Vinnan - 01.05.1966, Blaðsíða 100

Vinnan - 01.05.1966, Blaðsíða 100
98 Vi innan verkalýðsfélagið yfir verkfalli við skipið, en það var samt afgreitt af utanfélagsmönnum, sem Kaupfé- lagið hafði látið smala saman. Verkalýðsfélagið sneri sér þá til Verkalýðssambands Norðurlands og bað um aðstoð þess. Sambandið lagði þegar afgreiðslubann á Lag- arfoss, á Siglufirði, Akureyri, Húsa- vík og Eskifirði, en liði var safnað gegn verkfallsmönnum og tókst að afgreiða skipið eftir harða viður- eign. Þá lagði Verkalýðssamband Norð- urlands afgreiðslubann á öll skip Eimskipafélags íslands á höfnum norðanlands og kom til átaka við afgreiðslu bæði á Akureyri og Siglu- firði, og fékkst skipið afgreitt á báðum stöðum eftir harða viður- eign. Deilunni lauk 15. maí 1934 þann- ig, að kaup skyldi verða skv. kaup- taxta félagsins og forgangsréttur félagsmanna viðurkenndur að 7/10 hlutum. Síðan hefur félagið reynt að þoka málum sínum áfram með friðsam- legum hætti og sjaldan lent í átök- um. Félagsmenn eru nú um 80. Núverandi stjórn félagsins skipa þessir menn: Eiríkur Jónsson, form., Kjartan Ólafsson, Sigurjón Ólafsson og Ragnar Elísson. Sveinafélag pípulagningarmanna Félagið er stofnað 11. maí 1932 í KR-húsinu í Reykjavík, þ. e. gömlu „Bárunni" við Tjörnina. Jóhann Sigurgeirsson Gústaf Kristjánsson Fyrsti formaður þess var Jóhann Sigurgeirsson. Aðrir í fyrstu stjórn félagsins voru: Kristinn Valdimarsson rit- ari og Jón Oddsson gjaldkeri. í varastjórn voru: Lúther Sal- omonsson og Axel Smith, en endur- skoðandi Runólfur Jónsson. Félagssvæðið er lögsagnarum- dæmi Reykjavíkur, ásamt Kópa- vogskaupstað og Seltjarnarnes- hreppi. í Alþýðusambandið gengur fé- lagið árið 1946. — Það er samþykkt á félagsfundi 20. júlí 1946 að óska upptöku í Alþýðusambandið og kosning á fyrsta fulltrúa félagsins á Alþýðusambandsþing fer fram 3. október. Það var Karl Sigurðsson. Tveir menn hafa verið gerðir heiðursfélagar Sveinafélags pípu- lagningarmanna, n.fl. þeir Einar Dagfinnsson og Zóphónías Sigfús- son. Fyrstu samninga gerir félagið við meistara árið 1935. Fyrr á árum var mikið að gera í iðninni 5—7 mánuði ársins, en mjög lítið seinnipart vetrar og fram á vor. Á þessu varð mikil breyting um 1940 við hernámið. Þá varð vinna stöðug allt árið. Og þegar hitaveitan var lögð, varð mikil mannekla í faginu. Árið 1936 setur félagið kauptaxta, og var hann kr. 1,70 um tímann í dagvinnu kr. 2,50 í eftirvinnu og kr. 3.00 í nætur- og helgidaga- vinnu. Þá er einnig settur ákvæðis- vinnutaxti, og skal hann vera 10% lægri en taxti meistaranna, ef sveinninn leggur sér sjálfur til verkfæri, en 17% lægri, ef meist- arinn leggur til verkfærin. — Mán- aðarkaup varð kr. 350.00. Félagið hefur nokkrum sinnum orðið að heyja verkfallsbaráttu til að ná fram lagfæringum á kaupi og kjörum félagsmanna, hafa þau oftast verið háð í samstöðu við önnur verkalýðsfélög. Fyrsta verk- fallið stóð aðeins í tvo daga, en verkfallið 1952 stóð fast að mán- uði og var samstaða félagsmanna mjög góð. Fjölritað blað gaf félagið einu sinni út, og bar það heitið „Gneisti". Sextíu og átta manns eru nú i félaginu. Núverandi stjórn skipa: Gústaf Kristjánsson, form., Helgi Þorvarð- arson, Sverrir Sigurðsson, Ásgeir Magnússon og Jón Guðmundsson. Verkalýðsfélag Hafnarhrepps, Höfnum Félagið er stofnað 31. marz árið 1946. Það gekk í Alþýðusamband ís- lands á árinu 1946. Félagatala er um 40. , Núverandi formaður er Ríkarð Ásgeirsson. Málarafélag Reykjavíkur Félagið er stofnað 4. marz 1928 i gamla Iðnskólahúsinu við Vonar- stræti. Fyrsti formaður þess var Albert Erlingsson nú kaupmaður, eigandi Albert Erlingsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.