Vinnan - 01.05.1966, Side 41
Guðgeir Jónsson
Fyrstu stjórn þess skipuðu: Pét-
ur G. Guðmundsson, formaður,
Sveinbjörn Arinbjarnar, ritari og
Jens Guðbj örnsson, gjaldkeri.
Guðgeir Jónsson hefur verið
lengst formaður, eða í 18 ár — og
í stjórn þess í 25 ár alls. Félags-
svæðið er landið allt. Miðfélagið
var eitt af stofnfélögum A.S.Í. og
átti fulltrúa í undirbúningsnefnd-
inni. Núverandi félag gekk í A.S.Í.
1935. Þessa er sérstaklega að geta
úr sögu samtakanna, auk venju-
legra starfa og árangurs við kjara-
samninga o. þ. h.
1. Þátttaka í stofnun A.S.Í. 1916.
2. Stofnun Styrktarsjóðs 1938.
3. Þátttaka í byggingu Ölfus-
borga.
4. Stofnun félagsheimilis að Óð-
insgötu 7 í samstarfi við sjö önn-
ur stéttarfélög.
5. Stofnun skrifstofu í samstarfi
við fjögur stéttarfélög.
Núverandi stjórn skipa:
Grétar Sigurðsson, form., Svanur
Jóhannesson, varaform., Eggert
Sigurðsson, ritari, Einar Sigurjóns-
son, gjaldkeri, Guðrún Haraldsdótt-
ir, form. kvennadeildar.
Félagsmenn eru 130 að tölu.
Grétar Sigurðsson
---------- winnctn -------------
Bakarasveinafélag fslands
Félagið var stofnað 5. febrúar ár-
ið 1908 í húsinu nr. 9 við Þing-
holtsstræti í Reykjavík.
Fyrsti formaður félagsins var
Sigurður Á. Gunnlaugsson og með
honum í stjórn Kristinn Þ. Guð-
mundsson, gjaldkeri og Kristján
P. Á. Hall, ritari.
Aðalhvatamaður að stofnun fé-
lagsins var P. O. Andersen, dansk-
ur bakari. Stofnfélagar voru 16.
Lengst allra hefur Guðmundur
B. Hersir verið formaður félagsins.
Félagið er landsfélag — þ. e. fé-
lagssvæðið landið allt.
í Alþýðusambandið gekk félagið
23. marz 1923.
Höfuðhlutverk félagsins hefur að
sjálfsögðu ávallt verfð það, að
halda uppi réttindum meðlima
Sigurður Á. Gunnlaugsson
sinna gagnvart bakarameisturum
og gæta hagsmuna bakarasveina á
annan hátt.
Merkasti þátturinn í starfsemi
félagsins innávið er sjóðstofnanir
þess, má þar auk félagssjóðs nefna:
Styrktarsjóð, Ekknasjóð, Sjúkra-
sjóð og Utanfarasjóð.
Bakarasveinafélagið hefur gefið
út sögu sína í bókaformi, bæði í
tilefni 25 ára afmælis síns og 50 ára
afmælisins, og vísast til þeirra.
Þó þykir rétt að minna hér á
sögulegasta verkfall, sem félagið
hefur háð.
Kaup bakara hafði dregizt aftur
úr — var t. d. orðiö mun lægra en
kaup prentara, sem oft áður höfðu
haft áþekk kjör.
Þessu vildu bakarar ekki una.
Var samningum sagt upp í byrjun
maímánaðar 1957 og hófst þá verk-
fall. Stóð það í 101 dag og mun
vera með lengstu verkföllum, sem
háð hafa verið hér á landi fyrr og
síðar.
Guðmundur B. Hersir
Að lokum náðust samningar, og
fengu bakarar í sinn hlut umtals-
verðar kjarabætur.
Nú eru í Bakarasveinafélagi ís-
lands um 60 félagsmenn.
Félagsstjórnina skipa nú. Guð-
mundur B. Hersir, form., Gísli Jak-
obsson, Guðmundur Daníelsson,
Herbert Sigurjónsson, Jón Þ.
Björnsson.
Félag íslenzkra hljómlistarmanna
Félagið var stofnað að Hótel
Borg í Reykjavík hinn 28. febrúar
1932 að tilhlutan Bjarna Böðvars-
sonar og Þórhalls Árnasonar og hét
þá Félag íslenzkra hljóðfæraleik-
ara.
Fyrsti formaður félagsins var
Bjarni Böðvarsson, en aðrir í stjórn
Bjarni Böðvarsson