Vinnan - 01.05.1966, Side 49

Vinnan - 01.05.1966, Side 49
vinnan Góðtemplarahúsið í Hafnarfirði, þar sem verkamannafél. Hlíf var stofnað 1907. skipið „Guðrúnu“. Útgerð þessi stóð í tvö ár. Þá seldi Hlíf hlut sinn í skipinu og keypti hlutabréf í Eimskipafélagi íslands. Sama ár tók Hlíf þátt i bæjar- stjórnarkosningum og fékk full- trúa sinn kosinn. Árið 1916 stofnaði Hlíf pöntunar- félag verkamanna. Það starfaði stutt, en var svo endurvakið 1931 og starfaði vel. Það varð undanfari Kaupfélags Hafnfirðinga. í bæjarstjórnarkosningum 1916 bauð Hlíf fram og fékk tvo full- trúa kosna. Á því ári byggði Hlíf fiskreita og seldi þá atvinnurekendum. Þetta var gjört til atvinnubóta. Árið 1923 er samþykkt tillaga í Hlíf um stofnun bæjarútgerðar. Þessar samþykktir voru marg end- urteknar. Á árinu 1927 komst þessi Hermann Guðmundsson hugmynd að nokkru í framkvæmd með útgerð bæjarins á togaranum Clementínu. Og árið 1931 varð hug- myndin að veruleika. Þá var stofn- að stórfyrirtækið Bæjarútgerð Hafnarfjarðar. Það er fyrst árið 1931, sem Hlíf nær fram kröfunni um, að Hlífar- menn gangi fyrir allri vinnu á fé- lagssvæðinu. Á því ári var karlakórinn „Fyrsti maí“ stofnaður innan Hlífar. Af hans rótum er kórinn „Ernir” (síð- ar ,,Þrestir“,) sprottinn. Árið 1939 var umbrotaár í sögu Hlífar. Þá voru reknir úr félag- inu 12 menn, sem taldir voru at- vinnurekendur. Þessi brottrekstur dró þann dilk á eftir sér, að Hlíf var rekin úr Alþýðusambandi ís- lands, og henni til höfuðs stofnað annað félag — Verkamannafélag Hafnarfjarðar. Gengu þá 112 verkamenn úr Hlíf. Þetta leiddi til átaka og verkfalls, sem varð svo alvarlegt, að segja má, að Hafnar- fjörður væri í hernaðarástandi um mánaðar skeið. En eftir harða bar- áttu sigraði Hlif, og félagsmenn klofningsfélagsins gengu aftur í Hlíf. Þar með voru hafnfirzkir verkamenn aftur sameinaðir í einu félagi. — Hlíf hafði haldið velli. Árið 1941 var endurvakinn Styrktarsjóður Hlífarmanna, og starfar hann enn í dag. Á árinu 1942 náði Hlíf fram kröfu sinni um 8 stunda vinnudag. Árið 1949 var stofnuð innan Hlif- ar deild vélgæzlumanna í hrað- frystihúsum. Sú deild er enn í Hlíf. Að sjálfsögðu minntist Hlíf 50 ára afmælis síns á veglegan hátt árið 1957. Afmælishóf var hald- ið, svo og hátíðarfundur, og út var gefið veglegt afmælisrit. Sá sigur vannst árið 1961 í samn- ingum, að atvinnurekendur skyldu greiða 1% af dagvinnukaupi verka- manna í sjúkrasjóð félagsins. Árið 1962 var fram borin og samþykkt á Hlifarfundi tillaga um nauðsyn þess að stofna Verka- mannasamband. Stofnþing Verka- mannasambands íslands var haldið dagana 9. og 10. maí 1964, og komst tillagan þannig í fram- kvæmd. Hlíf var aðili að hinu fræga júní- samkomulagi við ríkisstjórnina 1964. Á liðnu ári — 1965 — náði Hlíf í samvinnu við Dagsbrún og verka- kvennafélögin í Hafnarfirði og Reykjavik fram kröfunni um stytt- ingu vinnuvikunnar í 44 stundir án skerðingar heildartekna. Félagsmenn eru nú um 560 tals- ins. Núverandi stjórn Hlífar skipa þessir menn: Hermann Guðmundsson, form., Gunnar S. Guðmundsson, Hall- grímur Pétursson, Sigvaldi Andrés- son, Guðlaugur Bjarnason, Reynir Guðmundsson og Gísli Friðjónsson. Verkakvennafélagið Framsókn Formlega er gengið frá stofnun Verkakvennafélagsins Framsóknar á fundi 25. október 1914. Aðdragandinn að stofnun félags- ins er sá, að tekin eru til umræðu í Kvenréttindafélagi íslands 21. apríl 1913 bágborin kjör verkakvenna og nauðsyn þess, að eitthvað sé gert til úrbóta. — Formaður Kvennrétt- Jónína Jónatansdóttir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Vinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.