Börn og menning - 2017, Blaðsíða 8
Börn og menning8
Bill Smugs. Í íslensku þýðingunni kemur hann í fyrstu
fram undir nafninu „Villi“ sem er gælunafn en ekki dul-
nefni og viðbrögð manna við því þannig stundum frekar
undarleg í þýðingunni.
Andrés Kristjánsson og Kristmundur Bjarnason voru
greinilega innblásnir af vinsældum Ævintýrabókanna
þegar þeir ákveða að nota áfram sömu nöfn á aðalpersón-
ur sem heita allt öðrum nöfnum á frummálinu. Andrés
notar þannig Finnur og Dísa á persónur sem heita Freder-
ick (kallaður ‘Fatty’) og Daisy (en ekki Philip og Dinah)
og þannig verða þau nafnar Ævintýrabókapersónanna á
íslensku en ekki á ensku; hin börnin í Dularfullabókun-
um heita Lárus, Beta og Palli (Larry, Bets og Pip á frum-
málinu) og þessi börn eru öll þekkt undir ættarnöfnum
sínum (Hilton, Daykin og Trotteville), öfugt við sögu-
hetjur Ævintýrabókanna og Fimmbókanna. Enn fremur
heita ýmsar aukapersónur enskum ættarnöfnum, til að
mynda foreldrar barnanna og Jenks lögregluforingi, hlið-
stæða Villa. Á hinn bóginn er helsti fjandmaður barn-
anna Goon íslenskaður og heitir á íslensku Gunnar lög-
regluþjónn – sem krefst þess í Dularfullu skilaboðunum
að Rangoon sé breytt í Borgundarhólm þó að áfram sé
persónan sem kaupir dagblað frá Borgundarhólmi ætt-
aður frá Burma („Hann er ættaður frá Burma en hefur
dvalið víða um heim, meðal annars á Borgundarhólmi
allmörg ár“).
Kristmundur notar nöfn Jonna og Önnu á persónurn-
ar Dick og Anne sem verða þá líka nafnar Jack og Lucy-
Ann á íslensku en Julian og Georgina halda sér nokkurn
veginn (Júlían/Júlli og Georgína/Georg). Á ensku heita
þau öll Kirrin en á íslensku er ættarnafnið horfið og
frændi þeirra Quentin Kirrin heitir einfaldlega Kjartan.
Um einhvers konar vísun er greinilega að ræða hjá báðum
þýðendum (það er varla tilviljun að Jonni og Anna eru
systkini bæði í Ævintýrabókunum og Fimmbókunum)
sem skapa skemmtileg vensl milli bókaflokkanna og hafa
eflaust hjálpað íslenskum aðdáendum Enid Blyton við að
hugsa um bækurnar í einu lagi (og kaupa þær allar!).
Þessar þýðingar hafa þannig ótvíræðan kost en skapa
engin vandamál nema í tilviki Finns Trotteville í Dular-
fullubókunum sem félagar hans kalla greinilega oftast
‘Fatty’ (Feiti) í frumtextanum. Þar sem Finnur er meistari
dulargervisins lenda þau stundum í því að elta ókunn-
ugt fólk og ávarpa það hans nafni sem veldur miklum
taugatitringi („Ég tek því ekki þegjandi, að ég sé upp-
Það er sitthvað Búrma eða Borgundarhólmur.
Á hinn bóginn er helsti
fjandmaður barnanna
Goon íslenskaður og
heitir á íslensku Gunnar
lögregluþjónn