Vinnan - 01.05.1966, Page 79

Vinnan - 01.05.1966, Page 79
koma upp stofnun, er hefði það hlutverk að vera samastaður aldr- aðra verkamanna og sjómanna, þeirra, er eigi geta lengur unnið hin almennu störf. Samastaður, þar sem þeir gætu gengið að léttum störfum, lengri eða skemmri tíma á dag, eftir starfsgetu og ósk hvers og eins. Ágóða af kvikmyndasýn- ingunum verði varið til þessarar starfsemi. — Húsið var stækkað 1960 og tekur nú 400 í sæti. Félagsmenn eru nú rúmlega 400. Núverandi stjórn félagsins skipa: Ragnar Guðleifsson, form., Helgi Helgason, Karl Steinar Guðnason, Guðlaugur Þórðarson og Helgi Jónsson. Iðja, félag verksmiðjufólks, Akureyri Félagið er stofnað 29. marz árið 1936 í' Verzlunarmannahúsinu á Akureyri — Gránufélagsgötu 9. Fyrsti formaður þess var Jón Hinriksson. Aðrir í stjórninni voru Randver Kristjánsson ritari, Stef- án Vilmundarson gjaldkeri, Leif- ur Kristjánsson varaformaður. Stofnendur voru 19. Aðalhvata- menn að stofnun félagsins voru Jón Hinriksson, Freysteinn Sig- urðsson, Jón Ingimarsson og fleiri. Var þess farið á leit við Erling Friðjónsson þáverandi trún- aðarmann Alþýðusambands ís- lands á Akureyri, að hann beitti sér fyrir félagsstofnun. Varð hann við þeim tilmælum. — Höfðu áð- ur verið gerðar tvær tilraunir um stofnun félagsins, og báðar mis- tekizt. Af stofnendum félagsins eru enn búsettir á Akureyri eftirtaldir menn: Stefán Vilmundarson, Kristinn G. Kristjánsson, Jóhanna Þorsteinsdóttir, Freysteinn Sig- urðsson, Jón Ingimarsson, Pálmi S. Ólafsson, Georg Jónsson, Þor- steinn Austmar, Jóhann Guð- mundsson, Ingólfur Kristinsson og Sigurður Guðlaugsson. — Aðrir eru dánir eða burt fluttir. Lengst hefur verið formaður fé- lagsins Jón Ingimarsson. Var hann fyrst kjörinn formaður 1946 og hefur ávallt verið það síðan eða í 20 ár. Félagssvæði Iðju nær yfir lög- sagnarumdæmi Akureyrar og ná- grenni. Iðja gekk í Alþýðusambandið 29. marz 1936 á stofnfundi. ---------- í/lllUííll ----------- Það, sem mörgum eldri félögum mun minnisstæðast úr sögu félags- ins, er verkfallið, sem félagið háði í nóvember 1937. Var það eitthvert harðasta verkfall, sem háð hefur verið á Akureyri og jafnframt það lengsta. Það stóð í rúman mánuð, eða til 7. des. 1937. Iðja var þá ungt stéttarfélag og með öllu óreynt, og mátti segja, að það berðist fyrir tilveru sinni að fá viðurkenningu sem samningsað- ili fyrir iðnverkafólk. Þar sem vinnuveitendur á Akureyri ætluðu í upphafi að reyna á þolrif fé- lagsins og láta kné fylgja kviði, ef svo mætti segja, var hafður all víðtækur viðbúnaður af félagsins hálfu til að standast þessa þolraun. Var leitað eftir stuðningi verka- lýðsfélaganna á Akureyri þ. e. Verkamannafélags Akureyrar, Sjó- Jón Hinriksson Jón Ingimarsson mannafélag Akureyrar, Verka- kvennafélagsins Einingar, Verka- lýðsfélags Akureyrar, Vélstjórafé- lags Akureyrar og Bílstjórafélags Akureyrar, og var hann fúslega veittur. Sömuleiðis studdi Alþýðu- samband íslands félagið með ráð- um og dáð og ennfremur Dagsbrún, Sjómannafélag Reykjavíkur og Iðja, félags verksmiðjufólks í Reykjavík og fleiri félög. Þáverandi erindreki Alþýðusam- bandsins, Jón Sigurðsson, aðstoðaði félagið um þetta leyti, og má segja að hann hafi leitt verkfallið, ásamt stjórn félagsins og samninganefnd. Verkakvennafélagið Eining og Verkamannafélag Akureyrar léðu Iðju Verkalýðshúsið til afnota í verkfallinu endurgjaldslaust, og kom það sér vel, því að margt var um manninn bæði Iðjufólk og aðrir þeir, sem réttu okkur hjálparhönd. í Verkalýðshúsinu var haldið til dag og nótt, og staðnar verkfallsvaktir allan sólarhringinn, tvær klukku- stundir í senn. Kvenfólkið lét sitt ekki eftir liggja. Það stóð einnig vaktir, þær hituðu kaffi og fram- reiddu handa þeim, sem vöktuðu vinnustaði þá, er verkfallið beind- ist að. Samheldnin í verkfallinu var með fádæmum góð, enda vannst sá sig- ur, er veitti Iðju það brautargengi, sem hún hefur jafnan notið síðan í verkalýðshreyfingunni. Alla tíð síðan, eða til ársins 1961 hefur verið friðsælt í starfi Iðju, og ekki borið neitt sérstakt til tíð- inda, en þá og síðan hefur Iðja, í samstarfi við önnur verkalýðsfé- lög á Akureyri, þurft að heyja verk- föll til að ná fram kaupkröfum sín- um, en þau hafa verið stutt og ekki þurft að beita sérlega mikilli hörku. Félagsmenn eru rúmlega 400. Núverandi stjórn skipa: Jón Ingimarsson, form., Helgi H. Haraldsson, Guðmundur Hjaltason, Þorbjörg Brynjólfsdóttir og Hall- grímur Jónsson. Sveinafélag húsgagnabólstrara Félagið er stofnað 28. janúar árið 1931 að Hótel Borg. Fyrsti formaður þess var kosinn Ragnar Ólafsson. Auk Ragnars voru aðalhvata- menn að stofnun félagsins Viggó Sigurjónsson og Meyvant Jónsson. Lengst allra hefur Þorsteinn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Vinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.