Vinnan - 01.05.1966, Page 7
u
innan
5
in, sem áður virtust óleysanleg, leysast eins og af
sjálfu sér.
Á Dagsbrúnarfundi 28. október 1915 ber Ottó N.
Þorláksson fram svohljóðandi tillögu:
„Fundurinn óskar eftir, að samband komist á milli
Dagsbrúnarfélagsins, Hásetafélagsins, Verkakvenna-
félagsins, Prentarafélagsins og Bókbindarafélagsins,
og kýs 2 menn til að koma þeim í framkvæmd í
samráði við væntanlegar nefndir úr ofangreindum
félögum.“
Tillagan var samþykkt einróma og Prentarafélag-
inu, Hásetafélaginu, Bókbandssveinafélaginu og
Verkakvennafélaginu Framsókn skrifað, og þau beðin
hvert um sig að kjósa tvo menn í sameiginlega
nefnd til undirbúnings sambandsstofnun.
Um þetta segir svo í 10 ára starfssögu Sjómanna-
félags Reykjavíkur:
„Á fundi 3. nóv. var lesið bréf frá Verkamanna-
félaginu Dagsbrún með áskorun til Hásetafélagsins
um að kjósa tvo menn, til þess að undirbúa stofnun
verkamannasambands (Alþýðusambands íslands). Var
það samþykkt einum rómi, og kosnir þeir Jónas Jóns-
son frá Hriflu og Guðleifur Hjörleifsson.“
Um viðbrögð Hins íslenzka prentarafélags við er-
indinu fáum við að vita af eftirfarandi bókun í gjörða-
bók þess, 9. marz 1916:
„Loks gat formaður þess, að stjórnin hefði skipað
þá Jón Þórðarson og Guðjón Einarsson til þess, ásamt
nefndum úr öðrum verkalýðsfélögum hér í bænum
að koma á sambandi milli félaganna, samkvæmt til-
mælum frá Dagsbrúnarfélaginu . . . Hefði samvinnu-
nefnd sú nú lokið störfum sínum, og væri árangur-
inn sambandslagafrumvarp það, er nú væri lagt fyrir
þennan fund. ■— Jón Þórðarson las frumvarp til laga
fyrir Alþýðusamband íslands og talaði nokkur orð
því til skýringar.“
Gerði Prentarafélagið síðan ályktun um, að það
aðhylltist frumvarpið.
Svipað þessu hefur málið sjálfsagt borið að í hin-
um félögunum. Fulltrúar Bókbandssveinafélagsins í
undirbúningsnefndinni voru Þorleifur Gunnarsson og
Gísli Guðmundsson. Fulltrúar Verkakvennafélagsins
Framsóknar frú Jónína Jónatansdóttir og frú Karó-
lína Siemsen. Dagsbrún hafði kosið þá Ottó N. Þor-
láksson og Ólaf Friðriksson í nefndina.
Nefndin fól síðan Jónasi Jónssyni frá Hriflu að
semja drög að sambandslögum, sem hann og gerði.
Lengi var á sveimi all sérkennileg saga um, að
frumrit að lögum Alþýðusambandsins hefði verið til
með rithönd Jónasar frá Hriflu, og hvernig það hefði
glatazt. Er nú ljóst, að þetta var rétt.
Sambandslaganefndin lauk lagasmíð sinni í febrúar
1916. Var Jónasi, Ólafi Friðrikssyni og Þorleifi Gunn-
arssyni falið að leggja síðustu hönd á lögin.
Fyrr um haustið 1915 höfðu þeir Ólafur og Jónas
átt náið samstarf um undirbúning að stofnun Háseta-
félagsins. Samtímis hóf svo sambandslaganefndin í
umboði félaga sinna víðtækan undirbúning að fram-
boði til bæjarstjórnarkosninga í Reykjavík. Þar var
teflt fram í fyrsta sæti Jörundi Brynjólfssyni. Einnig
þarna voru þeir Ólafur og Jónas að verki í öllu því
skipulagningar- og áróðursstarfi, sem á undan gekk.
— í þessum bæjarstjórnarkosningum í ársbyrjun 1916
Ólafur Friðriksson
unnu verkalýðsfélögin einstæðan stórsigur, fengu þrjá
bæjarfulltrúa kosna af 5, er kjósa skyldi.
Það voru þessir sigurglöðu menn, sem nú höfðu
öðlazt náin kynni af mætti samtakanna — sem fylgdu
sigrinum eftir og létu til skarar skríða um stofnun
Alþýðusambands íslands hinn 12. marz 1916.
Fyrsta stjórn sambandsins var kosin á framhalds-
stofnfundi viku síðar, hinn 19. marz 1916.
Upphafsorð stofnfundargerðarinnar voru þessi:
„Stofnfundur sambandsþings Alþýðusambands fs-
lands var settur og haldinn í Báruhúsinu sunnudag-
inn 12. marz 1916 kl. 3,30 síðdegis. Fundinn setti
Jónas Jónsson frá Hriflu. Fundarstjóri var kosinn Þor-
leifur bókbandssveinn Gunnarsson, en ritari Jón
prentari Baldvinsson.“
Fundargerð þessi er með rithönd Jóns Baldvinsson-
ar, sem var ritari á stofnþinginu.