Vinnan - 01.05.1966, Page 31

Vinnan - 01.05.1966, Page 31
u innan 29 í ræðu, er forseti sambandsins Sigurjón Á. Ólafsson, hélt er hann setti þingið, lét hann í ljós þá ósk, að eitt sjónarmið mætti verða ríkjandi, þ. e. að viðhalda þeim réttindum, sem náðst hafa og auka og efla hin hagsmunalegu verðmæti, sem verkalýðurinn á rétt til. Þar með leggur hann áherzlu á, að allir standi sam- an um hagsmunamál verkamanna hvar í flokki sem þeir standi. Hann óttaðist auðsjáanlega sem von var, að deilur myndu rísa innan sambandsins vegna ágreinings um stjórnmál, enda var framtíðin óviss. í kosningunni til sambandsstjórnar unnu vinstri menn sigur. Guðgeir Jónsson var kosinn forseti sam- bandsins og flestir meðstjórnendur hans voru vinstri menn. Guðgeir hafði um langt skeið starfað í Alþýðu- sambandinu og hafði stutt Héðin Valdemarsson í baráttu hans fyrir sameiningu verkalýðsflokkanna. Þau tvö ár, sem hann var forseti, beitti sambands- stjórnin áhrifum sínum sem mest hún mátti til þess að koma á góðri sambúð milli félaga og einstaklinga innan sambandsins og efla samstöðuna um verka- málin, hvað sem stjórnmálum leið. Bar sú viðleitni betri árangur en margir höfðu búizt við, enda þótt einn af meðlimum stjórnar sambandsins væri hatrammur andstæðingur stjórnarstefnunnar. Næstu tvö kjörtímabil var sambandsstj órnin skipuð vinstri mönnum. Var Hermann Guðmundsson, for- maður Verkamannafélagsins Hlífar í Hafnarfirði, for- seti sambandsins. Telja má að samstaðan um verka- lýðsmálin innan sambandsins hafi verið furðu góð, þrátt fyrir hörð pólitísk átök, einkum í baráttunni um völdin í verkalýðsfélögunum. Á þingi A.S.Í. 1948 unnu hægri menn kosningarnar og var Helgi Hannesson kjörinn forseti; var stjórnin alskipuð hægri mönnum. Héldu hægri menn völdum í sambandinu til ársins 1954, og var Helgi Hannesson forseti allan þann tíma. Allt það tímabil var verkalýðs- hreyfingin í harðri varnarbaráttu, þar sem dýrtíð óx mjög og launahækkanir komu jafnan seint og síðar- meir og náðu yfirleitt ekki að vega upp á móti vexti dýrtíðarinnar. Átök voru og mjög hörð innan sam- bandsins á þeim árum. Á þingi A.S.Í. 1954 var kosningabaráttan afar hörð og unnu vinstri menn með naumum meirihluta. Var þá Hannibal Valdimarsson kosinn forseti. Hefur hann síðan gengt þvi starfi til þessa dags, og hefur sam- bandsstjórn jafnan síðan verið alskipuð vinstri mönn- um. Á síðasta áratug hafa deilur innan A.S.Í. farið dvín- andi. Átök um völdin í hinum einstöku sambands- félögum eru nú smávægileg hjá því sem áður var og samstaða á sviði verkamála hefur batnað til mikilla muna, enda þótt stjórnmálaágreiningur sé engu minni en áður. Á þessu tímabili hefur verkalýðurinn átt í harðri kjarabaráttu, einkum eftir gengisfellinguna 1960, er varð orsök til óðaverðbólgu þeirrar, er enn heldur áfram og ágerist æ meir. Þrátt fyrir margskonar örðugleika og verulega kjararýrnun verkamanna síðan um 1950, hefur A.S.Í. aukizt að styrkleika. Tala félagsmanna er nú komin upp 1 ca. 35.000. Sambandið er nú orðið einhver mik- ilvægasti gerandi í stjórnmálum landsins, og hafa for- ystumenn andstæðinga þess margsinnis viðurkennt, að ekki sé hægt að stjórna landinu til langframa nema með því að taka meira eða minna tillit til A.S.Í. Oft hafa fulltrúar þess tekið þátt í hinum mikilvæg- ustu samningum um efnahagsvandamál, sem upp hafa komið og snerta kjör verkalýðsins eða annarra launastétta. Þó eru áhrif þess á framvindu efnahags- Fundarstjóraborð á 29. þingi A.S.í. 1964.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Vinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.