Vinnan - 01.05.1966, Síða 49
vinnan
Góðtemplarahúsið í Hafnarfirði, þar sem verkamannafél. Hlíf var stofnað 1907.
skipið „Guðrúnu“. Útgerð þessi
stóð í tvö ár. Þá seldi Hlíf hlut
sinn í skipinu og keypti hlutabréf
í Eimskipafélagi íslands.
Sama ár tók Hlíf þátt i bæjar-
stjórnarkosningum og fékk full-
trúa sinn kosinn.
Árið 1916 stofnaði Hlíf pöntunar-
félag verkamanna. Það starfaði
stutt, en var svo endurvakið 1931
og starfaði vel. Það varð undanfari
Kaupfélags Hafnfirðinga.
í bæjarstjórnarkosningum 1916
bauð Hlíf fram og fékk tvo full-
trúa kosna.
Á því ári byggði Hlíf fiskreita og
seldi þá atvinnurekendum. Þetta
var gjört til atvinnubóta.
Árið 1923 er samþykkt tillaga í
Hlíf um stofnun bæjarútgerðar.
Þessar samþykktir voru marg end-
urteknar. Á árinu 1927 komst þessi
Hermann Guðmundsson
hugmynd að nokkru í framkvæmd
með útgerð bæjarins á togaranum
Clementínu. Og árið 1931 varð hug-
myndin að veruleika. Þá var stofn-
að stórfyrirtækið Bæjarútgerð
Hafnarfjarðar.
Það er fyrst árið 1931, sem Hlíf
nær fram kröfunni um, að Hlífar-
menn gangi fyrir allri vinnu á fé-
lagssvæðinu.
Á því ári var karlakórinn „Fyrsti
maí“ stofnaður innan Hlífar. Af
hans rótum er kórinn „Ernir” (síð-
ar ,,Þrestir“,) sprottinn.
Árið 1939 var umbrotaár í sögu
Hlífar. Þá voru reknir úr félag-
inu 12 menn, sem taldir voru at-
vinnurekendur. Þessi brottrekstur
dró þann dilk á eftir sér, að Hlíf
var rekin úr Alþýðusambandi ís-
lands, og henni til höfuðs stofnað
annað félag — Verkamannafélag
Hafnarfjarðar. Gengu þá 112
verkamenn úr Hlíf. Þetta leiddi til
átaka og verkfalls, sem varð svo
alvarlegt, að segja má, að Hafnar-
fjörður væri í hernaðarástandi um
mánaðar skeið. En eftir harða bar-
áttu sigraði Hlif, og félagsmenn
klofningsfélagsins gengu aftur í
Hlíf. Þar með voru hafnfirzkir
verkamenn aftur sameinaðir í einu
félagi. — Hlíf hafði haldið velli.
Árið 1941 var endurvakinn
Styrktarsjóður Hlífarmanna, og
starfar hann enn í dag.
Á árinu 1942 náði Hlíf fram kröfu
sinni um 8 stunda vinnudag.
Árið 1949 var stofnuð innan Hlif-
ar deild vélgæzlumanna í hrað-
frystihúsum. Sú deild er enn í Hlíf.
Að sjálfsögðu minntist Hlíf 50
ára afmælis síns á veglegan hátt
árið 1957. Afmælishóf var hald-
ið, svo og hátíðarfundur, og út var
gefið veglegt afmælisrit.
Sá sigur vannst árið 1961 í samn-
ingum, að atvinnurekendur skyldu
greiða 1% af dagvinnukaupi verka-
manna í sjúkrasjóð félagsins.
Árið 1962 var fram borin og
samþykkt á Hlifarfundi tillaga um
nauðsyn þess að stofna Verka-
mannasamband. Stofnþing Verka-
mannasambands íslands var haldið
dagana 9. og 10. maí 1964, og
komst tillagan þannig í fram-
kvæmd.
Hlíf var aðili að hinu fræga júní-
samkomulagi við ríkisstjórnina
1964.
Á liðnu ári — 1965 — náði Hlíf
í samvinnu við Dagsbrún og verka-
kvennafélögin í Hafnarfirði og
Reykjavik fram kröfunni um stytt-
ingu vinnuvikunnar í 44 stundir án
skerðingar heildartekna.
Félagsmenn eru nú um 560 tals-
ins.
Núverandi stjórn Hlífar skipa
þessir menn:
Hermann Guðmundsson, form.,
Gunnar S. Guðmundsson, Hall-
grímur Pétursson, Sigvaldi Andrés-
son, Guðlaugur Bjarnason, Reynir
Guðmundsson og Gísli Friðjónsson.
Verkakvennafélagið Framsókn
Formlega er gengið frá stofnun
Verkakvennafélagsins Framsóknar
á fundi 25. október 1914.
Aðdragandinn að stofnun félags-
ins er sá, að tekin eru til umræðu í
Kvenréttindafélagi íslands 21. apríl
1913 bágborin kjör verkakvenna og
nauðsyn þess, að eitthvað sé gert
til úrbóta. — Formaður Kvennrétt-
Jónína Jónatansdóttir