Börn og menning - 2017, Blaðsíða 10

Börn og menning - 2017, Blaðsíða 10
Það er enginn barnaleikur að semja bækur handa börnum og það er svo sannarlega ekki held- ur neinn barnaleikur að þýða fyrir þau. Erlendi textinn er iðulega fullur af orðaleikjum og tilvísunum í menningarleg fyr- irbæri, þjóðsögur og barnaþulur sem þekkjast bara í heimahög- um og eiga litla eða enga sam- svörun í viðtökumenningunni. Og svo er það bundna málið: Börn hafa gaman af vísum og kvæðum og allt þarf það að fylgja réttum bragreglum í þýð- ingu ef vel á að vera. Ýmislegt annað þarf líka að skila sér og sumar söguhetjurnar úr barnabókum eru svo miðlægar í vestrænni menningu að þegar þær eru nefndar vita all- ir við hvað er átt: Pétur Pan er strákurinn sem vildi ekki verða fullorðinn, Pollýanna reyndi alltaf að líta á björtu hliðarnar og sjá eitthvað gott úr öllu, og svo framvegis. En þótt við gerum okkur kannski ekki grein fyrir því kunna hugmyndir okkar um þessar söguhetjur að vera ólíkar, allt eftir því hvaðan við komum og hvaða þýð- ingu á bókunum við höfum lesið á hvaða tungumáli. Barnabókaþýðingar hafa tíðkast á Íslandi í meira en 200 ár, þótt áherslurnar hafi vitaskuld breyst mikið. Lengi vel var megináherslan lögð á að ala ungu lesendurna upp og hræða þá til hlýðni en á síðari árum hefur mönnum skilist að annars konar texti henti ef til vill betur til að fræða börn og skemmta þeim í leiðinni. Guðsótti og góðir siðir Menn greinir á hvenær fyrstu bækur beinlínis ætlaðar börn- um komu fram en fyrsta ís- lenska barnabókin er oftast talin vera Barna­Liood: Med Ljuflings­Lag1 eftir séra Vigfús Jónsson í Hítardal, sem kom út árið 1780 en er líklega ort einum fjörutíu árum fyrr. Ljóðabálkurinn er 105 erindi, heilræði og góðar óskir til handa dóttur hans barnungri og hann leggur henni lífsreglurnar föðurlega og af mildi, eins og vænta má – guðhræðslu, hlýðni, iðni og aðrar dyggðir svo að hún feti örugglega hinn þrönga veg til Himnaríkis. Fyrsta þýdda barnabókin kom svo út árið 1795, Sumar ­Giøf handa børnum2, í þýðingu séra Guðmundar Jónssonar prófasts og sóknarprests, og þar kveður held- Erlendar söguhetjur á íslenskum skóm Magnea J. Matthíasdóttir Erlendi textinn er iðulega fullur af orða- leikjum og tilvísunum í menningarleg fyrirbæri, þjóðsögur og barnaþul- ur sem þekkjast bara í heimahögum og eiga litla eða enga samsvörun í viðtökumenningunni.

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.