Vinnan - 01.05.1966, Blaðsíða 100
98
Vi
innan
verkalýðsfélagið yfir verkfalli við
skipið, en það var samt afgreitt af
utanfélagsmönnum, sem Kaupfé-
lagið hafði látið smala saman.
Verkalýðsfélagið sneri sér þá til
Verkalýðssambands Norðurlands og
bað um aðstoð þess. Sambandið
lagði þegar afgreiðslubann á Lag-
arfoss, á Siglufirði, Akureyri, Húsa-
vík og Eskifirði, en liði var safnað
gegn verkfallsmönnum og tókst að
afgreiða skipið eftir harða viður-
eign.
Þá lagði Verkalýðssamband Norð-
urlands afgreiðslubann á öll skip
Eimskipafélags íslands á höfnum
norðanlands og kom til átaka við
afgreiðslu bæði á Akureyri og Siglu-
firði, og fékkst skipið afgreitt á
báðum stöðum eftir harða viður-
eign.
Deilunni lauk 15. maí 1934 þann-
ig, að kaup skyldi verða skv. kaup-
taxta félagsins og forgangsréttur
félagsmanna viðurkenndur að 7/10
hlutum.
Síðan hefur félagið reynt að þoka
málum sínum áfram með friðsam-
legum hætti og sjaldan lent í átök-
um.
Félagsmenn eru nú um 80.
Núverandi stjórn félagsins skipa
þessir menn:
Eiríkur Jónsson, form., Kjartan
Ólafsson, Sigurjón Ólafsson og
Ragnar Elísson.
Sveinafélag pípulagningarmanna
Félagið er stofnað 11. maí 1932
í KR-húsinu í Reykjavík, þ. e.
gömlu „Bárunni" við Tjörnina.
Jóhann Sigurgeirsson
Gústaf Kristjánsson
Fyrsti formaður þess var Jóhann
Sigurgeirsson.
Aðrir í fyrstu stjórn félagsins
voru: Kristinn Valdimarsson rit-
ari og Jón Oddsson gjaldkeri.
í varastjórn voru: Lúther Sal-
omonsson og Axel Smith, en endur-
skoðandi Runólfur Jónsson.
Félagssvæðið er lögsagnarum-
dæmi Reykjavíkur, ásamt Kópa-
vogskaupstað og Seltjarnarnes-
hreppi.
í Alþýðusambandið gengur fé-
lagið árið 1946. — Það er samþykkt
á félagsfundi 20. júlí 1946 að óska
upptöku í Alþýðusambandið og
kosning á fyrsta fulltrúa félagsins á
Alþýðusambandsþing fer fram 3.
október. Það var Karl Sigurðsson.
Tveir menn hafa verið gerðir
heiðursfélagar Sveinafélags pípu-
lagningarmanna, n.fl. þeir Einar
Dagfinnsson og Zóphónías Sigfús-
son.
Fyrstu samninga gerir félagið við
meistara árið 1935.
Fyrr á árum var mikið að gera í
iðninni 5—7 mánuði ársins, en mjög
lítið seinnipart vetrar og fram á
vor. Á þessu varð mikil breyting
um 1940 við hernámið. Þá varð
vinna stöðug allt árið. Og þegar
hitaveitan var lögð, varð mikil
mannekla í faginu.
Árið 1936 setur félagið kauptaxta,
og var hann kr. 1,70 um tímann í
dagvinnu kr. 2,50 í eftirvinnu og
kr. 3.00 í nætur- og helgidaga-
vinnu.
Þá er einnig settur ákvæðis-
vinnutaxti, og skal hann vera 10%
lægri en taxti meistaranna, ef
sveinninn leggur sér sjálfur til
verkfæri, en 17% lægri, ef meist-
arinn leggur til verkfærin. — Mán-
aðarkaup varð kr. 350.00.
Félagið hefur nokkrum sinnum
orðið að heyja verkfallsbaráttu til
að ná fram lagfæringum á kaupi
og kjörum félagsmanna, hafa þau
oftast verið háð í samstöðu við
önnur verkalýðsfélög. Fyrsta verk-
fallið stóð aðeins í tvo daga, en
verkfallið 1952 stóð fast að mán-
uði og var samstaða félagsmanna
mjög góð.
Fjölritað blað gaf félagið einu
sinni út, og bar það heitið
„Gneisti".
Sextíu og átta manns eru nú i
félaginu.
Núverandi stjórn skipa: Gústaf
Kristjánsson, form., Helgi Þorvarð-
arson, Sverrir Sigurðsson, Ásgeir
Magnússon og Jón Guðmundsson.
Verkalýðsfélag Hafnarhrepps,
Höfnum
Félagið er stofnað 31. marz árið
1946.
Það gekk í Alþýðusamband ís-
lands á árinu 1946.
Félagatala er um 40.
, Núverandi formaður er Ríkarð
Ásgeirsson.
Málarafélag Reykjavíkur
Félagið er stofnað 4. marz 1928 i
gamla Iðnskólahúsinu við Vonar-
stræti.
Fyrsti formaður þess var Albert
Erlingsson nú kaupmaður, eigandi
Albert Erlingsson