Börn og menning - 2017, Blaðsíða 32
Sprúðlandi fjör og flottar myndir
Helga Birgisdóttir
Bækur
Stærsta og sniðugasta mynda-
orðabók í heimi
Tom Schamp
Þýðandi: Jóna Dóra
Óskarsdóttir
Bjartur, 2016
Á síðasta ári kom út í íslenskri þýð-
ingu stór og litrík myndaorðabók
eftir belgíska listamanninn Tom
Schamp. Titill bókarinnar gefur til
kynna heilmikinn metnað og sjálfs-
traust: Stærsta og sniðugasta mynda
orðabók í heimi. Hér er ekki ráðist
á garðinn þar sem hann er lægstur og vissulega eru til
fjölmargar aðrar myndaorðabækur sem eru bæði stór-
ar og sniðugar. Myndaorðabækur eiga sér nefnilega
mjög langa sögu, örugglega lengri en margir gera sér
grein fyrir. Fyrsta evrópska myndabókin kom út árið
1658. Hún ber titilinn Orbis Sensualium Pictus og er
eftir tékkneskan prest að nafni Johan Amos Comenius
(1592–1670). Orbis er ekki aðeins myndabók held-
ur einnig myndaorðabók, líkt og bók Toms Schamp.
Myndir og orð standa saman í 150 stuttum köflum og
eiga að hjálpa latínustúdentum að læra. Mikið vatn hef-
ur runnið til sjávar frá því myndirnar í bók Comeniusar
voru skornar út í við en myndaorðabækur byggja þó
enn á sama grunni: Að fræða börn með samspili mynda
og texta. Og svo þarf auðvitað að skemmta þeim líka,
en sú áhersla hefur aukist ansi mikið frá sautjándu öld.
Uppbygging bókarinnar
Alveg eins og Orbis skiptist bók
Schamp í allnokkra kafla og nær hver
þeirra yfir eina opnu. Þar er einblínt
á atriði daglegs lífs sem börn ættu að
kannast við og bera kaflarnir heiti
á borð við „Heima“, „Flugvöllur“,
„Sumarsæla“ og „Almenningssam-
göngur“. Orð hvers kafla falla að heiti
hans, þannig eru til að mynda orð
á borð við fuglahús, vinnuherbergi,
eldhús, granni og hreiður að finna í
kaflanum um heimili og í kaflanum
„Tónlist“ má meðal annars finna orðin
rafbassi, gítar, banjó, taktfesta og pí-
anóleikari. Í upphafi bókar eru nokkrar aðalpersónur
kynntar til sögunnar en þær birtast svo, stundum all-
ar, stundum sumar, í mismunandi köflum. Mest ber á
pabba, mömmu og piltinum Ottó (sem kemur reyndar
fyrir í fleiri verkum Schamp) en Tómas frændi, Björn
Boris (sem „hringir mikið til útlanda“), Gý Raffsanj-
ani og Mo de Varp, svo nokkrir séu nefndir, sprella líka
á síðunum. Allar persónurnar eru dýr. Stallbræðurn-
ir Lon og Don eru mörgæsir, Löggu-Láki er hundur,
Prófessor Holtaþór er refur og þau mamma, pabbi og
Ottó eru kettir. Persónurnar eru bráðsmellnar og minna
mikið á persónur Erilborgarbóka Richards Scarry. Litl-
ar laumupersónur sniglast að auki um síðurnar eftir
silkiormaleið og það má leika sér að því að finna þær
á hverri síðu.