Vinnan - 01.05.1966, Blaðsíða 30
28
U
innan
Um ýmsar stéttir faglærðra iðnaðarmanna er erfitt
að dæma hverjar breytingar orðið hafa á launakjör-
um þeirra.
Á þessu tímabili hafa bein afskipti ríkisvaldsins af
atvinnuvegunum vaxið mjög, og oft hafa atvinnu-
rekendur þegið mikla styrki úr ríkissjóði til þess að
geta haldið atvinnurekstrinum áfram. Verðlag á fram-
leiðslunni er líka oft ákveðið með lögum. T. d. hefur
verð á fiski, sem landað er hér, um langt skeið verið
ákveðið með lögum eða reglugerðum af ríkisstjórninni.
Hafi sjómenn farið fram á kjarabætur, hafa útgerð-
armenn jafnan krafizt þess að þeir fengju einhvers-
konar uppbætur hjá ríkinu eða hærra verð fyrir
fiskinn til þess að geta staðið straum af launahækk-
un til sjómanna, hefur þá ríkið orðið að hlaupa undir
bagga með þeim á einhvern hátt. Hefur þing og stjórn
því oftast nær barizt gegn kröfum sjómanna. Vegna
þessarar afstöðu ríkisvaldsins til atvinnuveganna,
hefur Alþýðusambandið stundum orðið að heyja bar-
áttu gegn sjálfu ríkisvaldinu. Kjarabaráttan er því
orðin pólitísk barátta engu síður en verkamálabarátta.
Þegar vinnustöðvun er yfirvofandi kemur ríkisstjórn-
in oft fram sem fulltrúi atvinnurekenda beint eða
óbeint og jafnframt sem sáttasemjari. Hefur ríkis-
stjórn og Alþingi stundum unnið það til friðarins að
veita verkamönnum ýmis fríðindi á kostnað skattgreið-
enda eða gert umbætur á félagsmálalöggjöfinni til
þess að koma í veg fyrir beinar launahækkanir, og tek-
ið þannig á sig þær byrðar, sem atvinnurekendur hefðu
annars átt að bera. En yfirleitt er það segin saga, að
allar kjarabætur, sem verkamenn og aðrar launa-
stéttir hafa fengið, hafa verið teknar aftur jafn-
harðan með hækkuðu verðlagi.
Árangur sá, er unnizt hefur með bættri félagsmála-
löggjöf, er líklegri til að verða varanlegur en flestar
aðrar kjarabætur. Það myndi alltaf mæta mikilli mót-
stöðu ef skerða ætti þesskonar umbætur, séu þær á
annað borð komnar á.
Alþýðusambandið oú stjórnmálin
eftir 1940
Eftir skipulagsbreytinguna 1940 breyttist öll að-
staða til stjórnmálabaráttu innan Alþýðusambands-
ins. Nú stóðu allir jafnt að vígi, hvaða stjórnmála-
flokks sem þeir töldust til. Átökin um völdin í sam-
bandinu héldu áfram. Aðallega hefur baráttan staðið
milli sósí'alista og alþýðuflokksmanna. Þó hafa bæði
Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn reynt að efla sem
mest áhrif sín i sambandinu. Hefur sjálfstæðismönn-
um tekizt að ná talsverðu fylgi, þar eð þeir ráða yfir
Verzlunarmannasambandinu og Iðju í Reykjavík.
Framsóknarmenn hafa og náð nokkru fylgi. Hvorug-
ur þessara síðastnefndu flokka virðist þó hafa neina
möguleika til að ná völdum í sambandinu af eigin
rammleik.
Það hafa myndazt tvær pólitískar heildir innan
sambandsins: Vinstri menn, sem njóta fylgis sósíal-
ista og vinstri arms jafnaðarmanna, og hægri menn,
sem njóta fylgis hægri arms jafnaðarmanna og sjálf-
stæðismanna og stundum líka Framsóknar. Hefur
alltaf verið lítill munur á fylgi þeirra.
Síðasti forseti, er kosinn var áður en skipulags-
breytingin kom til framkvæmda, var Sigurjón Ólafs-
son (1940—1942), en á því tímabili var skipulagsbreyt-
ingin framkvæmd og var fyrst kosið eftir hinu nýja
skipulagi 1942.
Sambandsstjórn kjörin á Alþýðusambandsþingi 1960,