Börn og menning - 2017, Blaðsíða 14
Börn og menning14
kveðskap, og hve þunnan þrettánda var víða boðið upp
á í staðinn. Það má ef til vill virða nafnlausa þýðand-
anum það til vorkunnar að bók Lewis Carroll er vissu-
lega enginn barnaleikur í þýðingu, en hann breytir líka
mörgu þó að ástæðurnar séu ekki endilega augljósar.
Látum vera þótt persónurnar fylgi strangri málfræði og
að kyn hvítu kaníunnar sé þar af leiðandi dálítið á reiki
í íslensku þýðingunni og heslimúsin sé kvenkyns þótt
báðar persónurnar séu karlkyns í frumtextanum, eða
að teboðið fræga verði að „kátbroslegri kaffidrykkju“,
en þýðandinn breytir líka skapgerðareiginleikum og
mörgum atriðum sem skipta talsverðu máli fyrir söguna
sjálfa. Íslenska Lísa er til dæmis mun auðmjúkari gagn-
vart „fullorðnum“ en enska Alice og lætur í minni
pokann þegar hin stendur fast á sínu og heldur áfram
spaugilegu þrasinu þangað til hún er orðin kolringluð.
Þó kastar tólfunum þegar þýðandinn gjörbreytir sögu-
þræðinum, en réttarhöldin í bókarlok eru ef til vill mest
sláandi dæmið um það. Þar er lagt fram ljóðabréf með
einu af hinum dásamlegu bullkvæðum (og paródíum)
Lewis Carrolls og talsvert púður fer í að reyna að fá botn
í það. Í íslensku þýðingunni er hins vegar lagt fram
kvæði sem þýðandinn hefur væntanlega samið sjálfur til
að fletta ofan af þeim sem honum þótti líklegasti köku-
þjófurinn. Það er fjögur erindi og endar svona:
Hjartadrottning! Hjaðnar posi, -
huldi þjófurinn,
hann er ekki hjartagosi,
heldur kóngurinn!
Líklega hefði þessi lausn komið höfundinum á óvart,
ekki síst af því að öll réttarhöldin eru tilvísun í enska
barnagælu þar sem enginn vafi leikur á því að gosinn
stal bakkelsinu en skilaði því svo aftur og lofaði bót og
betrun eftir að kóngurinn barði hann4.
Þetta er sem betur fer ekki eina íslenska gerðin á
Lísu í Undralandi því hún hefur komið út í þremur
öðrum þýðingum sem byggja á frumtextanum og eru
mun trúrri honum. Auk nafnlausu þýðingarinnar sem
rætt var um hér að framan eru þetta þýðing Halldórs
G. Ólafssonar frá 1954, þar sem sumu er sleppt en
annað fylgir frumtextanum vel; þýðing Ingunnar E.
Thorarensen Alís í Undralandi sem var að sögn ætluð
til heimabrúks en var gefin út að þýðandanum látnum