Börn og menning - 2017, Blaðsíða 15
15Erlendar söguhetjur á íslenskum skóm
árið 1983; og þýðing Þórarins Eldjárns, Ævintýri Lísu í
Undralandi, sem kom út 1996. Síðari tvær útgáfurnar
eru heildarþýðingar á verkinu þó að íslensk börn þekki
Lísu ef til vill best í einhverri endursögn eða aðlögun,
t.d. frá Disney-samsteypunni.
Íslenskaðar söguhetjur
Fyrsta bókin sem var lesin fyrir þig, lesandi góður, var
að öllum líkindum þýðing og fyrsta bókin sem þú last
þér til yndis og ánægju á barnsaldri var það eflaust
líka. Sama máli gegnir um fyrstu bækur barnsins þíns
og barnabarnsins, ef þú ert kominn á þann aldur.
Þýðingar eru nefnilega og hafa löngum verið drýgstur
hluti allra barnabóka sem koma út á íslensku, allt upp
í rúm 80% eða jafnvel meira ef allt er talið með –
skáldskapur og fræðslurit ætluð börnum, myndabæk-
ur, myndasögur og svo framvegis. Þetta eru svo bækur
af öllu tagi, allt frá vönduðum verðlaunabókum niður
í það sem ekki er hægt að kalla annað en söluvæn-
legt rusl, og falla misvel að íslenskum veruleika og
viðhorfum. Sumir þýðendur og útgefendur vanda
vel til verksins, aðrir síður og sumar ákvarðanir þýð-
andans koma fullorðnum lesendum til að klóra sér í
hausnum. Vissirðu til dæmis að kettirnir Snúður og
Snælda úr fallegu myndabókunum sem flestir þekkja
skiptu báðir um kyn? Það gerði Morrinn í Múmínálfa-
bókunum líka, hann er kvenkyns í frumtextanum en
Bísamrottan karlkyns. Þöngull og Þrasi eru karlkyns
í annars frábærri íslenskri þýðingu Steinunnar Briem
en af óræðu kyni í frumtexta og samt fellur allur þessi
kynusli í skuggann af tegundaskiptunum miklu þegar
smátröllin breyttust í álfa.
En þó að fullorðnu lesendurnir furði sig á ýmsu gera
börnin það ekki. Fyrir þeim er allur textinn frumsam-
inn og nýr, hluti af heimsmynd í mótun. Hetjurnar í
barnasögunum fylgja okkur sumar hverjar ævilangt
og margar þeirra ganga í lopapeysu og á íslenskum
skóm þótt uppruni þeirra sé erlendur. Aðalatriðið er að
sögurnar og bækurnar hrífi barnshugann, veki spurn-
ingar og forvitni og ekki síst áhuga á veröldinni með
öllum þeim undrum sem í henni leynast. Öflug barna-
bókaútgáfa leggur undirstöðuna að framtíð íslenskrar
tungu og íslenskrar menningar og sú undirstaða yrði
harla rýr ef engar væru þýðingarnar.
Höfundur er rithöfundur og þýðandi.
Hún lauk MAprófi í þýðingafræði 2013 og vinnur
nú að doktorsritgerð um sálmaþýðingar.
1 Barnaljóð Vigfúsar má finna í heild á hinum ágæta Óð-
fræðivef Braga: http://bragi.info/ljod.php?ID=3852
2 SumarGiøf handa børnum er aðgengileg á vefnum baekur.
is: http://baekur.is/bok/000147614/Sumar-Giof_han-
da_Bornum
3 Ég hvet alla til að lesa greinina sem birtist í Jóni á Bægisá
árið 1999 og er aðgengileg á timarit.is: http://timarit.is/
view_page_init.jsp?pageId=6623981
4 The Queen of Hearts / She made some tarts, / All on a
summer’s day;
The Knave of Hearts / He stole those tarts, / And took
them clean away.
The King of Hearts / Called for the tarts, / And beat the
knave full sore;
The Knave of Hearts / Brought back the tarts, / And
vowed he’d steal no more.
Heimildir