láta kné fylgja kviði,
ef svo mætti segja, var hafður all
víðtækur viðbúnaður af félagsins
hálfu til að standast þessa þolraun.
Var leitað eftir stuðningi verka-
lýðsfélaganna á Akureyri þ. e.
Verkamannafélags Akureyrar, Sjó-
Jón Hinriksson
Jón Ingimarsson
mannafélag Akureyrar, Verka-
kvennafélagsins Einingar, Verka-
lýðsfélags Akureyrar, Vélstjórafé-
lags Akureyrar og Bílstjórafélags
Akureyrar, og var hann fúslega
veittur. Sömuleiðis studdi Alþýðu-
samband íslands félagið með ráð-
um og dáð og ennfremur Dagsbrún,
Sjómannafélag Reykjavíkur og
Iðja, félags verksmiðjufólks í
Reykjavík og fleiri félög.
Þáverandi erindreki Alþýðusam-
bandsins, Jón Sigurðsson, aðstoðaði
félagið um þetta leyti, og má segja
að hann hafi leitt verkfallið, ásamt
stjórn félagsins og samninganefnd.
Verkakvennafélagið Eining og
Verkamannafélag Akureyrar léðu
Iðju Verkalýðshúsið til afnota í
verkfallinu endurgjaldslaust, og
kom það sér vel, því að margt var
um manninn bæði Iðjufólk og aðrir
þeir, sem réttu okkur hjálparhönd.
í Verkalýðshúsinu var haldið til dag
og nótt, og staðnar verkfallsvaktir
allan sólarhringinn, tvær klukku-
stundir í senn. Kvenfólkið lét sitt
ekki eftir liggja. Það stóð einnig
vaktir, þær hituðu kaffi og fram-
reiddu handa þeim, sem vöktuðu
vinnustaði þá, er verkfallið beind-
ist að.
Samheldnin í verkfallinu var með
fádæmum góð, enda vannst sá sig-
ur, er veitti Iðju það brautargengi,
sem hún hefur jafnan notið síðan
í verkalýðshreyfingunni.
Alla tíð síðan, eða til ársins 1961
hefur verið friðsælt í starfi Iðju,
og ekki borið neitt sérstakt til tíð-
inda, en þá og síðan hefur Iðja, í
samstarfi við önnur verkalýðsfé-
lög á Akureyri, þurft að heyja verk-
föll til að ná fram kaupkröfum sín-
um, en þau hafa verið stutt og
ekki þurft að beita sérlega mikilli
hörku.
Félagsmenn eru rúmlega 400.
Núverandi stjórn skipa:
Jón Ingimarsson, form., Helgi H.
Haraldsson, Guðmundur Hjaltason,
Þorbjörg Brynjólfsdóttir og Hall-
grímur Jónsson.
Sveinafélag húsgagnabólstrara
Félagið er stofnað 28. janúar
árið 1931 að Hótel Borg.
Fyrsti formaður þess var kosinn
Ragnar Ólafsson.
Auk Ragnars voru aðalhvata-
menn að stofnun félagsins Viggó
Sigurjónsson og Meyvant Jónsson.
Lengst allra hefur Þorsteinn