Vinnan - 01.05.1966, Blaðsíða 12
i/tntian
Stefán Jóh. Stefánsson:
Þakkir og árnaðaróskir
Átta árum eftir stofnun Alþýðusambands íslands,
eða 1924, var ég kosinn í stjórn Alþýðusambandsins,
en þá voru í gildi, eins og alkunnugt er, þau ákvæði,
sem tengdu saman í skipulagslega heild, bæði Alþýðu-
flokkinn og Alþýðusambandið, og héldust þeir skipu-
lagshættir óbreyttir fram til ársins 1940, og allt fram
til þess tíma sat ég í sameiginlegri stjórn beggja sam-
takanna og var ritari þeirra á árunum 1928—1938.
En er Jón Baldvinsson dó, 17. marz 1938, tók ég við
störfum hans sem sameiginlegur forseti Alþýðuflokks-
ins og Alþýðusambandsins og var það fram til þess
tíma að formleg tengsl voru rofin milli þessara tveggja
samtaka.
Þó að störf mín væru frá upphafi meira tengd
stjórnmálum en verkalýðsmálum, þá ræður það að lík-
um, að ég kynntist mikið Alþýðusambandi íslands,
störfum þess og baráttu í sambandi við verklýðsmál-
efni, með því að sitja í stjórn þess samfleytt í 16 ár.
Ég vildi sannarlega ekki hafa misst af þeirri reynslu,
og ég vil segja þekkingu, sem ég á þeim árum fékk
af baráttu verkalýðsins, störfum hans og þörfum,
þroska og skilningi, og hlutverki hans í þjóðfélaginu.
Kynni mín af Alþýðusambandinu, opnuðu augu mín
fyrir mörgu, er áður var mér ekki nægilega ljóst. Og
þó ég hafi, ég vil segja fyrr og síðar, oft haft aðrar
skoðanir á mörgum málum en ýmsir af þeim mönnum,
er valizt hafa til forystu í verkalýðssamtökunum, þá
breytir það því alls ekki, að ég tel, að Alþýðusam-
bandið hafi unnið mörg ómetanleg afrek í þágu ís-
lenzks verkalýðs. Ég vil því bera fram einlægar
þakkir til þess fyrir nytsöm störf og baráttu í þágu
íslenzkra alþýðu, síðast liðna hálfa öld, og óska þess
af heilum hug, að því megi í framtíðinni hlotnast
það góða hlutskipti að berjast áfram, með djörfung
og dug á drengilegan hátt, fyrir hagsmunamálum ís-
lenzkrar alþýðu, og þá einnig fyrir þeim þjóðfélagsum-
bótum, er skapa verulega og varanlega hagsæld og
aukna menningu á íslandi.
fáum árum hafi á botnvörpuskipi því, er hann var á,
verið vakað við veiðar og aðgerð á fiski í 90 klukku-
stundir, með aðeins 1 klukkustundar hvíld á sólar-
hring, enda hafi það ekki verið nema þeir allra þrek-
mestu, sem svona lengi þraukuðu, — hinir féllu smátt
og smátt í valinn af ofþreytu og vökum. — Má geta
nærri, hvaða vinnulag hefir verið orðið á þessum fáu
uppistandandi hræðum, og ætli ekki að betra hefði
verið og gagnlegra fyrir útgerðina og fólkið, að skipt
hefði verið í vökur og mönnum veitt nauðsynleg hvíld.
í nefndaráliti minni hlutans er fullyrt, að ekki sé
hægt að benda á það, að heilsufar háseta á botn-
vörpuskipunum sé neitt lakara, eða þeir endist verr
en sjómenn yfirleitt.
Verður þetta naumast annan veg skilið, en að minni
hlutinn telji rangt að lögleiða hvíldartíma á þessum
skipum, nema það sé komið í ljós, að sjómenn á botn-
vörpuskipunum séu farnir að týna tölunni að greini-
legum mun, vegna ofþreytu og svefnleysis. Líklega
verða þeir að hrynja niður eins og flugur, til þess að
háttvirtur minni hluti vilji láta hefjast handa . . .
Ég held það hljóti að vera dómur flestra skynbærra
manna, að það sé von um meiri afla, með því að lög-
tryggja þá hvíld, sem frumvarpið gerir ráð fyrir. Og
þá kemur það heldur ekki fyrir, að skip þurfi að
hætta veiðum, vegna ofþreytu háseta, þó að gott sé
veður og fiskur nægur . . .
Málið er borið hér inn á þing samkvæmt fundar-
samþykkt í félagi sjómanna . . . Ég skal játa, að
mér hefði þótt það mikill heiður, ef ég hefði verið
frumkvöðull þessa máls, svo þarft tel ég það og nauð-
synlegt. En ég á nú ekki þann heiður, því miður . . .
þó að minnihluti nefndarinnar vilji nú gefa mér
hann. Það er gert af illum hug við málið. Og ég vona,
að háttvirt deild láti fara hér að málavöxtum og
samþykki frumvarpið. Með því vinnur hún þarft verk.“