Vinnan - 01.05.1966, Page 41

Vinnan - 01.05.1966, Page 41
Guðgeir Jónsson Fyrstu stjórn þess skipuðu: Pét- ur G. Guðmundsson, formaður, Sveinbjörn Arinbjarnar, ritari og Jens Guðbj örnsson, gjaldkeri. Guðgeir Jónsson hefur verið lengst formaður, eða í 18 ár — og í stjórn þess í 25 ár alls. Félags- svæðið er landið allt. Miðfélagið var eitt af stofnfélögum A.S.Í. og átti fulltrúa í undirbúningsnefnd- inni. Núverandi félag gekk í A.S.Í. 1935. Þessa er sérstaklega að geta úr sögu samtakanna, auk venju- legra starfa og árangurs við kjara- samninga o. þ. h. 1. Þátttaka í stofnun A.S.Í. 1916. 2. Stofnun Styrktarsjóðs 1938. 3. Þátttaka í byggingu Ölfus- borga. 4. Stofnun félagsheimilis að Óð- insgötu 7 í samstarfi við sjö önn- ur stéttarfélög. 5. Stofnun skrifstofu í samstarfi við fjögur stéttarfélög. Núverandi stjórn skipa: Grétar Sigurðsson, form., Svanur Jóhannesson, varaform., Eggert Sigurðsson, ritari, Einar Sigurjóns- son, gjaldkeri, Guðrún Haraldsdótt- ir, form. kvennadeildar. Félagsmenn eru 130 að tölu. Grétar Sigurðsson ---------- winnctn ------------- Bakarasveinafélag fslands Félagið var stofnað 5. febrúar ár- ið 1908 í húsinu nr. 9 við Þing- holtsstræti í Reykjavík. Fyrsti formaður félagsins var Sigurður Á. Gunnlaugsson og með honum í stjórn Kristinn Þ. Guð- mundsson, gjaldkeri og Kristján P. Á. Hall, ritari. Aðalhvatamaður að stofnun fé- lagsins var P. O. Andersen, dansk- ur bakari. Stofnfélagar voru 16. Lengst allra hefur Guðmundur B. Hersir verið formaður félagsins. Félagið er landsfélag — þ. e. fé- lagssvæðið landið allt. í Alþýðusambandið gekk félagið 23. marz 1923. Höfuðhlutverk félagsins hefur að sjálfsögðu ávallt verfð það, að halda uppi réttindum meðlima Sigurður Á. Gunnlaugsson sinna gagnvart bakarameisturum og gæta hagsmuna bakarasveina á annan hátt. Merkasti þátturinn í starfsemi félagsins innávið er sjóðstofnanir þess, má þar auk félagssjóðs nefna: Styrktarsjóð, Ekknasjóð, Sjúkra- sjóð og Utanfarasjóð. Bakarasveinafélagið hefur gefið út sögu sína í bókaformi, bæði í tilefni 25 ára afmælis síns og 50 ára afmælisins, og vísast til þeirra. Þó þykir rétt að minna hér á sögulegasta verkfall, sem félagið hefur háð. Kaup bakara hafði dregizt aftur úr — var t. d. orðiö mun lægra en kaup prentara, sem oft áður höfðu haft áþekk kjör. Þessu vildu bakarar ekki una. Var samningum sagt upp í byrjun maímánaðar 1957 og hófst þá verk- fall. Stóð það í 101 dag og mun vera með lengstu verkföllum, sem háð hafa verið hér á landi fyrr og síðar. Guðmundur B. Hersir Að lokum náðust samningar, og fengu bakarar í sinn hlut umtals- verðar kjarabætur. Nú eru í Bakarasveinafélagi ís- lands um 60 félagsmenn. Félagsstjórnina skipa nú. Guð- mundur B. Hersir, form., Gísli Jak- obsson, Guðmundur Daníelsson, Herbert Sigurjónsson, Jón Þ. Björnsson. Félag íslenzkra hljómlistarmanna Félagið var stofnað að Hótel Borg í Reykjavík hinn 28. febrúar 1932 að tilhlutan Bjarna Böðvars- sonar og Þórhalls Árnasonar og hét þá Félag íslenzkra hljóðfæraleik- ara. Fyrsti formaður félagsins var Bjarni Böðvarsson, en aðrir í stjórn Bjarni Böðvarsson
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Vinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.