Börn og menning - 2017, Blaðsíða 9

Börn og menning - 2017, Blaðsíða 9
nefndur og hæðzt að mér“ segir feitlaginn drengur sem þau elta og kalla Finn í Dularfulla jarðhúsinu) sem er heldur skiljanlegri ef þau eru beinlínis að kalla mann- eskjuna feita en að ávarpa hana sem Finn. Á hinn bóg- inn er íslenska þýðingin þar með laus við þá leiðinda- niðurstöðu að aðalpersónan sé jafnan uppnefnd eftir holdarfari sínu. Lundleiðir frændur og kynlegir náungar Á ensku þykir Enid Blyton skrifa rislítinn og endur- tekningarsaman stíl þó að þeim er þetta ritar finnist það raunar ekki einkenna ensku Ævintýrabækurnar sérstak- lega. Á íslensku fer því aftur á móti fjarri að sú sé raun- in. Í Ævintýraeyjunni kemur þannig fram að skólafélagi Finns og Jonna sé „lundleiður“ og hið sama á við um Gottskálk frænda Jonna og Önnu (Geoff rey á frummál- inu). Þetta sjaldgæfa (en gagnsæja) orð var nánast horfið úr málinu þegar sá er þetta ritar las Ævintýraeyjuna fyrst. Í Ævintýraeyjunni leggur fólk (og páfagaukar) „ísmeygi- lega undir flatt“, menn lúta yfir „gulnaðan skjalastafla“, eru „kampkátir“ og búa í húsi sem er „áveðurs“. Allt gæti þetta vafist fyrir nútímalesendum og var ekki held- ur hversdagslegt talmál á 8. áratugnum en þá kom þetta ekki að sök og bækurnar slógu aftur í gegn. Í Fimm í ævintýraleit er lykilpersóna í sögunni kynnt á þennan hátt: „Í þeim svifum vatt sér kynlegur náungi út úr fremsta lestarklefa. Hann var lágvaxinn og þrek- vaxinn, og hann var með eins konar sjómannsskegg, að því er virtist. Augu hans voru fagurblá, og þykkt hárið grásprengt“. Í Dularfulla peningahvarfinu er sagt um Gunnar lögregluþjón: „Hann hafði aldrei nema skaða og skapraun af þessum krakkasmánum. Þessi ókunni maður var líklega einhver vandræðagemlingur, og það er bezt að eiga sem minnst saman við slíka menn að sælda, þegar maður skildi þá ekki einu sinni.“ Þannig þýddu Sigríður Thorlacius, Kristmundur Bjarnason og Andrés Kristjánsson bækur Enid Blyton á blæbrigðaríkt bókmenntamál sem hefur eflaust aukið mjög orðaforða íslenskra aðdáenda hennar. Á hinn bóg- inn er hætt við að mörgum nútímabörnum þyki mál- farið á bókunum undarlegt og fornlegt þó að enn vefjist þær ekki tiltakanlega fyrir vönum lesendum. Höfundur er prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda. Fimm elska leynigöng. Í Ævintýraeyjunni leggur fólk (og páfagaukar) „ísmeygilega undir flatt“, menn lúta yfir „gulnaðan skjalastafla“, eru „kampakátir“ og búa í húsi sem er „áveðurs“. 9„Ekki kalla mig Finn“

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.