Börn og menning - 2017, Blaðsíða 11

Börn og menning - 2017, Blaðsíða 11
 11Erlendar söguhetjur á íslenskum skóm ur við annan tón. Bókina þýddi Guðmundur úr dönsku bókinni Tidsfordriv og undervisning for børn, fra deres femte til deres tiende alders år, i små historier (Afþreying og fróðleikur handa börnum, frá fimm til tíu ára aldurs, í stuttum sögum), en það var svo aftur þýðing á ritinu Zeitvertreib und Unterricht für Kinder vom dritten bis zehnten Jahr in kleinen Geschichten (Afþreying og fróð- leikur handa börnum frá þriggja til tíu ára aldurs í stutt- um sögum) eftir Johann August Ephraim Goeze, sem kom út í Leipzig 1783. Goeze þessi var prestur og dýrafræðingur og hans er einkum minnst fyrir rannsóknir á ormum og bessa- dýrum (Tardigrada). Hann er upplýsingarmaður og vill uppræta hjátrú og ástæðulausan ótta við „yfirnátt- úruleg“ fyrirbæri en hættur virðast engu að síður vera á hverju strái í borgaralegu umhverfi söguhetjanna í Þýskalandi og vissara að vara eindregið við þeim. Það er fremur erfitt að ímynda sér tíma og aðstæður þegar þessar frásagnir skemmtu börnum þótt Goeze fullyrði það í formálanum og segist hafa reynt að aðlaga mál- farið að skilningi barna. Honum gengur greinilega gott eitt til og virðist vera hlýtt til barnanna sinna, ekki síst hinnar námsfúsu fimm ára dóttur sinnar sem er þakk- látur hlustandi hans og nemandi, þótt ýmislegt annað í fari hennar kalli á föðurlega handleiðslu. Nú efast ég ekki um að Guðmundur Jónsson hafi líka verið indælis maður en eitthvað hefur gerst í þýð- ingu sem breytti yfirbragði ritsins, hvort sem það var í dönsku þýðingunni eða hinni íslensku. Í skemmtilegri úttekt á lestrarbókinni í greininni „Það var vel artað barn og hafði fengið hreina sálu“3 segir Guðlaug Gísladóttir að tilgangur bókarinnar virðist fyrst og fremst vera að hræða börnin svo mikið að þau þori ekki annað en að hlýða og það er varla hægt annað en að taka undir það. „Þau mega t.d. ekki vera nísk, hrekkjótt, heimtu frek, matvönd, slúðurgjörn, ráðrík, lygin, hnýsin, hræðslu- gjörn, fífldjörf, þverlynd, óþakklát, svefnpurkur eða leggja nafn Guðs við hégóma og er þetta aðeins brot af þeim löstum sem þeim ber að varast,“ segir hún. Hitt og þetta virðist horfið sem var í frumtexta en annað komið í staðinn, og í formála fæst skýringin: Þýðingin fylgir ekki orðrétt „dönsku“ barnabókinni heldur er „allvíða umsteypt eptir vorum landsháttum“ og auk þess hefur útgefandinn Magnús Stephensen „sumstaðar stytt, um- breytt og samandregið, en sumstaðar með öllu úrfellt þær ómerkilegustu og missanlegustu frásøgur og barna- samræður, en á fáeinum støðum litlu innsmeygt“. Hér eru strax lagðar línur í þýðingu á barnabókum sem hefur verið fylgt alla tíð síðan: Textinn skal stað- færður og mat þýðanda og ritstjóra (og/eða útgefanda) á því hvað sé við hæfi barna ræður í þeim efnum, en ekki frumtextinn sem þeir hafa í höndunum. Hlutverk textans er líka skýrt – hann á að fræða og stuðla að því að börnin alist upp í hlýðni, guðsótta og góðum siðum, með góðu eða illu. Hetjur sem henta börnum Reyndar er nú ekki svo, að barnabókaútgáfa hafi strax tekið að blómgast hér á upplýsingaöld, því hér var ekki það borgaralega samfélag sem var gróðurmoldin fyrir útgáfuna eftir iðnbyltingu og kverið – sem var líka þýtt! – að mestu látið nægja til uppfræðslu. Tilgangurinn með útgáfu bóka handa börnum var einkum lestrar- kennsla eða trúarleg og siðferðileg innræting og þýð- ingar voru lengi vel allsráðandi, einkum úr dönsku. Eitthvað var gefið út af barnabókum á 19. öld en það var ekki fyrr en á þeirri 20. sem útgáfan tók við sér og enn sem fyrr var megináhersla á uppbyggilegan boð- skap handa lesendum, bæði ungum og öldnum, og fullt frjálsræði þýðandans til að tryggja að hann kæmist til skila þótt það kynni að vera á kostnað skemmtunar og Fyrsta þýdda barnabókin, Sumar­Giøf handa børnum, kom út árið 1795.

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.