Börn og menning - 2017, Blaðsíða 19

Börn og menning - 2017, Blaðsíða 19
 19Hvert sækjum við sögurnar? Mynd 2: Skáldsögur fyrir börn og ung­ menni þýddar úr ensku 1982–1986 og 2010–2014 sem hlutfall af öllum þýdd­ um skáldsögum fyrir börn og ungmenni á Íslandi. út á árunum sem voru til rannsóknar og hvert hlutfall þýddra bóka var af heildarfjöldanum. Sjá mynd 1. Svipað magn virðist vera þýtt af barnabókum um þessar mundir og fyrir þrjátíu árum síðan (blár hluti súlna). Innlendir höfundar virðast aftur á móti vera að sækja í sig veðrið og hefur hlutfall íslenskra barnabóka greinilega aukist (rauður hluti súlna) síðan fyrir þremur áratugum. Og þá að niðurstöðunum sjálfum. Ef skoðaður er hlutur enskunnar á móti öðrum þýðingarmálum kemur þetta í ljós: Sjá mynd 2 Skáldsögum þýddum úr ensku fyrir börn og ung- linga hefur greinilega fjölgað umtalsvert á þessu þrjátíu ára bili á kostnað skáldsagna úr öðrum tungumálum. Á árunum 1982–1986 var hlutur þeirra að meðaltali 44% en 2010–2014 hefur hlutfallið náð 77% að með- altali og þar af er hlutfallið allra hæst 2014, eða 82%. Staðfesting virðist því vera fengin á vaxandi menningar- yfirráðum enskunnar á sviði þýddra barna- og ung- lingaskáldsagna hér á landi. Einnig er áhugavert að sjá hvernig þýddar skáldsögur fyrir börn og ungmenni skiptast eftir öllum uppruna- löndum: Sjá mynd 3 Myndin breytist allnokkuð þegar árin 2010–2014 eru sett upp á sama hátt. Sjá mynd 4. Ljóst er að talsverð breyting hefur orðið á vægi mál- svæða á þessum 30 árum. Hlutur Norðurlandamál- anna, sem var stór, eða um þriðjungur fyrir 30 árum, hefur skroppið saman og telst vera um fimmtungur í dag. Í því sambandi er áhugavert að sænskan, eina Mynd 3: Hlutfall þýddra skáldsagna fyrir börn og ungmenni á Íslandi á árunum 1982–1986 eftir upprunalöndum. Mynd 4: Hlutfall þýddra skáldsagna fyrir börn og ungmenni á Íslandi á árunum 2010–2014 eftir upprunalöndum.

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.