Börn og menning - 2017, Blaðsíða 23

Börn og menning - 2017, Blaðsíða 23
 23Hversdagsleiki og snilligáfa kona, fallandi stjarna sem getur lítið gert annað en það sem móðir hennar býður henni meðan hún bíður þess að verða nægilega gömul til að geta aftur fengið góð hlutverk. Það er því ekkert hversdagslegt við Robinson- fjölskylduna og Emmu frænku þeirra þótt sviðsetn- ingin sé þessleg. Það er einmitt það sem ég tel að sé ein aðalástæða vinsælda bókanna alveg burtséð frá því hvaða skoðanir við kunnum að hafa á efni þeirra eða því hversu heppilega mynd þær dragi upp af fjölskyldulífi, kynhlutverkum og hegðun og eðli „venjulegra“ krakka og unglinga. Þýðingarferli og yfirfærsla menningar Vissulega eru Robinson-systkinin og Emma ekki „venjulegir“ krakkar að því leytinu til að þau eru öll með tölu hæfileikaríkari en meðalmaðurinn, en textinn staðsetur þau í ofurvenjulegu umhverfi og öll umgjörð fjölskyldunnar – ef frá er talin tengingin við Regínu og Emmu sem vissulega eru stórstjörnur og miklu efn- aðri en gengur og gerist – er sýnd og útskýrð þannig að um ósköp venjulega millistéttarfjölskyldu þar sem tekjurnar eru kannski heldur í lægri kantinum vegna veikinda fjölskylduföðurins sé að ræða. Það að textinn skapi þessar andstæður gerir það að verkum að það fer fram nokkurs konar „þýðingarferli“ þar sem lesandinn þarf að lesa persónurnar inn í tvöfalt kerfi – bæði sem venjulega krakka sem koma úr venjulegu og kunnug- legu umhverfi og svo aftur sem „stjörnur“, listamenn sem vinna hörðum höndum að listsköpun og þróun og hafa hæfileika til að leggja heiminn að fótum sér. Fyrir íslenska lesendur bókanna, þegar þær komu út hérlendis á áttunda áratug síðustu aldar, má segja að um margskonar þýðingarferli hafi verið að ræða. Ekki einungis það sem lýst er hér að ofan heldur einnig og kannski ekki síður einhverskonar þýðingu eða yfir- færslu menningarheima. Þótt það sé ef til vill ekki svo ýkja mikill munur á þeim menningarheimi sem íslenskir og breskir unglingar búa við í dag var öldin svolítið önnur árið 1973. Bara það að lesa um krakka sem þurftu að ganga í skólabúningi var framandi og það að skólakerfið væri þannig að átta ára gamlir nemendur, eins og Robin, yngsta barnið í Robinson-fjölskyldunni, gætu sótt um námsstyrk í sérstökum kórskóla þar sem þeir kepptust við að ná þeim árangri að fá að klæðast Þó það sé ef til vill ekki svo ýkja mikill munur á þeim menningarheimi sem ís- lenskir og breskir unglingar búa við í dag var öldin svo- lítið önnur árið 1973.

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.