Börn og menning - 2017, Blaðsíða 36

Börn og menning - 2017, Blaðsíða 36
Börn og menning36 er Yahoo Serious með rafmagnsgítar í mittisstað, enda hljóðfærið ein af ótal uppfinningum aðalsöguhetjunnar í myndinni. Í upphafi vísindasýningar sinnar stendur Villi á bak við tjald og tekur nokkur góð gítarriff. Á meðan á verkinu stendur er gripurinn aldrei langt und- an, enda segir Villi í sýningunni að það sé tvennt sem honum þyki skemmtilegast í heiminum: að tala við börn og spila á rafmagnsgítar. Í huga þess er hér ritar og jafnaldra hans, mun Vil- helm Anton væntanlega aldrei heita annað en Villi naglbítur eftir hljómsveitafrægð hans frá tíunda ára- tugnum. Börn á leik- og grunnskólaaldri þekkja hann þó fremur sem Vísinda-Villa, en síðustu misserin hefur hann einkum verið í hlutverki fræðarans sem miðlar raunvísindum til krakka í gegnum sjónvarp og bækur. Vísindafræðarar af þessum toga hafa verið nokkuð áberandi í íslenskri barnamenningu upp á síðkastið, en auk Vísinda-Villa má nefna Ævar vísindamann og Sprengju-Kötu. Öll leika þau sér með staðalmyndir af áköfu en örlítið viðutan vísindafólki, sem iðar í skinn- inu að leyfa áhorfendum að fylgjast með æsilegum til- raunum – helst með sprengingum og litadýrð. Eins og yfirleitt, þegar kemur að dægurmenningu, er hér ekki um séríslenskt fyrirbæri að ræða. Vísindaþættir í bresku sjónvarpi voru fyrstu áratugina bornir uppi af snyrtilegum stjórnendum sem spurðu jakkafataklædda vísindamenn út í undur náttúrunnar af mikilli yfirveg- un. Eftir því sem ægivald sjónvarpsins yfir áhorfendum sínum dofnaði, þurfti miðillinn að hafa sífellt meira fyrir því að fanga athyglina. Á níunda áratugnum komu fram vísindaþáttastjórnendur sem töluðu hratt og af ákafa, reyttu af sér brandara og miðluðu efninu líkt og um spennandi íþróttakappleiki væri að ræða. Í mörgum tilvikum voru tilraunir beinlínis settar upp sem þraut- ir í keppni milli liða eða í kapp við klukkuna. Svipuð þróun átti sér stað í sjónvarpi annars staðar í Vestur- Evrópu. Villi, Ævar og Sprengju-Kata eru því hluti af sterkri alþjóðlegri hefð. Fiktað á söfnum Vísindatilraunir sem skemmtiefni á sýningum og söfn- um eiga sér langa sögu. Krafan um gagnvirkni og beina þátttöku gesta hefur hins vegar færst í vöxt á síðustu áratugum og tengist vafalítið útbreiðslu vísindamið- stöðva þar sem gestir fá ekki bara að horfa og fræðast, heldur eru beinir þátttakendur. Upphafsmaður þessarar bylgju er yfirleitt talinn Frank Oppenheimer, bandarískur eðlisfræðingur og fræðslufrömuður. Frank var yngri bróðir Roberts, stjórnanda Manhattan-áætlunar Bandaríkjastjórnar og vann sjálfur við hana um tíma. Hann heillaðist af evrópskum vísindasöfnum, sem sum hver voru farin að gefa gestum kost á að snerta á sýningargripum: þrýsta á hnappa til að framkalla hreyfingu og þess háttar. Frank vildi ganga lengra og árið 1969 stóð hann fyrir opnun Exploratorium í San Fransisco, fyrstu nútíma- vísindamiðstöðvarinnar. Exploratorium naut frá fyrsta

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.