Börn og menning - 2017, Blaðsíða 17

Börn og menning - 2017, Blaðsíða 17
 17Hvert sækjum við sögurnar? því ferli öllu saman. Rannsókn mín var smá í sniðum og rúmaði engar djúpar greiningar á áhrifum menningarstrauma á íslenska æsku þá og nú. En það er sannarlega þörf á rannsóknum á sviði þýðinga á barnabókmenntum. Fræði- mönnum ber saman um að þetta svið sé lítið rannsakað og virðist skorturinn vera enn meiri á stórum málsvæðum en minni. Ég vonaðist til að geta varpað einhverju ljósi á þann litla afkima bók- menntaheimsins sem þýddar skáldsögur fyrir börn og ungmenni á Íslandi eru. Þýðingar eru mikilvægar Þýðingar á bókmenntum úr öðrum tungumálum og af öðrum menningarsvæðum eru mikilvægar hverri menningu. Með þýðingum koma nýjar hugmyndir, nýjar stíltegundir, áhrif og innblástur. Því má segja að þýðingar séu nýtt blóð fyrir þá menningu sem fyrir er og að með reglulegum blóðgjöfum haldist hún lifandi og síkvik eins og menning þarf að vera ef hún á að dafna. Þýðingar veita lesendum einnig nýja heimssýn og auka víðsýni. Lengst af hafa 70% allra bóka sem koma út í heim- inum verið upprunnin úr fjórum tungumálum: Ensku, rússnesku, þýsku og frönsku. Á stórum málsvæðum á borð við það enska er lítið þýtt af bókmenntum, hlut- fall þýðinga er til að mynda aðeins 3–4% í Bretlandi og Bandaríkjunum. Á litlum málsvæðum eins og í Sví- þjóð, Hollandi, Sviss, Noregi, Finnlandi og Danmörku er hlutfall þýðinga hátt eða kringum 55%. Börn búa yfirleitt ekki yfir nægri þekkingu á öðrum tungumálum en móðurmálinu til að lesa bókmenntir annarra þjóða. Því mætti halda því fram að þýðingar á barnabókmennt- um séu enn mikilvægari en þýðingar á bókmenntum fyrir fullorðna. Breytt – og bætt? Barnabókaþýðingar eru nokk- uð sér á parti. Þýðendur þeirra taka sér meira leyfi til að breyta, stytta og aðlaga heldur en þeir gera við þýðingar á full- orðinsbókmenntum. Tilgangurinn er tvíþættur. Annars vegar er textinn að- lagaður í þeim tilgangi að hann gagnist börnum og hæfi þeim í samræmi við ríkjandi skoðanir í samfélaginu á því hvað sé „menntandi og hollt“ fyrir börn. Hins vegar er söguþráður, persónur og tungumál lagað að því sem samfélagið telur að börn ráði við og skilji. Áhrif þýðandans geta því orðið miklu meiri við þýðingar á barnabókmenntum heldur en á sumum tegundum fullorðinsbókmennta. Í raun er ætíð um meira en bara þýðingu ræða í hvert sinn sem texta fyrir börn er snúið á annað mál. Bæði á sér stað stað- færsla og ritskoðun í leiðinni í samræmi við kröfur sér- hvers samfélags og tíma. Nýleg og áhugaverð dæmi um ritskoðun í barnabókmenntum eru fínpússun á orða- lagi í bæði franskri og þýskri þýðingu á Harry Potter og svo eru Úmpa-lúmparnir í nýjustu bresku endurútgáf- unni á Kalla og sælgætisgerðinni orðnir hvítir á hörund í takt við aukna meðvitund um kynþáttafordóma í eldri barnabókum. Rannsókn þarf að takmarka En aftur að sjálfri rannsókninni. Eitt af því mikilvægasta sem þarf að gera í upphafi rannsóknar er að takmarka hana. Það er nefnilega einu sinni þannig að þegar farið er að sökkva sér niður í áhugaverða rannsókn er hægt að finna óendanlega marga þræði til að elta – auk þess sem það er auðvitað höfuðkostur að niðurstöður séu skýrar. Ég ákvað fljótlega að beina sjónum að þýddum skáldsögum en láta fræðibæk- ur og myndabækur/mynda- sögur eiga sig. Þær fyrri vegna þess að þær hafa alþjóðlegri efnistök og í þeim gætir því síður menningaráhrifa frá einstökum löndum. Þær síð- ari vegna þess að þær kölluðu á rannsókn annars eðlis með Áhrif þýðandans geta því orðið miklu meiri við þýðingar á barnabók- menntum heldur en á sumum tegundum fullorðinsbókmennta.

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.