Vinnan - 01.05.1966, Side 91
kosin nefnd til að semja drög að
félagslögum og boða til stofnfund-
ar. Forustu fyrir þessu mun Ein-
ar Olgeirsson hafa haft.
Stofnendur voru 34. — Nafn fé-
lagsins fyrstu 12 árin var Sjó-
mannafélag Norðurlands. Síðan
hefur það heitið Sjómannafélag
Akureyrar.
Lengst allra hefur Tryggvi
Helgason verið formaður félagsins,
enda óslitið síðan 1936, þ. e. um 30
ára skeið.
Á fundi sínum 21. maí 1941 sam-
þykkti miðstjórn Alþýðusambands-
ins upptöku Sjómannafélags Ak-
ureyrar í Alþýðusamband íslands.
Árið 1929 beitti félagið sér fyrir
því, að sjómenn á norðlenzkum
síldveiðiskipum hefðu ákveðinn
aflahlut af verðmæti aflans (31—
37%) af afla eftir stærð skipa — í
stað ákveðins mánaðarkaups, sem
áður var algengast.
Árið 1935 hóf félagið baráttu fyr-
ir lágmarkskauptryggingu sjó-
manna.
Vorið 1939 náði félagið samning-
um um lágmarkskauptryggingu
sjómanna á síldveiðum eftir 14
daga verkfall á Akureyri. Og fyrir
vertíð 1937 náðust samningar um
200 króna kauptryggingu á fisk-
veiðum (fæðiskostnaður ekki frá
dreginn).
Félagið beitti sér um árabil fyrir
endurnýjun hins hrörlega skipa-
stóls Akureyrar og Norðurlands
og fyrir stofnun togaraútgerðar á
Akureyri.
S.l. 15 ár hefur félagið nær alltaf
unnið með öðrum stéttarfélögum
Tryggvi Helgason
---------- i innaii ------------
sjómanna að kjarasamningum, og
hefir á þann hátt átt hlut að móta
þau kjör, sem sjómenn nú búa við.
— Árið 1944 stofnaði félagið Styrkt-
ar- og sjúkrasjóð fyrir meðlimi
sina, og er sjóðurinn nú rúmlega
400 þúsund krónur. Félagið hefur
einnig verkfallssjóð, sem er um
120 þúsund krónur.
Félagið var eitt af stofnfélögum
Alþýðusambands Norðurlands. —
Félagið á hlut í Alþýðuhúsinu á
Akureyri.
Frá stofnun hefur félagið 14
sinnum háð verkfall eitt sér eða
ásamt fleiri félögum í sambandi
við kjör sjómanna, — það lengsta
131 dag, og mun það vera eitt
lengsta verkfall, sem háð hefur
verið hér á landi.
Félagsmenn eru nú um 190 tals-
ins.
Núverandi stjórn félagsins skipa:
Tryggvi Helgason, form. Jón
Helgason, Ólafur Daníelsson, Hörð-
ur Frímannsson og Ragnar Árna-
son.
Vélstjórafélag Vestmannaeyja
Félagið er stofnað 29. nóvember
árið 1939 í Akógeshúsinu í Vest-
mannaeyjum.
Fyrsti formaður þess var Páll
Scheving.
f fyrstu stjórn voru auk for-
manns Guðjón Karlsson, ísleifur
Magnússon, Kjartan Jónsson, Guð-
mundur Ketilsson og Gestur Auð-
unsson.
Aðalhvatamenn að stofnun fé-
lagsins voru Páll Scheving og
Páll Scheving
Arthúr Aanes. — Stofnendur voru
42, en 1. janúar 1964 voru félags-
menn orðnir 239.
Lengst hefur verið formaður fé-
lagsins Tryggvi Gunnarsson.
Félagssvæðið skv. lögum félags-
ins er Vestmannaeyjar.
í Alþýðusambandið gekk félagið
17. nóvember 1942.
Markmið félagsins hefur allt frá
stofnun þess verið það að vinna að
kjara- og réttindamálum vélstjóra,
og má í því sambandi benda á, að
félagið hefur tvisvar staðið að til-
lögum, sem lagðar hafa verið fyrir
Alþingi um réttindi vélstjóra, og
hafa þær náð fram að ganga.
Félagið er samningsaðili fyrir
vélstjórana á bátaflotanum og
einnig fyrir þá, sem vélgæzlu
stunda í landi.
Svo sem að likum lætur, hefur
félagið, eins og önnur launþegafé-
lög, átt í ýmsum átökum, sem í
flestum tilfellum hafa orðið til
hagsbóta fyrir félagsmenn.
Félagsmenn eru nú rúmlega 200.
Núverandi félagsstjórn skipa
þessir menn:
Kristján S. Sigurjónsson, form.,
Sveinn Tómasson, Agnar Ang-
antýsson, Alfreð Þorgrímsson og
Guðfinnur Þorgeirsson.
Verkakvennafélagið Brynja,
Siglufirði
Félagið er stofnað 22. janúar
1939 í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.
Fyrsti formaður þess var Ei-
ríksína Ásgrímsdóttir og með henni
Kristján Sigurður Sigurjónsson