Vinnan - 01.05.1966, Side 67
i/innan
A fyrsta starfsári, 1920—1921, var
stofnaSur sjúkra- og styrktarsjóð-
ur. Er hann nú orðinn allsterkur
og greiðir einnig dánarbætur og út-
fararstyrk til ekkna og barna lát-
inna félagsmanna.
Eitt prósent af kaupi járuiðnað-
armanna greiða atvinnurekendur
síðan 1955 í sjúkrasjóðinn.
Ellistyrktarsjóður var stofnaður
fyrir félagsmenn 1940. í tilefni 35
ára afmælis félagsins var skráð
saga þess: Bókin Járnsmíða, eftir
Gunnar M. Magnúss rithöfund.
Bókasafni — tæknibóka og fé-
lagsmála — kom félagið upp 1962.
Félag járniðnaðarmanna er eig-
andi þriggja sumarhúsa í Ölfus-
borgum og tók þau í notkun sum-
arið 1965.
Stjórn Félags járniðnaðarmanna
eftir aðalfund 28. febrúar 1966 er
þannig skipuð:
Formaður: Guðjón Jónsson, sem
jafnframt er starfsmaður félagsins.
Varaformaður: Tryggvi Benedikts-
son. Ritari: Theódór Óskarsson.
Vararitari: Árni Kristbj örnsson.
Fjármálaritari: Gunnar Guttorms-
son. Gjaldkeri: Ingimar Sigurðs-
son. Meðstjórnandi: Snorri Jóns-
son.
Verkamannafélagið Fram
Sauðárkróki
Verkamannafélagið Fram er
stofnað í gamla barnaskólahúsinu
á Sauðárkróki, þar sem nú stend-
ur verzlunarhús Haraldar Júlíus-
sonar, árið 1903.
Fyrsti formaður Fram var Hin-
rik Árnason trésmiður. í stjórn
með honum voru Jónas Þorleifs-
son ritari og Jón Jónsson gjaldkeri.
Aðalhvatamaður að stofnun fé-
lagsins var Jóhann Jóhannesson
skósmiður.
Jóhann Jóhannesson
Lengst hefur verið formaður
Valdimar Pétursson verkamaður.
Félagssvæðið skv. félagslögum er
Sauðárkrókskaupstaður.
í Alþýðusambandið gekk félagið
árið 1933.
Þó að margs sé að minnast úr
langri sögu félagsins, nefni ég að-
eins eitt mál: Sigur félagsins í
vegavinnudeilunni 1944.
Vorið 1944 varð deila um kaup
og kjör vegavinnumanna milli Al-
þýðusambands íslands og Vega-
málastjórnarinnar. Vegavinna var
hvergi hafin, nema á Öxnadals-
heiði og á Vatnsskarði, þar sem
viðgerð á vegum fór fram, þrátt
fyrir bann Alþýðusambandsins.
Deilan stóð um það, hvort greiða
skyldi kauptaxta Verkamanna-
félagsins Fram innan Skagafjarð-
arsýslu. Var Vegamálastjórnin á
móti því og vildi aðeins greiða
þann taxta, sem greiddur hafði
verið árið áður, og var lægri.
Friðrik Sigurðsson
Alþýðusambandið boðaði til
vinnustöðvunar, en hvorki verk-
stjórar né vegavinnumenn hlýddu
því.
Þar sem mikil hætta var á því,
að vinnudeilan endaði með ósigri
ef ekkert yrði að gert, sneri Al-
þýðusambandið sér til Verka-
mannafélagsins Fram og bað það
að stöðva vinnuna.
í framhaldi af því var haldinn
fundur í stjórn og trúnaðarmanna-
ráði Fram og þar samþykkt að
senda þá Skafta Magnússon, Pét-
ur Laxdal og Magnús Bjarnason
til vegavinnumanna á Öxnadals-
heiði og Vatnsskarði til að kynna
þeim viðhorf Alþýðusambands ís-
lands.
Þeir félagar fóru fram á Öxna-
dalsheiði og ræddu þar við verk-
stjóra og vegavinnumenn, en þrátt
fyrir það var vinnunni haldið á-
fram næsta dag.
Er það fréttist til Sauðárkróks,
Sauðárkrókur aldamótaárið Sauðárkrókur 1965