Vinnan - 01.05.1966, Síða 30

Vinnan - 01.05.1966, Síða 30
28 U innan Um ýmsar stéttir faglærðra iðnaðarmanna er erfitt að dæma hverjar breytingar orðið hafa á launakjör- um þeirra. Á þessu tímabili hafa bein afskipti ríkisvaldsins af atvinnuvegunum vaxið mjög, og oft hafa atvinnu- rekendur þegið mikla styrki úr ríkissjóði til þess að geta haldið atvinnurekstrinum áfram. Verðlag á fram- leiðslunni er líka oft ákveðið með lögum. T. d. hefur verð á fiski, sem landað er hér, um langt skeið verið ákveðið með lögum eða reglugerðum af ríkisstjórninni. Hafi sjómenn farið fram á kjarabætur, hafa útgerð- armenn jafnan krafizt þess að þeir fengju einhvers- konar uppbætur hjá ríkinu eða hærra verð fyrir fiskinn til þess að geta staðið straum af launahækk- un til sjómanna, hefur þá ríkið orðið að hlaupa undir bagga með þeim á einhvern hátt. Hefur þing og stjórn því oftast nær barizt gegn kröfum sjómanna. Vegna þessarar afstöðu ríkisvaldsins til atvinnuveganna, hefur Alþýðusambandið stundum orðið að heyja bar- áttu gegn sjálfu ríkisvaldinu. Kjarabaráttan er því orðin pólitísk barátta engu síður en verkamálabarátta. Þegar vinnustöðvun er yfirvofandi kemur ríkisstjórn- in oft fram sem fulltrúi atvinnurekenda beint eða óbeint og jafnframt sem sáttasemjari. Hefur ríkis- stjórn og Alþingi stundum unnið það til friðarins að veita verkamönnum ýmis fríðindi á kostnað skattgreið- enda eða gert umbætur á félagsmálalöggjöfinni til þess að koma í veg fyrir beinar launahækkanir, og tek- ið þannig á sig þær byrðar, sem atvinnurekendur hefðu annars átt að bera. En yfirleitt er það segin saga, að allar kjarabætur, sem verkamenn og aðrar launa- stéttir hafa fengið, hafa verið teknar aftur jafn- harðan með hækkuðu verðlagi. Árangur sá, er unnizt hefur með bættri félagsmála- löggjöf, er líklegri til að verða varanlegur en flestar aðrar kjarabætur. Það myndi alltaf mæta mikilli mót- stöðu ef skerða ætti þesskonar umbætur, séu þær á annað borð komnar á. Alþýðusambandið oú stjórnmálin eftir 1940 Eftir skipulagsbreytinguna 1940 breyttist öll að- staða til stjórnmálabaráttu innan Alþýðusambands- ins. Nú stóðu allir jafnt að vígi, hvaða stjórnmála- flokks sem þeir töldust til. Átökin um völdin í sam- bandinu héldu áfram. Aðallega hefur baráttan staðið milli sósí'alista og alþýðuflokksmanna. Þó hafa bæði Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn reynt að efla sem mest áhrif sín i sambandinu. Hefur sjálfstæðismönn- um tekizt að ná talsverðu fylgi, þar eð þeir ráða yfir Verzlunarmannasambandinu og Iðju í Reykjavík. Framsóknarmenn hafa og náð nokkru fylgi. Hvorug- ur þessara síðastnefndu flokka virðist þó hafa neina möguleika til að ná völdum í sambandinu af eigin rammleik. Það hafa myndazt tvær pólitískar heildir innan sambandsins: Vinstri menn, sem njóta fylgis sósíal- ista og vinstri arms jafnaðarmanna, og hægri menn, sem njóta fylgis hægri arms jafnaðarmanna og sjálf- stæðismanna og stundum líka Framsóknar. Hefur alltaf verið lítill munur á fylgi þeirra. Síðasti forseti, er kosinn var áður en skipulags- breytingin kom til framkvæmda, var Sigurjón Ólafs- son (1940—1942), en á því tímabili var skipulagsbreyt- ingin framkvæmd og var fyrst kosið eftir hinu nýja skipulagi 1942. Sambandsstjórn kjörin á Alþýðusambandsþingi 1960,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Vinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.