Börn og menning - 2017, Blaðsíða 27

Börn og menning - 2017, Blaðsíða 27
 27Ísland til umræðu Þær viðbótarupplýsingar sem finna má á opnunni um „Gamminn“, „Griðunginn“, „Drekann“ og „Bergris- ann“ varða þá landshluta sem landvættirnar tengjast fremur en þessar fjórar spennandi skepnur sem finna má á skjaldarmerkinu og þessar viðbótarupplýsingar eru með einhverjum hætti mjög ófullnægjandi. Um griðunginn segir aðeins: „Í Breiðafirði var griðungurinn en það er annað orð fyrir naut. Breiðafjörðurinn liggur á milli Vestfjarða og Snæfellsness.“ Myndir í fyrirrúmi Höfundar bókarinnar hafa augljóslega tekið um það meðvitaða ákvörðun að fylla hana ekki af texta og ég get ímyndað mér að það hafi verið tímafrek nákvæmnis- vinna að stytta textana þannig að þeir tækju ekki upp of mikið rými en segðu engu að síður nóg. Í sumum tilvik- um finnst mér það hafa tekist miður vel, annars staðar prýðilega. Ég vil sérstaklega hrósa umfjöllun um fugla og þá einkum og sér í lagi kríuna. Þegar á heildina er litið finnst mér textinn samt standa fullmikið í skugga myndanna; þar hefði mátt leika sér með málið, jafnvel slá á létta strengi. Að mínu viti mætti bók sem þessi a.m.k. greina sig frá máli og stíl hefðbundinna kennslu- bóka með djarfari hætti en hér er gert. Gamall ritdóm- ari sagði eitt sinn við mig að það væri svo skrítið að það væri auðvelt að tína til lesti góðra bóka og kosti þeirra vondu. Hér hefur ýmislegt verið tínt til sem ef til vill gætu talist lestir en það er vegna þess að ég tel þetta góða bók sem á að þola gagnrýna umræðu. Og þegar upp er staðið er það helsti kostur þessarar bókar, hún vekur umræðu og er grundvöllur samræðu milli barna og fullorðinna. Höfundur er rithöfundur og doktorsnemi í íslenskum bókmenntum.

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.